Fréttablaðið - 10.04.2005, Qupperneq 10
Í dag eru liðin sex ár frá því að
sjónvarpsþáttur Egils Helgasonar,
Silfur Egils, hóf göngu sína. „Þetta
var algjör tilviljun,“ rifjar Egill
upp. „Ég hitti menn í partíi og við
vorum sammála um að íslensk
stjórnmálaumræða væri ofboðs-
lega leiðinleg. Þessir menn voru í
tengslum við nýstofnaða sjón-
varpsstöð, Skjá einn, sem sýndi
aðallega gamla Dallas-þætti, og
við ákváðum að kýla á þetta.“
Fyrir fyrsta þáttinn voru
keyptir stólar í Ikea og pálmatré
komið fyrir í sviðsmyndinni en
Egill segir að strax hafi myndast
góð stemmning. „Össur Skarp-
héðinsson og Ögmundur Jónas-
son voru meðal gesta og þeir voru
nánast góðglaðir man ég; héldu
sjálfsagt að það væri enginn að
horfa á þetta. Þegar áhorfið var
mælt kom í ljós að það var heil
átta prósent, sem var heilmikið
fyrir svona litla sjónvarpsstöð.
Það vildi hins vegar enginn aug-
lýsa til að byrja með nema Fram-
sóknarflokkurinn,“ segir Egill
hlæjandi.
Síðan Þá hefur Egill gert hátt í
þrjú hundruð þætti og kveðst
nokkuð sáttur við þróunina.
„Draumurinn væri auðvitað að
hafa meira fé á milli handanna og
hafa fólk í vinnu hjá mér til að
vinna efni en ég er mjög sáttur
núna því ég hef loksins fengið
vinnufrið. Undir lokin á Skjá ein-
um voru komnir nýir eigendur og
ég var í stöðugum útistöðum við
þá. Á Stöð tvö hef ég fengið að gera
þetta með mínum hætti og þetta er
búið að vera þægilegt, enda er
þátturinn á góðri siglingu í ár.“
Þótt Egill stjórni vinsælasta
stjórnmálaþætti landsins segir
hann eftirminnilegustu viðtölin
ekki hafa verið verið við póli-
tíkusa, heldur skákmenn. „Ég
held að viðtalið við Bobby
Fischer um árið standi upp úr. Ég
talaði líka við Gary Kasparov og
hef því rætt við tvo bestu skák-
menn allra tíma.“ Mest þykir
honum þó um þær breytingar
sem hafa orðið á pólitískri um-
ræðu á undangengnum sex árum.
„Stjórnmálamenn hafa flestir átt-
að sig á að það skiptir máli hvern-
ig þeir koma fram. Þeir hafa
minna svigrúm þegar við beinum
að þeim kastljósinu og það er
gott; við eigum að takmarka vald
pólitíkusa eins og við getum.“ ■
10 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR
OMAR SHARIF (1932-)
á afmæli í dag.
Viðtöl við skákmeistara
standa upp úr á ferlinum
TÍMAMÓT: SILFUR EGILS SEX ÁRA
„Frekar vil ég spila bridds en
leika í lélegri kvikmynd.“
Briddsfíkn Sharifs er kunn um gjörvalla veröld en hann
spilaði meðal annars bridds á Hótel Loftleiðum um árið.
timamot@frettabladid.is
EGILL HELGASON Hefur gert hátt í þrjú hundruð þætti á þeim sex árum sem liðin eru
síðan Silfur Egils fór fyrst í loftið.
Þennan dag árið 1919 var mexí-
kóski byltingarforinginn Emiliano
Zapata ráðinn af dögum. Zapata
fór fyrir kotbændum og indján-
um í mexíkósku byltingunni.
Hann fæddist árið 1879, sonur
kotbænda. Árið 1908 var hann
neyddur til að ganga í herinn
eftir að hafa reynt að endur-
heimta þorpslendur sem óðals-
bóndi hafði slegið eign sinni á.
Árið 1910 braust út uppreisn og
Zapata safnaði saman bændaher
í Morelos í suðurhluta Mexíkó
undir slagorðinu land og frelsi.
Zapata og skæruliðar hans börð-
ust gegn ríkisstjórninni í Mexíkó-
borg og kröfðust umbóta í land-
búnaði. Þeir náðu ekki að steypa
stjórninni en þeir aðstoðuðu
bændur á þeim svæðum sem
þeir náðu yfirráðum á og út-
deildu landskikum sem þeir
höfðu gert upptæka frá stór-
bændum. Þá gerði hann allt land
í eigu útlendinga upptækt.
Hinn 10. apríl árið 1912 var
Zapata boðaður á fund með
hershöfðingja í stjórnarhernum
sem sagðist vilja ganga til liðs við
uppreisnarmenn. Fundurinn
reyndist vera fyrirsát og stjórnar-
herinn króaði Zapata af í Morales
og var skotinn til bana. Áhrif hans
ná enn í dag út fyrir gröf og
dauða. Umbótastefna í landbún-
aði sem margir Mexíkóar fylkja
sér bak við er kennd við Zapata
og árið 1994 hóf skæruliðahópur
sem kallar sig Zapatistas uppreisn
í Chiapas í suðurhluta Mexíkó.
EMILIANO ZAPATA
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1912 Farþegaskipið Titanic lætur
úr höfn í Southampton á
Englandi.
1940 Alþingi samþykkir að fela
ríkisstjórninni meðferð
konungsvaldsins eftir inn-
rás Þjóðverja í Danmörku.
Utanríkisþjónusta Íslands
verður til.
1941 Bandaríkin hernema
Grænland.
1956 Friðrik IX Danakonungur
og Ingiríður drottning
koma í opinbera heim-
sókn til Íslands.
1967 Verkfall lyfjafræðinga hefst;
bannað með bráðabirgða-
lögum 10. maí.
1970 Paul McCartney lýsir því
yfir að Bítlarnir séu hættir.
1982 Frumsýnd er kvikmynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar
Rokk í Reykjavík.
Zapata ráðinn af dögum
Tilkynningar um merkisatburði,
stórafmæli, andlát og jarðarfarir
í smáletursdálkinn hér á síðunni
má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma
550 5000.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu,
Margréti Jónsdóttur
Kelduhvammi 16, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Deildar 28 Hátúni 10.
Sólveig M. Magnúsdóttir Stefán Karl Harðarson
Jón Ölver Magnússon
Víðir Þór Magnússon Helena Richter
Björk Magnúsdóttir Úlfar Sigurðsson
barnabörn og langömmubarn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
vegna fráfalls okkar ástkæra
Hákonar Valtýssonar
Safamýri 41.
Vinátta ykkar er ómetanleg á þessum erfiðu tímum.
Fyrir hönd aðstandenda og vina,
Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir,
Ingvar Andri og Valtýr Már.
Valtýr Guðmundsson, Sigmunda Hákonardóttir, Guðrún Valtýsdóttir,
Þórir Karl Jónsson, Anna María Valtýsdóttir, Jón Hermannsson,
Inga Jónsdóttir.
Þökkum hlýhug og vinarþel við fráfall ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu
Ernu Sigurðardóttur
Sjávargrund 6a, Garðabæ,
Sérstakar þakkir eru færðar Sr. Braga Skúlasyni og starfsfólki
krabbameinsdeildar Landspítala við Hringbraut. Stuðningur þeirra
var fjölskyldunni ómetanlegur.
Jón Ívarsson, Ívar Þór Jónsson, Þóra Sigríður Karlsdóttir, Eva Rut Jóns-
dóttir, Ómar Örn Jónsson, Elfa Dögg S. Leifsdóttir
og ömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
Guðmundur Hreinn Árnason
(Bassi)
Kirkjuvegi 14, Keflavík,
varð bráðkvaddur miðvikudaginn 6. apríl. Útför fer fram frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. apríl klukkan 14.00.
Sigríður Kristjana Kristjánsdóttir
Björgvin Guðmundsson Líney Hauksdóttir,
Víðir Guðmundsson Ólöf Ásdís Baldvinsdóttir
og barnabörn.
FÆDDUST ÞENNAN DAG
1829 William Booth, stofn-
andi Hjálpræðishersins.
1847 Joseph Pulitzer, blaðamaður og út-
gefandi.
1870 Vladimír Iljitsj Uljanov,
Lenín, leiðtogi Sovétríkjanna.
1915 Harry Morgan, leikari.
1929 Max von Sydow, leikari.
1932 Omar Sharif,
leikari.
1951 Steven Seagal, leikari.
1964 Alan „Reni“ Wren, trommuleikari
Stone Roses.
1965 Tim „Herb“ Alexander, trommu-
leikari Primus.
1988 Haley Joel Osment, leikari.
AFMÆLI
Jónas Kristjánsson hand-
ritafræðingur er 81 árs í
dag.
Sveinn Hlífar Skúlason
forstjóri Hrafnistu er 61
árs í dag.
Kristín Þorsteinsdóttir
fréttamaður er fimmtug í
dag.
Tryggvi Hansen listamað-
ur er 49 ára í dag.
Erling Jóhannesson leik-
stjóri er 42 ára í dag.
Ásta Henriksdóttir dansari
er 41 árs í dag.
ANDLÁT
Ingólfur G. Gústavsson, húsasmíða-
meistari, Hraunbæ 1, lést miðvikudag-
inn 6. apríl.
Sveinn Jónsson, Hásteinsvegi 31, Vest-
mannaeyjum, lést miðvikudaginn 6. apríl.
Hugrún Stefánsdóttir, dvalarheimilinu
Hlíð, áður Víðilundi 24, Akureyri, lést
fimmtudaginn 7. apríl.
Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi
símamaður, Norðurbrún 1, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 7. apríl.
Elínborg Guðmundsdóttir, frá Kringlu,
lést föstudaginn 8. apríl.