Fréttablaðið - 10.04.2005, Qupperneq 12
Sæmi kynntist Fischer upphaf-
lega 1972 en þá starfaði hann í
lögreglunni og var falið að gæta
húss inni í Fossvogi þar sem
Fischer dvaldi framan af heims-
meistaraeinvíginu í Laugardals-
höllinni. Mál æxluðust á þann veg
að Sæmi fór að keyra Fischer og
aðstoða hann á ýmsan hátt og með
þeim tókst góð vinátta.
„Þetta var ljómandi góður
drengur, en auðvitað setti spenn-
an sem var í loftinu á þessum
tíma sitt mark á hann,“ segir Sæ-
mundur og brosir hlýlega þegar
hann rifjar upp þessa frægðar-
daga þegar kastljós heimsins
beindist að litla Íslandi á alþjóða-
vísu í fyrsta sinn.
Vegna anna við að sinna Fischer
var Sæmundur tekinn af vöktum
hjá lögreglunni enda var allur sólar-
hringurinn meira og minna undir-
lagður. Það fórst hins vegar fyrir að
ganga frá því hver átti að greiða
Sæma kaup fyrir alla vinnuna.
„Svona eftir á að hyggja hefði
ég átt að semja betur við mína
yfirmenn um launakjör“, segir
hann. „Það var svolítill misskiln-
ingur í þessu öllu, mér var sagt að
ég væri á föstum launum þegar
ég fór að vinna fyrir Fischer en
það voru bara dagvinnulaun. Mér
var svo sagt að Skáksambandið,
sem fékk styrk frá ríkinu vegna
einvígisins, myndi borga mér
aukavinnuna, en það gekk ekki
eftir, sambandið neitaði einfald-
lega að bera ábyrgð á þessu.“
Hefur ekki fengið einn dollara frá
Fischer
Sæmundur segir að það hafi
aldrei komið til greina af sinni
hálfu að krefja Fischer um þetta
kaup. Hann hafi haft mikla
ánægju af þessu stússi öllu og
gert þetta fyrir vináttu sakir en
ekki vegna peninga.
„Lögfræðingur Fischers sagði
mér að hann hefði nefnt það við
Fischer á sínum tíma að hann
greiddi mér eitt prósent af verð-
launafénu sem hann fékk fyrir
einvígið hér í Reykjavík, en hann
svaraði því til að hann vildi ekki
móðga mig: Sæmi, he's my best
friend, he will be offended, á
Fischer að hafa sagt“, segir
Sæmundur og brosir.
Og sjálfum hefur Sæmundi
aldrei dottið í hug að rukka
Fischer fyrir öll þau útgjöld sem
hann hefur haft af samskiptum
sínum við meistarann.
„Ég hef aldrei beðið hann um
krónu og mun aldrei gera, ég geri
ekki mannorð mitt að féþúfu,“
segir hann fastmæltur. „Fischer
hefur aldrei borgað mér einn doll-
ara, hvorki fyrr né síðar, ekki einu
sinni núna í öllum þessum ferð-
um, ekki einu sinni stöðumæla-
sektir, hvað þá meira. En þetta er
bara Fischer, hann er fæddur
svona, hann hefur greinilega ekki
tileinkað sér orð hinnar helgu
bókar: Sælla er að gefa en þiggja,“
bætir hann við góðlátlega.
Með stöðumælasektinni er
Sæmi að vísa til þess að hann og
Fischer fóru á dögunum niður í
miðbæ Reykjavíkur að huga að
húsnæðismálum Fischers en
Sæmi telur að betra væri fyrir
Fischer að vera nær miðbænum
en hann er nú.
Sæmi lagði bílnum við stöðu-
mæli og greiddi í hann eins og lög
gera ráð fyrir. Þeir töfðust hins
vegar eitthvað í erindagjörðum
sínum og var kominn sektarmiði
á bílinn þegar þeir komu aftur.
„Ég bölvaði þessu auðvitað og
Fischer tók undir það og sagði
þetta fáránlega háa sekt. Ég borg-
aði þetta svo og gerði ekkert
meira úr því,“ segir Sæmi og
skellihlær.
Vill vita hvað hlutirnir kosta
Sæmundur segist ekki erfa þetta
við Fischer, því hann hafi fyrir
löngu áttað sig á því að Fischer er
að sumu leyti fastheldinn á pen-
inga þótt hann velti peningamál-
um ekki fyrir sér dagsdaglega.
Fischer er ekki á flæðiskeri
staddur með um 200 milljónir
króna á bankareikningi í Sviss en
hann veltir því gjarnan fyrir sér
hvað hlutirnir kosta. Sæmundur
segir það hins vegar eiga við um
Fischer líkt og marga þá sem
hafa rúm auraráð að oft spara
þeir eyrinn en kasta krónunni.
Þannig segist hann hafa bent
Fischer á að gistingin á Loftleið-
um kostaði hann allt of mikið, það
væri miklu skynsamlegra fyrir
hann að leigja sér íbúð eða hrein-
lega kaupa sér íbúð, sem hann
gæti síðan selt þegar hann væri
búinn að gera það upp við sig
hvað hann ætlaði að gera.
„Hann vill ekkert hlusta á
þetta, miklar þetta allt fyrir sér
og talar bara um alla þá pappírs-
vinnu sem fylgir þessu“, segir
Sæmundur og hristir höfuðið. „Ég
leyfi honum alveg að ráða þessu
en er tilbúinn að vera honum til
aðstoðar í þessum efnum sem
öðrum, ef hann þarf á því að
halda,“ bætir hann við.
Ómetanlegur stuðningur fjöl-
skyldunnar
Þannig hefur það verið gegnum
árin að Sæmundur hefur ávallt
verið tilbúinn að aðstoða vin sinn
Fischer þegar hann hefur þurft á
aðstoð að halda. Hann segir þá
hafa haldið símasambandi í um
það bil tíu ár eftir einvígið góða
1972, en síðan rofnaði sambandið
og hann heyrði ekkert frá Fischer
í 20 ár. En það sást hins vegar að
Fischer var alls ekki búinn að
gleyma sínum góða vin Sæmundi
Pálssyni, því nokkrum dögum
eftir að Fischer var handtekinn í
Japan hringdi hann í Sæmund.
„Og ég var síðan nánast í dag-
legu símasambandi við hann eftir
það og það má segja að ég hafi
verið í fullu starfi við að sinna
þessum málum hans síðustu níu
mánuðina,“ segir Sæmundur.
Allt hefur þetta verið launa-
laus vinna og viðurkennir Sæ-
mundur að útgjöld síðustu mán-
aða hafi vissulega komið við
pyngjuna enda hann kominn á
eftirlaun og þau geri ekki ráð
fyrir miklum óvæntum útgjöld-
um. Hann segist þó mega til með
að þakka Skeljungi fyrir fjár-
hagsstuðninginn vegna ferðar-
innar til Japans á dögunum.
„Þeir eiga mikinn heið-
ur skilinn fyrir það, án þessa
stuðnings hefði ég aldrei getað
farið til Japan að hitta Bobby,“
segir hann. Og hann vill líka
þakka fjölskyldu sinni fyrir alla
þolinmæðina sem hún hefur sýnt
honum í öllu þessu umstangi og
þá sérstaklega konunni sinni.
„Hún á sérstakan heiður skil-
inn fyrir stuðninginn,“ segir hann
með væntumþykju í röddinni, „þó
stundum hafi hún fengið nóg; það
er sérstaklega allt ónæðið vegna
símhringinga hvenær sem er, á
nóttu sem degi. Svo er fólk líka að
koma heim, blaðamenn héðan og
þaðan úr heiminum og vilja að ég
aðstoði þá við að tala við Fischer,
þannig að þetta er búinn að vera
mikill erill.“
Kaldhæðni örlaganna
Margir hafa gagnrýnt Fischer
fyrir þær yfirlýsingar sem hann
hefur látið frá sér fara um Banda-
ríkjamenn og gyðinga og hafa
komið fram kröfur um að réttast
væri að lögsækja hann fyrir þessi
ummæli. Sæmundur leggur mikla
áherslu á það að hann sé gjörsam-
lega ósammála þessum gífuryrð-
um Fischers og sé meinilla við
þau.
„Ég hef margsagt við hann að
hann geti ekki haldið þessum
yfirlýsingum áfram. Þetta sé al-
gjörlega óásættanlegt, því þetta
kemur bara niður á honum sjálf-
um og þeim sem eru að hjálpa
honum,“ segir Sæmi og er greini-
lega ekki skemmt.
Hann segir Fischer þó ekki al-
veg tilbúinn að viðurkenna þetta
því hann sé svo einbeittur, stífur
og þrjóskur.
„Honum finnst einhvern veg-
inn sem hann þurfi að hreinsa
þetta út, allt þetta hatur sem búið
er að grafa um sig innra með hon-
um undanfarin misseri,“ segir
Sæmi dapur í bragði.
Hann segir það bera vitni um
kaldhæðnisleg örlög þessa mikla
manns að hann sé Bandaríkja-
maður en hati Bandaríkjamenn
og svo sé hann gyðingur en hati
gyðinga.
„Ég hætti samt ekkert að vera
vinur hans þrátt fyrir þessar yfir-
lýsingar hans,“ segir Sæmundur,
„maður þarf ekki endilega að
vera sammmála vinum sínum í
einu og öllu, maður reynir bara að
hjálpa þeim. Sá er vinur sem er
vinur í raun,“ segir Sæmundur
Pálsson og það fer ekki á milli
mála að í honum á Bobby Fischer
sannan vin í raun. ■
12 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR
Mun aldrei krefja hann um krónu
Sæmundur Pálsson, eða Sæmi rokk eins og hann er gjarnan kallaður, fékk það viðurnefni vegna dansfimi sinnar á árum
áður þegar hann rokkaði með elegans. Yngra fólk kannast þó kannski fyrst og fremst við Sæma sem sérlegan einkavin
skákmeistarans Bobby Fischer. Í samtali við Sigurð Þór Salvarsson leyfir Sæmi okkur að skyggnast örlítið á bak við þá
mynd sem við okkur blasir opinberlega af heimsmeistaranum fyrrverandi.
SÆMUNDUR PÁLSSON
Sæmi rokk þekkir Bobby Fischer
betur en flestir Íslendingar og hann
segir Fischer ljúfan dreng inni við
beinið þrátt fyrir að yfirborðið virki
oft á tíðum hrjúft.
SÆMI ROKK Í HNOTSKURN
Fæddur: 1936
Menntun: Hefur lokið prófi sem húsa-
smíðameistari og lauk einnig prófum
frá Lögregluskólanum.
Starf: Eftirlaunaþegi.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Ásgerði Ás-
geirsdóttur og eiga þau fjögur upp-
komin börn, þrjár stúlkur og einn
dreng.
Áhugamál: Dansmennt, bridge, golf,
skák, kórsöngur og ferðalög.