Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 15
Hvert er mikilvægasta hlutverk
presta?
Fjöldi svara:
322 Sálgæsla
121 Boðun
109 Sinna helgihaldi
82 Góðir eiginleikar
Hversu mikilvægan eða lítilvægan
telur þú sóknarprest þinn og starfs-
fólk kirkjunnar vera fyrir það samfé-
lag sem þú býrð í?
34,1% Mjög mikilvægan
31,6% Frekar mikilvægan
8,2% Hvorki né
6,4% Frekar lítilvægan
5,5% Mjög lítilvægan
14,3% Tóku ekki afstöðu
SUNNUDAGUR 10. apríl 2005 15
Biskupsstofa heldur ekki utan
um kirkjusókn í einstaka kirkjum
né það hvaða prestar eru vinsæl-
astir hverju sinni. Vinsælda-
keppni á því sviði vinnur gegn
vinnusiðfræði kirkjunnar. Íslend-
ingar velja presta til persónu-
legra athafna á tímamótum, oftar
en ekki vegna fjölskyldutengsla,
en í heildina njóta ekki þeir sömu
vinsælda við gleðileg og sorg-
legri tilefni. Athafnir eru einnig
mistengdar sóknarkirkjunni;
fermingar eru þar nær alltaf, á
meðan brúðkaup og giftingar
veljast í kirkjur sem fólkið hefur
dálæti á.
Telja má Hallgrímskirkju vin-
sælustu kirkju lýðveldisins, en
þar er unnið öflugt helgistarf, auk
þess sem þar starfa bestu kórar
landsins. Þar er ekki óalgengt að
fleiri hundruð manns sæki sunnu-
dagsmessur. Kirkjusókn er sömu-
leiðis góð í Neskirkju, Bústaða-
kirkju, Digraneskirkju, Áskirkju,
Grafarvogskirkju, Seljakirkju og
Landakotskirkju.
Jarðarfarir eru mest gerðar út
frá Hallgrímskirkju, Dómkirkj-
unni, Langholtskirkju, Bústaða-
kirkju og Fossvogskirkju, sem er
sérstök jarðarfararkirkja. Þá eru
Dómkirkjan og Háteigskirkja
einkar vinsælar til brúðkaups-
vígslna.
Séra Árni Bergur Sigurbjörns-
son í Áskirkju hefur sum síðustu
ár verið með flestar útfarir á ári,
ásamt sjúkrahúsprestum sem
fylgja mörgum sjúklingum síð-
asta spölinn. Þá er Pálmi Matthí-
asson enn geysivinsæll við gift-
ingar.
Væntingar til prestsstarfs
Í könnun Gallup kom skýrt fram að Íslendingar telja sálgæslu mikilvægasta starfs-
svið presta, en sá þáttur prestsstarfsins er bæði fyrirferðarmikill og vaxandi í ís-
lensku nútímasamfélagi.
Í könnun Gallup kom fram að
barnastarf í íslenskum kirkj-
um er geysilega sterkt, en allt
að 20 þúsund manns sækja
barnastarf kirkjunnar á hverj-
um vetri, meðan 82 prósent
þjóðarinnar hafa reynslu af
barna- og unglingastarfinu og
rúmlega 70 prósent aðspurðra
telja Þjóðkirkjuna sinna barna-
starfinu vel.
Ef miðað er við dreifingu
fræðsluefnis sem börn þiggja í
sunnudagaskóla má búast við
að níu þúsund börn taki þátt í
sunnudagaskóla kirkjunnar
yfir vetrartímann, mörg í fylgd
foreldra. Við það bætist fjöl-
breytt starf fyrir börn upp að
tólf ára aldri, auk þess sem
starf æskulýðsfélaga unglinga
hefur eflst mjög á síðari árum.
Er kristnifræðikennsla í grunn-
skólum of mikil, hæfileg eða of
lítil?
56,7% Hæfileg
14,8% Of lítil
7,2% Of mikil
21,2% Tóku ekki afstöðu
Ert þú sammála eða ósammála
því að kristnar trúarathafnir ættu
að vera liður í uppeldi barna á
dagvistarstofnunum?
28,1% Mjög sammála
24,6% Frekar sammála
5,6% Hvorki né
22,0% Frekar ósammála
19,5% Mjög ósammála
Vilt þú meira, minna eða jafn
mikið af trúarlegu efni í útvarpi
og sjónvarpi og verið hefur?
62,9% Jafn mikið
15,0% Minna
13,1% Meira
9,0% Tóku ekki afstöðu
Vinsælar kirkjur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
Kristnifræðikennsla