Fréttablaðið - 10.04.2005, Side 16
Erfiðleikarnir byrjuðu snemma
Treginn í röddinni var enginn
uppspuni hjá Billie því nóg var af
erfiðleikum í lífi hennar, sem
skorti stöðugleika. Faðir hennar,
Clarence Holiday, var jazzgítar-
leikari ungur að árum sem og
banjóleikari og spilaði seinna með
hljómsveitinni Fletcher Hender-
son’s Orchestra. Hann giftist
aldrei móður hennar, Sadie Fagan,
og yfirgaf fjölskylduna snemma.
Móðir Billie var aðeins þrettán
ára þegar hún átti hana og skildi
hana ósjaldan eftir hjá óum-
hyggjusömum ættingjum. Afi
Billie var einn af 17 börnum sem
ólust upp sem þrælar í Virginíu
hjá hvítum írskum plantekrueig-
anda og setti þetta mark sitt á til-
finningalegt jafnvægi fjölskyld-
unnar. Billie var dæmd til þess að
fara í kaþólskan skóla þegar hún
játaði að hafa verið nauðgað að-
eins tíu ára gömul. Þó svo að hún
væri dæmd til að vera í skólanum
þangað til hún teldist fullorðin
slapp hún út eftir tvö ár með að-
stoð frá vini fjölskyldunnar. Billie
ólst upp einmana og ástarþurfi og
í framhaldi af því þróaði hún með
sér mikið óöryggi. Hún flutti árið
1927 með móður sinni til New
York, þar sem hún neyddist meðal
annars til að vinna fyrir sér sem
vændiskona í nokkurn tíma. Óhjá-
kvæmilega leið henni illa og
fannst hún lítilsmegnug og
ómerkileg og leiddi þessi mikla
vanlíðan til þess að hún tók mikla
og afdrifaríka áhættu í lífi sínu
síðar meir.
Nafn úr þöglu kvikmyndunum
Sviðsnafnið Billie fékk hún lánað
frá Billie Dove, stjörnu þöglu
kvikmyndanna sem hún dáði. Hún
var fljótt uppgötvuð af upptöku-
stjóranum John Hammond og
fékk hann hana til þess að taka
upp nokkur lög með Benny Good-
man árið 1933. Þrátt fyrir að titl-
arnir hafi ekki orðið mjög vinsæl-
ir var þetta byrjun ferils hennar.
Tveimur árum seinna söng hún
með hljómsveit sem Teddy Wilson
stýrði og sú blanda virtist vera
gullin. Á árunum 1935-42 gerði
hún sumar bestu upptökur ferils
síns. Þetta voru jazzlög þar sem
heitustu stjörnurnar í jazzheimin-
um tóku lagið með henni. Billie
hreifst af tónlist Bessie Smith og
Louis Armstrong og reyndi að
blanda saman þeirra hljómi. Út-
koman var hennar eigin ferski og
nýi hljómur.
Stjarnan skein skært
Hún þurfti að þola mikið kyn-
þáttahatur á ferli sínum, ekki ein-
ungis þegar hún ferðaðist um suð-
urríkin heldur einnig í New York.
Árið 1939 tók hún upp lagið
Strange Fruit, sem er líklega
hennar frægasta lag. Lagið inni-
heldur afar myndrænan texta og
harða ádeilu á kynþáttahatrið
sem fólk þurfti að þola á þessum
tímum. John Hammond neitaði að
stjórna upptökum á laginu vegna
þess hversu óhugnanlegt mynd-
mál textans var. Á árunum 1940-
42 fóru meðspilendur hennar
smátt og smátt að verða eins kon-
ar bakgrunnur fyrir stórsöngkon-
una Billie Holiday, sem skein svo
skært á sviðinu að aðrir hlutu að
falla í skuggann.
Fíkniefnaneyslan tók völdin
Þrátt fyrir óstöðugleika í einkalíf-
inu var rödd Billie í sínu besta
formi á því tímabili sem hún var
hjá Decca plötuútgáfunni, á árun-
um 1944-49. Hún hafði þá áður gert
lögin „Fine and Mellow“ (1939) og
„God Bless the Child“ (1941) en hjá
Decca tók hún í fyrsta skipti upp
lagið „Lover Man“ sem var hennar
vinsælasti smellur. Einnig tók hún
upp lögin „Don’t Explain,“ „Good
Morning Heartache“ og hennar út-
gáfur af lögunum „Ain’t Nobody’s
Business If I Do,“ „Them There
Eyes“ og „Crazy He Calls Me“.
Billie hafði átt í vandræðum með
drykkju á þessum árum auk þess
sem hún reykti maríjúana. Þarna
fór hún að reykja ópíum ofan á allt
þegar hún kynntist fyrsta eigin-
manni sínum, Johnnie Monroe.
Hjónabandið entist ekki en fljótt
eftir að því lauk giftist hún
trompetleikaranum Joe Guy og
skipti yfir í heróínneyslu. Móðir
hennar lést á þessum árum og
hafði það djúp áhrif á hana. Hún
var handtekin árið 1947 fyrir að
hafa heróín í fórum sínum og
dæmd til þess að afplána átta mán-
uði í fangelsi. Vegna allrar fjöl-
miðlaathyglarinnar í sambandi við
þetta varð hún fljótt gríðarlega
fræg og aðdáendum fjölgaði.
Sorglegur lokakafli
Árið 1946 lék Billie í Hollywood-
mynd og þrátt fyrir þá staðreynd
að hana hryllti við þeirri tilhugsun
að þurfa að leika þjónustustúlku
samþykkti hún að leika í myndinni
New Orleans aðeins til þess að fá
að leika við hlið Louis Armstrong.
Lífið gerðist þó ekkert auðveldara
á hennar síðustu árum og saga
hennar frá árinu 1950 er ekki svo
falleg. Þrátt fyrir að upptökur
hennar fyrir Norman Granz, sem
hófust árið 1952, skipuðu henni á
meðal stærstu jazzista í heimi fór
rödd hennar hratt hrakandi.
Óhamingjan í samböndum hennar
olli því að hún átti erfitt með að
einbeita sér og árið 1956 var hún
langt fyrir neðan upphaflega getu
sína.
Hún söng lagið „Fine and Mell-
ow“ árið 1957 í sjónvarpsþættin-
um The Sound of Jazz og var það
hennar síðasta stund í sviðsljós-
inu. Á plötunni Lady In Satin sem
kom út árið 1958 hljómaði söng-
konan eins og hún væri 73 ára þó
hún væri í raun þrjátíu árum
yngri, og árið eftir það upplifði
hún lokakafla lífs síns. Hún lést
árið 1959 úr hjarta- og lifrarbil-
um og eins sorglega og það
hljómar var Billie sakfelld fyrir
að hafa heróín í fórum sínum á
meðan hún lá banaleguna. Þrátt
fyrir að hafa dáið aðeins 44 ára
gömul átti hún gífurlegan fjölda
af yndislegum lögum að baki sem
gera það að verkum að enn fjölg-
ar í hópi þeirra sem hrífast af
tregafullum og fallegum söng
hennar. Það er mikil viðurkenn-
ing fyrir konuna sem lifði svo
grýttu lífi að nú, tæplega hálfri
öld eftir dauða hennar, eru upp-
tökur hennar jafn ferskar og þær
voru þá og næstum allar eru þær
auðfáanlegar.
hilda@frettabladid.is
16 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR
Tveir fyrir einn til
Barcelona
17. apríl
frá kr. 19.990
Síðustu sætin
Barcelona er einstök perla sem íslendingar hafa tekið ástfóstri
við. Heimsferðir bjóða þér nú tækifæri til að njóta vorsins í
þessar einstöku á frábærum kjörum. Beint flug til Barcelona.
Þú bókar tvö flugsæti en greiðir aðeins fyrir eitt. Fjölbreyttir
gistivalkostir í boði í hjarta Barcelona.
Verð kr. 19.990
Flugsæti með sköttum. Út 17.
apríl og heim 21. apríl.
Netverð.
Gisting frá kr. 4.240
Gisting á mann pr. nótt með
morgunmat, m.v. 2 í herbergi á
Hotel NH Condor. Netverð.
Stjarna hennar skín enn skært
Hún fæddist þann 7. apríl árið 1915 í Fíladelfíu og var skírð Eleanora Fagan Gough. Hún hefði orðið níræð á fimmtudaginn var ef hún
hefði ekki látist 44 ára gömul, og nær hálfri öld eftir dauða sinn er Billie Holiday enn frægasta jazzsöngkona í heimi. Hún var ekki með
mikla rödd en hún söng með slíkri tilfinningu og trega að hún lét og lætur enn engan áheyranda ósnortinn.
STRANGE FRUIT
Southern trees bear strange fruit,
Blood on the leaves and
blood at the root,
Black bodies swinging in
the southern breeze,
Strange fruit hangin from
the poplar trees.
Pastoral scene of the gallant south,
The bulging eyes and
the twisted mouth,
Scent of magnolias, sweet and fresh,
Then the sudden smell
of burning flesh.
Here is fruit for the crows to pluck,
For the rain to gather,
for the wind to suck,
For the sun to rot, for the trees to drop,
Here is a strange and bitter crop.
Það er röng aðferð að
herma eftir einhverjum, því
ef það er gert þá er unnið
án nokkurrar tilfinningar.
Engar tvær manneskjur á
jörðinni eru eins og þannig
er það líka með tónlist.
Annars er það ekki tónlist.
SÖNGKONAN BILLIE Nær hálfri öld eftir
dauða sinn er Billie enn frægasta jazz-
söngkona í heimi.
ÁRITUÐ MYND Þessi mynd sem hefur verið árituð af sjálfri Billie Holiday er seld á
netinu fyrir um 250 þúsund króna.
UNG OG GLÆSILEG Hún var aðeins 32 ára þegar hún sat í fangelsi í átta mánuði fyrir að hafa heróín í fórum sínum. Þrátt fyrir óheilsu-
samlegt líferni var söngkonan ávallt glæsileg.