Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.04.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 10.04.2005, Qupperneq 20
Lyfjatæknar starfa aðallega við af- greiðslu í apótekum eða lyfjaverslun- um. Þeir starfa einnig í lyfjabúrum sjúkrahúsa og í lyfjaverksmiðjum. Lyfjatæknar eru lyfjafræðingum til að- stoðar og vinna ýmis verk undir þeirra leiðsögn, svo sem við blöndun lyfja og afgreiðslu lyfja skv. lyfseðli. Starfsheiti lyfjatækna er lögverndað. NÁMIÐ Námið tekur fjögur ár og er um 140 einingar. Náminu má skipta í þrennt; aðfararnám, nám á lyfjatæknibraut og starfsþjálfun í apóteki í tíu mánuði á námstímanum. Að loknu námi og starfsþjálfun útskrifast nemendur og fá sérstaka löggildingu frá heilbrigðis- ráðherra. Þeir mega þá kalla sig lyfja- tækna. HELSTU NÁMSGREINAR Í aðfararnáminu eru kenndar almenn- ar greinar á borð við íslensku, tján- ingu, ensku, dönsku, sálarfræði, efna- fræði, líffærafræði, lífeðlisfræði og stærðfræði. Aðfararnámið tekur tvö ár. Að aðfararnámi loknu taka sérgreinar við; svo sem afgreiðslutækni, almenn lyfjafræði, hjúkrunarvörur og sjúkra- gögn, lyfhrifafræði, lyfjahvarfafræði, lyfjagerð og sjúkdómafræði. Sérgreinina er einungis hægt að læra í lyfjatæknibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. INNTÖKUSKILYRÐI Umsækjendur þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi. Þeir sem hafa lokið stúdentsprófi af náttúrufræðibraut geta hafið nám í sérgreinum lyfja- tæknibrautar. Mögulegt er að bæta við lyfjatækni- námið og ljúka stúdentsprófi á starfs- menntabraut. TIL FRÓÐLEIKS Lyfjatækniskóli Íslands tók til starfa haustið 1974. Frá árinu 1960 hafði Apótekarafélag Íslands boðið upp á kvöldnámskeið fyrir starfsfólk apótek- anna. Konur sem sóttu námskeiðin kölluðust defektrísur. Það var ekki fyrr en með stofnun Lyfjatækniskólans að lyfjatæknir varð starfsheiti. Vorið 1992 var Lyfjatækniskólinn lagð- ur niður en endurreistur í sama mund sem námsbraut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Haustið 2004 var síðan tekin í notkun ný námsskrá í lyfja- tækni og námið lengdist úr 140 ein- ingum í 162 einingar. Lyfjatæknir? Vinnuaðstaða Mikilvægt getur verið að halda vinnuaðstöðunni hreinni, sérstaklega ef þú deilir henni með einhverjum öðrum. Ágætt getur verið að ganga alltaf frá öllu áður en vinnudegi lýkur þannig að komið sé að hreinu borði næsta dag. [ ] Hver dagur býður upp á nýja reynslu Georg Erlingsson stuðningsfulltrúi segir starf sitt gefandi og spennandi. Georg Erlingsson starfar sem stuðningsfulltrúi við Háteigs- skóla en starf hans felst í að sinna börnum í skólanum sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda við námið og lífið í skólanum. „Starfið er mjög skemmtilegt og gefandi, og vinna með börnum býður upp á eitthvað nýtt á hverj- um degi og maður veit aldrei hvort maður kemur heim í lok dags með bros á vör eða ekki,“ segir Georg Lárusson stuðnings- fulltrúi og brosir lítið eitt. Hann starfar við Háteigsskóla þar sem hann er að mestu í bekkjarstof- unni með umsjónarkennara og að- stoðar þá nemendur sem hafa þörf á stuðningi við námið. „Yfirleitt er maður settur á vissa einstaklinga og geta þetta verið til dæmis verið börn með at- hyglisbrest eða ofvirkni, en það er ekki algilt,“ segir Georg. Hann segist oft sjá mikla framför hjá börnunum og sé það sérstaklega gefandi. „Ég aðstoða þau ekki bara í bekkjarstofunni, heldur einnig í allri útivist, leikfimi, sundi og í öll- um sérgreinum,“ segir Georg, sem kynnist börnunum oft afar vel. Hann segir líka oft erfitt að kveðja börnin þegar þau hafa vaxið upp og lokið skólanum. „Ég hef verið í þessu starfi í ein sex ár en mér bauðst starfið eftir að hafa starfað hér sem skólaliði í eitt ár,“ segir Georg, sem segist ekki sjá eftir því að hafa þegið starfið. „Það er gaman að fara í vinnuna á morgnana þó að stundum sé maður andlega þreyttur eftir daginn, því maður skilur vinnuna ekki beint eftir,“ segir Georg. „Það eina sem er erfitt við starfið er að lifa af laun- unum,“ segir Georg. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Mismunun kvenna á vinnustöðum í Bretlandi er enn við lýði eins og kemur fram í skýrslu ríkisstjórnar Bretlands sem skýrt er frá á fréttasíðu BBC. Margar konur standa frammi fyrir fjöldanum öllum af hindrunum á leiðinni á toppinn. Konur í fullu starfi þéna að meðaltali átján prósentum minna en karlmenn á sama tíma og konur í hlutastarfi þéna fjörutíu prósent meira en hitt kynið. Í kjölfar skýrslunnar mun ríkisstjórnin endurskoða hvort sérstök lög þurfi og láta fara fram launakönnun til þess að kanna hvernig megi bæta stöðu kvenna. Flestar konur vinna láglaunastörf eins og ræstingar, við veisluþjónustu, umönnunarstörf og gjaldkerastörf. Að- eins 32 prósent forstjóra og yfirmanna í Bretlandi eru konur. Gerð skýrslunnar hófst í september á síðasta ári og munu lokaniðurstöður fást í haust. Konur í Bretlandi eru fjölmennastar í lág- launastörfum eins og ræstingum. Mynd er úr safni. Topp tíu listinn YFIR ÞAÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI LÁTA ÚT ÚR ÞÉR Í ATVINNUVIÐTALI. 1. Vá, hvað þú ert með stóra vöðva/brjóst/nef og svo framvegis. 2. Get ég fengið ísskáp á skrifborðið mitt til að geyma bjór í? 3. Nær sjúkrakostnaður yfir ímynd- aða maka? 4. Hmmm...síðasti yfirmaður minn getur ekki mælt með mér, því hann týndist á dularfullan hátt þegar ég var rekin/n. 5. Afsakaðu – geturðu togað í putt- ann á mér? 6. Hver í fyrirtækinu sér um að leysa starfsmenn út úr fangelsi? 7. Ég er rosalega spennt(ur) yfir því að prófa nýju lyfin sem ég þarf að panta inn í þessu starfi. 8. Ég hef mikinn áhuga á eldi. 9. Ég verð að fá aðganga að internet- inu – ég skrifa reglulega dálka í Play- boy. 10. Ég veit að ég er í buxum núna en ég klæðist þeim ekki dagsdaglega. Konum enn mismunað Í BRETLANDI ER ÁSTANDI Á VINNUMARKAÐINUM EKKI NÓGU GOTT FYRIR KONUR. Mikið um þunglyndi og kvíða Margir Bretar sækja um bætur vegna langvinnra veikinda. Þunglyndi og kvíði eru algengustu ástæður fyrir því að fólk sækir um bætur vegna lang- tímaveikinda, samkvæmt rannsókn í King- háskólanum í London í Bretlandi Greint er frá rannsóknum þeirra á fréttasíðu BBC en þessar bætur kosta ríkisstjórnina 13 milljarða punda á ári. Rannsakendurnir hafa einnig áætlað að 176 milljónir vinnudaga töpuð- ust árið 2003 og tæplega tíu milljónir daga árið áður. Langtímaveikindi eru þau veikindi sem standa yfir lengur en hálft ár og að þeim tíma loknum getur fólk sótt um bætur vegna þeirra. Lyfjatæknar starfa einkum við afgreiðslu í apótekum. Vaktavinna getur haft áhrif á heilsuna Fyrirlestur á vegum VR um vaktavinnu og það hvernig fólk sem vinnur slíka vinnu getur dregið úr neikvæðum áhrifum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur býður upp á klukkutíma hádegis- fyrirlestra um þessar mundir þar sem sérfræðingar segja frá nýjum bókum, rannsóknum eða sérþekkingu sinni á hinum ýmsu atriðum sem varða vinnu, vinnuumhverfi og vinnulag. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Fyrsti fyrir- lesturinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 14. apríl, um vakta- vinnu og heilsu. Fjallað verður um áhrif vaktavinnu á líkamlega og andlega heilsu og rætt um þær leiðir sem hægt er að fara til að lág- marka neikvæð áhrif slíks vinnufyrirkomulags. Fyrirlesari er Halla Jónsdóttir, M. Sc. í vinnusálfræði og ráðgjafi hjá IMG Deloitte. Starfsfólk í matvöruverslunum vinnur margt vaktavinnu. Hvernig verður maður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.