Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 54
10. apríl 2005 SUNNUDAGUR Lúgusjoppumenn- ing Íslendinga hefur tekið mikl- um framförum síðustu ár. Áður fyrr var kannski ein lúgusjoppa í hverju byggðar- lagi en síðustu ár hafa þær sprottið upp eins og gorkúlur. Nú eru fleiri fyrirtæki jafnvel farin að bjóða upp á svip- aða þjónustu. Landsbankinn var fyrstur banka til að bjóða upp á lúgubanka og nú er búið að opna lúguapótek í Kópavogi. Hvort sem um er að kenna leti Íslendinga eða ekki virðist sem framtíðin liggi í lúgusjoppum. Áður en langt um líður verður búið að opna einhvers konar lúgu- „mall“, það er verslunarmiðstöð þar sem allt fæst og öll viðskipti fara fram í gegnum lúgu. Og eins í öllum alvöru lúgusjoppum eru pantanir teknar niður í gegnum hátalarakerfi áður en að sjálfri lúgunni er komið. Þá færu við- skiptin fram einhvern veginn svona: „Get ég aðstoðað?“ „Já, ég ætlaði að taka 90% hús- næðislán hjá þér, því ég ætla að kaupa mér 20 milljón króna hús í Hlíðunum.“ „Ertu með alla pappíra?“ „Já, mamma og pabbi eru búin að skrifa undir. Þau veðsetja bæði húsin sín.“ „Allt í lagi. Eitthvað fleira?“ „Já, ég er að bíða eftir lífeyris- sjóðsláni fyrir útborgun á húsinu og var að spá hvort þú gætir nokk- uð hækkað yfirdráttinn hjá mér um tvær milljónir. Bara í svona tvær til þrjár vikur.“ „Ókei! Eitthvað fleira?“ „Já, ég þarf kannski eitt box af prósakki því greiðslubyrgðin af lán- unum fer alveg með geðheilsuna.“ „Viltu stóran skammt?“ „Já, kannski hundrað töflur.“ „Er þá allt komið?“ „Jaaa...finnst ég er nú kominn í lúguna þá skellir þú kannski einu hamborgaratilboði með.“ „Viltu kók með tilboðinu?“ „Já takk, en hafðu það diet, því ég er í megrun.“ ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON SPÁIR Í FRAMTÍÐINA. Lúgusjoppur M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Aðalsafnaðarfundur Árbæjarsóknar Aðalfundur Árbæjarsóknar verður haldinn sunnudaginn 17. apríl 2005 og hefst kl. 12.15 að lokinni messu kl. 11.00 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál. Sóknarnefnd ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Óóoo, leikirnir eru spilaðir samtímis. Við höldum okkur við einn leik, útrætt mál. Hmm, Leicester – Coventry? Bolton – Norwich. Ansi hætt við því að við þurfum að skipta á milli. Einn leik. Ég hef talað. ..og hann klínir boltanum upp í samskeytin. Frábærlega gert hjá honum. Þá förum við á Sel- hurst Park! ...þetta hlýtur að hafa verið sárt....en þetta er harður bolti. Svona hefur enski boltinn alltaf verið. Æ, hann hlýtur að hafa meitt sig. Hann liggur ennþá niðri. Það hlýtur að vera vont að fá spark á þennan stað. Og aftur á Reebok- leikvang inn! Við getum prófað. Þvílíkt mark! Jay-Jay Okocha smell hitt’ann! Þetta hlýtur að vera mark ársins. Aarrg! Ég vissi það!! Vil skulum samt skipta yfir á Selhurst Park. Gleymum hinu. 1 - 1 ! Hér gerast hlutirnir hratt. Alveg ótrúlegt. Láttu mig fá þetta! ...hvaða þýðingu hafa kúbískar bylgjur á framtíð malaríuflugunn- ar? Við skulum fræðast nánar um það á Vís- indarásinni. Nú er mælirinn fullur! Flott!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.