Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.04.2005, Blaðsíða 56
Árið 1951 kom út í Bandaríkjun- um lítil skáldsaga um ungan pilt sem rekinn er úr skóla og slettir ærlega úr klaufunum í New York áður en hann fer heim til að horfast í augu við foreldra sína. The Catcher in the Rye nefn- ist þessi bók sem fór sigurför um heiminn og höfundurinn, J.D. Salinger, komst fyrir vikið í hóp virtustu rithöfunda samtím- ans. Árið 1975 kom þessi bók út í íslenskri þýðingu Flosa Ólafs- sonar og hét hún þá Bjargvætt- urinn í grasinu. Sú þýðing hefur verið ófáanleg í háa herrans tíð, en nú hefur verið úr því bætt, því bókaforlagið Skrudda hefur gefið bókina út á ný. Hvarf eins og dögg fyrir sólu „Almenna bókafélagið hefur gefið þessa bók út tvisvar sinn- um en hún hvarf eins og dögg fyrir sólu í bæði skiptin, enda má segja að þetta sé einhver merkasta bók sem út hafi komið á 20. öld og tæplega um það deilt,“ segir Flosi, sem þótti hafa unnið mikið afrek á sínum tíma þegar hann gerði sér litið fyrir og þýddi þessa bók, enda höfðu menn haldið því fram að hún væri hreinlega óþýðanleg yfir á íslenska tungu. Flosi tók hins vegar fjálgleg- ar yfirlýsingar um óþýðanleika bókarinnar sem persónulega áskorun um að sýna fram á hið gagnstæða. Hann gekk þegar í málin og segist ekki hafa verið neitt sérstaklega lengi að þýða bókina, enda hafði hún lengi verið í miklu uppáhaldi hjá hon- um. Eins og vitrun „Hún lá ákaflega vel fyrir mér því ég var svo heillaður af bók- inni. Mér fannst eins og ég væri þarna sjálfur upp dreginn eftir allt mitt basl við skólayfirvöld og annað slíkt, sem þá var til- tölulega afstaðið. Ég hef aldrei rekist vel í hópi og það má alveg segja að ég sé svolítið hreykinn af því að mér svipar svolítið til höfuðsnillingsins og aðalpersón- unnar í bókinni, Holdens Caul- field.“ Bókin kom út árið 1951 og Flosi segist hafa lesið hana fljót- lega eftir það. „Sannleikurinn er sá að þegar ég las þessa bók var það eins og vitrun fyrir mig. Mikið voðalega ósköp var þetta merki- leg lesning. Ég er alveg sam- mála útgefanda mínum um að þessi bók á alltaf að vera til. Þessi bók höfðar til allra sem hafa eitthvert hjarta í brjóstinu og eitthvert nef fyrir góðum bókmenntum. Hún ber með sér að þetta er afskaplega við- kvæmur maður og voðalega ósköp brothættur einhvern veg- inn. Hann talar svo fallega um það sem honum þykir vænt um, og hann er líka svo svakalega flottur íróniker.“ Tilbúið slangur Höfundurinn er nú kominn vel yfir áttrætt og hefur áratugum saman haldið sig fjarri kastljósi heimsins. Fyrir utan þessa einu skáldsögu hefur hann ekki sent frá sér annað en fáeinar smá- sögur, en þykir engu að síður með athyglisverðustu rit- höfundum samtímans. „Það skrýtna við þetta er að eiginlega hafa flestir sem ég hef rætt þessi mál við um Salinger haldið að þetta málfar sem er á bókinni sé einhvers konar slang- ur vestan úr Ameríku, en sann- leikurinn er sá að Salinger bjó þetta málfar bókstaflega til. Það hefur hvergi nokkurs staðar verið talað nema kannski af þeim sem hafa orðið fyrir djúp- um áhrifum af honum Salinger.“ BÓKASKÁPURINN 28 10. apríl 2005 SUNNUDAGUR FLOSI ÓLAFSSON Þýðing hans á Bjargvættinum í grasinu, hinni frægu bók eftir J.D. Sal- inger, er nú loksins fáanleg á ný. „Þessi bók á alltaf að vera til“ BJARGVÆTTURINN Í GRASINU: FLOSI ÓLAFSSON SÝNDI FRAM Á AÐ ÞESSI FRÆGA BÓK VÆRI EKKI ÓÞÝÐANLEG „Ef þið raunverulega hafið ein- hvern áhuga á þessu, þá langar ykkur kannski fyrst að fá að vita, hvar ég fæddist, hvaða leiðindi voru í uppvextinum, hvað foreldr- ar mínir höfðu fyrir stafni og allt Davíð Kopperfíld-kjaftæðið.“ - Það er sláttur á Holden Caulfield í upphafi Bjarg- vættarins í grasinu eftir J.D. Salinger. baekur@frettabladid.is > J.D . S al in ge r Töluvert hefur verið skrifað um bók Hallgríms Helgasonar, Höfundur Íslands, í þýskum fjölmiðlum undan- farið. Bókin kom nýverið út í Þýskalandi undir heitinu „Vom zweifelhaften Vergnügen, Tod zu Sein“, eða „Af þeirri vafasömu ánægju að vera dauður“. „Þótt stærðin á bókinni fæli ef til vill frá er bæði efniviðurinn og úrvinnsla hans heillandi,“ segir til dæmis Wolfgang Müller í grein sinni í Junge Welt. „Lesandinn kemst að því, svona í framhjáhlaupi, að afstæðiskenningin virkar ekki á Íslandi vegna þess að á þessu landi er frost einfaldlega frost,“ segir Müller enn frem- ur. Gagnrýnandi dagblaðsins Frankfurter Allgemeine Zeitung, Andreas Rosenfelder, skrifar einnig frábæran ritdóm sem sýnir mikið innsæi í ís- lenskar bókmenntir. „Hinn 600 síðna doðrantur Höfundur Íslands er í öllum greinum full- komin andstæða skáldsögunnar vinsælu 101 Reykjavík,“ segir Rosen- felder. „Hallgrímur fer hér í lopapeysuna og smitar textann með fjósalykt og fiskifýlu en það er ekki gert til að bregða lesendum sem eru orðnir vanir borgarsögum. Hér er heldur ekki á ferð menningarþreytt smá- skáld sem predikar bókmenntalegt afturhvarf til náttúrunnar.“ Dómar hafa einnig birst í Der Spiegel og Neue Zürcher Zeitung, og hefur þýðing Karls-Ludwig Wetzig fengið mikið hrós. Hann hefur þegar hreppt verðlaun fyrir hana. Fjósalykt og fiskifýla > Bók vikunnar ... HEPPIN eftir Alice Sebold Þegar rithöfundurinn Alice Sebold var átján ára var hún barin og henni nauðgað. Hún rekur áleitnar minn- ingar sínar af voða- verkinu í bókinni Heppin. Hún lýsir tilveru sinni fyrir og eftir nauðgunina og bar- áttu gegn einangrun, fordómum og fyrir réttlæti fyrir dómstólum. Henni var sagt að hún væri hepp- in að vera á lífi eftir árásina en hún hefur einnig vakið mikla at- hygli fyrir skáldsögu sína Svo fögur bein en þar fjallar hún um unga stúlku sem var ekki jafn heppin og var myrt eftir nauðgun. Skógarhlíð 18, 2. hæð · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri Sími: 461 1099 Salou Fjölskylduparadísin suður af Barcelona Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, um 100 km sunnan við Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Bærinn skartar stórkostlegum ströndum, fjölbreyttri aðstöðu og einstöku veðurfari. Ströndin er breið og aðgrunn með fínum gylltum sandi og því tilvalin fyrir barna- fjölskyldur. Menning, verslanir og litríkt næturlíf taka síðan við þegar sólböðum líkur. Salou er sérstaklega skemmtilegur sumarleyfisstaður fyrir fjölskyldur. Stórar íb úðir fyrir barnafjöl skyldur E N N E M M / S IA / N M 15 81 0 • Stærsti skemmtigarður Spánar • Afþreying og skemmtun • Úrval veitingastaða • Stórkostleg strönd • Frábært að versla Frábært verð Kr. 45.595 M.v. Hjón með 2 börn á California íbúðahóteli. 20. maí, 5 dagar. Netverð með 10.000 kr. afslætti. Kr. 52.995 M.v. Hjón með 2 börn á California íbúðahóteli. 20. maí, 12 dagar. Netverð með 10.000 kr. afslætti. Nú bóka r þú bein t á www.ter ranova.is NÝTT MasterCard Mundu ferðaávísunina! Við flytjum! Terra Nova flytur að Skógarhlíð 18. Opnum á nýjum stað mánudaginn 4. apríl. Verið velkomin! 10.000 kr. afsláttur ef þú bókar fyrir 10. apríl. Tryggðu þér lægsta verðið. Frelsið kostar sitt Bandaríski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Saul Bellow lést í vikunni, og var þá orðinn 89 ára gamall. Hans er minnst sem eins af allra stærstu höfundum Bandaríkj- anna á 20. öld og er hann þekktur fyrir skáldsögur á borð við Herzog og Humbolt’s Gift. Sögur hans fjölluðu gjarnan um einstaklinga sem takast á við breytingar í óstöðugum heimi. Þeir upplifa breytingarn- ar bæði sem frelsandi og hamlandi, enda eiga þeir jafnauð- velt með að láta allar skuldbindingar sínar lönd og leið eins og að hafa mikilvægi þessara sömu skuldbindinga í háveg- um. „Það er eitthvað skelfilega taugastrekkjandi við tilveruna í nútímanum,“ sagði hann í viðtali árið 1977. „Eins og til dæmis allt það sem við þurfum að hugsa og allt það sem við þurfum að leggja mat á. Þetta er gjaldið sem við þurfum að greiða fyrir frelsið: að fella dóma, að taka afstöðu.“ Ein af skáldsögum hans var kvikmynduð árið 1986. Það var Seize the Day, eða Dead Poets Society, með Robin Williams í aðalhlutverki. ■ SVÍAKONUNGUR AFHENDIR BELLOW NÓBELINN Saul Bellow hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1976.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.