Fréttablaðið - 17.04.2005, Side 1

Fréttablaðið - 17.04.2005, Side 1
GÍSLATAKA Í ÍRAK Súnnískir uppreisn- armenn tóku tugi sjíamúslima í gíslingu í bænum Madain, nærri Bagdad, og hótuðu að myrða þá alla ef sjíar hefðu sig ekki allir á brott frá borginni. Sjá síðu 2 ÁHYGGJUR AF UNGBARNA- DAUÐA Mary Robinson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Mannréttindastofnunar Sam- einuðu þjóðanna, hvetur til alþjóðlegs átaks gegn ungbarnadauða. Hann samsvar- ar í viku hverri fjölda þeirra sem fórust í flóðunum í Asíu um áramótin. Sjá síðu 4 RICE HARÐORÐ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fór hörðum orðum um Sam- einuðu þjóðirnar og réttlætti umdeilt val sitt á nýjum sendiherra með því að hann væri besti maðurinn til að koma nauðsyn- legum breytingum í gegn. Sjá síðu 6 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 29 Leikhús 29 Myndlist 29 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 17. apríl 2005 – 102. tölublað – 5. árgangur STÍF SUÐAUSTANÁTT ÁFRAM OG RIGNING SYÐRA Þurrt fyrir norðan og skýjað með köflum. Sjá bls. 4 ODDALEIKUR Í EYJUM Kvennalið ÍBV og Stjörnunnar í handbolta mætast í oddaleik sem ræður úrslitum um hvort lið- ið kemst áfram í úrslit Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn, sem hefst klukkan 14.30, átti að fara fram í gær en frestaðist vegna veðurs. 77% fólks í úthverfum lesa Fréttablaðið daglega.* Ekki missa af fólkinu í stærstu hverfunum. *Gallup febrúar 2005 Winterbottom er snillingur Kieran O’Brien, aðalleikari 9 Songs, segir myndina hafa reynt á sig andlega. Opinská kynlífsatriði í myndinni hafa vakið mikla athygli. Ekkert handrit er til að myndinni. Forvígismaðurinn að þjóðar- söfnun til að kaupa Símann segist hvorki talsmaður komm- únisma né alræðis öreiganna. SÍÐA 22 ▲ SÍÐA 22 ▲ Illskiljanleg ákvörðun Heilbrigðisyfirvöld fyrirskipa sameiningu allra heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Starfsfólk er ekki sátt við hugmyndirnar. Sagan er eldfim Þráfaldlegar iðrunaryfirlýsingar Japana vegna grimmdarverka keisarahersins á fyrri helmingi tuttugustu aldar hafa ekki dugað til að eyða tortryggni Kínverja og Kóreumanna í þeirra garð. Agnes Bragadóttir HEILBRIGÐISMÁL Það er skoðun heil- brigðisráðuneytisins að samruni heilsugæslunnar á öllu höfuðborg- arsvæðinu styrki starf- semi hennar á margvísleg- an hátt. Þetta kemur efnis- lega fram í svarbréfi ráðu- neytisins til Vilhjálms Ara Arasonar, formanns læknaráðs Heilsugæslu- stöðvarinnar að Sólvangi í Hafnarfirði, en hann spurði heilbrigðisráð- herra bréflega um tilgang sameiningarinnar. Í bréf- inu segir jafnframt að auðveldara sé að fela stærri stofnun ný verk- efni, jafnt á sviði hefð- bundinna verkefna heilsu- gæslunnar sem og við hugsanlega fjölgun sér- fræðilegra verkefna eða sjúkrahúsþjónustu. Ráðu- neytið vísar til þess að alls hafi nú um 55 stofnanir verið sameinaðar og þeim fækkað í um 15. Loks er ít- rekað að heilbrigðisyfir- völd stefni að frekari sam- einingu stofnana. Vilhjálmur Ari segir að allir læknarnir á Sólvangi hafi haldið fund um ákvörðun ráðuneytisins. Þeim þyki hún illskiljanleg og hún komi öllu starfs- fólki og stjórnendum stöðvarinnar á óvart. Því hafi læknaráðið óskað efir útskýringum um eðli og tilgang sameiningarinnar. Hann bendir á að bæjarráð Hafnarfjarðar og Garða- bæjar hafi fjallað um mál- ið. Orðrétt segir í ályktun bæjarráðs Garðabæjar um málið: „Bæjarráð telur að aukin miðstýring á starf- semi heilsugæslunnar dragi úr frumkvæðisáhrif- um hennar og hafi nei- kvæð áhrif á samstarf við bæjaryfirvöld, en slíkt samstarf aðila er að sinna nærþjónustu við íbúana og er forsenda fyrir bættri þjónustu heilsugæslunn- ar.“ Vilhjálmur Ari segir að ráðuneytið minnist hvergi á mikilvægi þess að færa stjórnunarlega ábyrgð og eftirlit til þeirra sem sinni nærþjónustunni í sveitarfélögunum. Þarna skjóti skökku við, því Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra hafi á Alþingi tal- að um að gera mikilvæga þjónustu við íbúana gegn- sæja og að flytja bæri ábyrgðina og eftirlitið með henni nær þeim sem nota hana. Heilsugæslustöðvarnar í Reykjavík, Mosfellsbæ, Kópavogi og á Seltjarnar- nesi hafa þegar verið sam- einaðar og lúta sameiginlegri stjórnsýslu. - jh VILHJÁLMUR ARI ARASON „Fjármálastjórn hefur verið óaðfinnanleg á Sólvangi alla tíð og af- köst hennar meiri en víðast hvar.“ JÓN KRISTJÁNSSON Hefur rætt um að færa ábyrgð á heilsu- gæslunni nær þeim sem nota hana. SÍÐA 10 ▲ Á GANGI Í RIGNINGUNNI Margrét Kristín Sigurðardóttir og börn hennar Ágúst og Embla Wigum voru kappklædd á leið sinni upp Bankastræti í Reykjavík síðdegis í gær. Veðrið setti strik í reikninginn fyrir marga. Um 600 manns urðu af flugi, þeirra á meðal lið Stjörnunnar sem átti að etja kappi við ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta. Því til viðbótar lenti Herjólfur í vandræðum í Vestmannaeyjahöfn þegar hann fékk dekk, sem losnað hafði í rokinu, í hliðarskrúfuna. Sjá nánar síðu 2 FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Innbrotstilraun: Varði húsið með styttu BRETLAND, AP Kona í suðausturhluta Englands stökkti innbrotsþjófi á brott með því að kasta í hann styttu úr garði sínum. Jean Collop vaknaði við hljóð af þaki húss síns. Hún fór út og sá inn- brotsþjóf á þakinu. „Ég greip það sem var hendi næst, einn af garðálfunum, grýtti í hann og hitti,“ sagði Collop. Hún flýtti sér þá inn í eldhús og náði í kökukefli til að verjast með ef innbrotsþjófurinn reyndi að ráðast á hana. Þess þurfti ekki því lögreglan kom og handtók vankaðan innbrotsþjófinn. ■ Sex flugfarþegar létu illa um borð í vél Iceland Express: Hótuðu fólki líkamsmeiðingum ÓLÆTI Sex íslenskir farþegar létu ill- um látum um borð í flugvél Iceland Express sem var á leið til Kaup- mannahafnar. Þeir hótuðu hver öðrum og öðrum farþegum líkams- meiðingum. Flugstjórinn gerði yfir- völdum á Kastrup-flugvelli viðvart og var einn farþeganna handtekinn við komuna þangað. „Við teljum að okkar fólk hafi brugðist rétt við þessum erfiðu að- stæðum, enda þjálfað til að bregðast rétt við þegar atburðir sem þessir verða,“ segir Almar Örn Hilmars- son, forstjóri Iceland Express. Almar segir að dólgslætin hafi byrjað eftir flugtak og því ekki hægt að álása flugvallaryfirvöld- um fyrir að hafa ekki meinað mönnunum sex að fara um borð. „Hins vegar vaknar sú spurning þegar svona kemur fyrir hvort hægt sé að koma upp einhvers konar svörtum lista því það er óþolandi fyrir aðra farþega og starfsmenn að verða fyrir svona löguðu,“ segir Almar. - jse FLUGVÉLAR ICELAND EXPRESS Við komuna til Kaupmannahafnar var einn ólátaseggjanna sex handtekinn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.