Fréttablaðið - 17.04.2005, Síða 46

Fréttablaðið - 17.04.2005, Síða 46
12 ATVINNA Auglýsing um inntöku nýnema í Lögregluskóla ríkisins 2006 Ákveðið hefur verið að taka inn a.m.k. 32 nýnema í almennt lögreglunám í Lögregluskóla ríkisins árið 2006. Námið hefst í byrjun janúar og lýkur með lokaprófum um miðjan desember. UM NÁMIÐ: Lögregluskóli ríkisins er sjálfstæð stofnun sem starfar samkvæmt lögreglulögum nr. 90/1996 og reglugerð um Lögregluskóla ríkisins nr. 490/1997. Grunnnám miðar að því að veita haldgóða fræðslu í almennu lögreglustarfi. Námið skiptist í þrjár annir. Skólagjöld eru engin. Fyrsta önnin (GD I), sem er ekki launuð en lánshæf námsönn, stendur fram í maímánuð. Nemarnir teljast ekki til lögreglumanna en þeir sem standast kröfur á önninni fara í launaða starfsþjálfun (GD II) í lögregluliði á höfuðborgarsvæðinu í fjóra mánuði. Að lokinni starfsþjálfuninni tekur við launuð þriðja önn (GD III) í Lögregluskólanum sem lýkur með lokaprófum um miðjan desember. Lögreglunemar klæðast búningi almennra lögreglumanna, sem þeir fá án endurgjalds. Á fyrstu námsönn er bún- ingurinn án lögreglueinkenna. Lögreglunemar í starfsþjálfun (GD II) stunda vaktavinnu og þá og einnig á þriðju námsönn í skólanum (GD III) teljast þeir til lögreglumanna og fá greidd laun skv. kjarasamningi Landssambands lögreglumanna og fjármálaráðherra. ALMENN SKILYRÐI: Sérstök valnefnd velur nema í Lögregluskólann úr hópi umsækjenda. Henni ber að velja hæfustu umsækjendurna til náms og eru ákvarðanir hennar endanlegar. Í samræmi við það sem fyrir er mælt í lögreglulögum þarf umsækjandi að uppfylla eftirtalin skilyrði: a) vera íslenskur ríkisborgari, 20-35 ára. Valnefnd getur vikið frá aldurshámarkinu við sérstakar aðstæður, b) ekki hafa gerst brotlegur við refsilög. Valnefndin getur þó vikið frá þessu ef til álita kemur smávægilegt brot sem umsækjandi kann að hafa framið eða ef langt er um liðið frá því að það var framið, c) vera andlega og líkamlega heilbrigður. Umsækjandi þarf að staðfesta það með vottorði læknis síns. Trúnaðarlæknir skólans leggur sjálfstætt mat á vottorðið og skilar valnefnd áliti sínu, d) hafa lokið að minnsta kosti tveggja ára almennu framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með full nægjandi árangri eða starfsþjálfun sem jafna má til slíks náms, e) hafa gott vald á íslensku, einu Norðurlandamáli auk ensku eða þýsku, f) hafa almenn ökuréttindi til bifreiðaaksturs, g) vera syndur, h) standast inntökupróf í íslensku og þreki og önnur próf sem valnefnd ákveður, s.s persónuleikapróf eða sálfræðipróf. SÉRSTÖK SKILYRÐI: i) Auk ofangreindra almennra hæfisskilyrða, sem mælt er fyrir um í lögreglulögum hefur valnefndin sett fram ákveðin viðmið til að starfa eftir og birtast þau í sérstökum verklags- og vinnureglum sem nefndin styðst við til að tryggja að samræmis gæti við mat á hæfi umsækjenda en markmið nefndarinnar, sam kvæmt lögreglulögum, er að velja til náms þá sem hún telur vera hæfasta. Nefndin leggur einnig fyrir próf í tveimur tungumálum og almennri þekkingu. AÐ HVERJUM ER LEITAÐ? Leitað er eftir hraustum, duglegum, jákvæðum, kurteisum, reglusömum og liprum körlum og konum sem eiga auðvelt með mannleg samskipti. Litið er sérstaklega til menntunar og reynslu sem getur nýst umsækjendum í lögreglustarfinu. SKIL UMSÓKNA OG ÚRVINNSLA: Þeir sem uppfylla framangreind skilyrði og ætla að sækja um skólavist við Lögregluskólann, fyrir skólaárið 2006, skulu skila rétt útfylltum umsóknareyðublöðum ásamt staðfestum afritum af gögnum frá menntastofnun um að þeir hafi lokið tilskildu framhaldsnámi. Umsóknargögnum, sem verður ekki skilað aftur, skal komið til valnefndar Lögregluskólans fyrir 5. maí 2005, merkt: Valnefnd Lögregluskóla ríkisins Krókhálsi 5b 110 Reykjavík. Eyðublöð fyrir læknisvottorð, (sérstakt form), verða afhent þegar viðtal við umsækjendur fer fram. Ekki dugar að skila öðrum vottorðum. Tekið skal fram að ekki er hægt að senda umsóknir vélrænt enda verða staðfest afrit skólaskírteina að fylgja. Reynt verður að svara öllum umsóknum fyrir 10. júní. Konur sem uppfylla skilyrðin, og áhuga hafa á lögreglunámi, eru sérstaklega hvattar til að sækja um inngöngu í skólann. Þegar umsóknir liggja fyrir fer valnefndin yfir þær. Þeir umsækjendur sem taldir eru hæfir, samkvæmt umsókn og skila nauðsynlegum fylgiskjölum, verða boðaðir í inntökupróf sem fara fram í Lögregluskólanum dagana 22-26 ágúst. Sjúkrapróf verður aðeins haldið einu sinni og fer fram 5. september. Skilyrði fyrir að mega þreyta það próf er að umsækjandi hafi sannanlega verið veikur á próftímabilinu og skili sérstöku læknisvottorði. Öðrum gefst ekki kostur á að þreyta sjúkraprófið. Þeir umsækjendur sem standast inntökupróf verða, að þeim loknum, boðaðir í viðtal við valnefnd. Viðtölin fara fram í skólanum í september. Stefnt er að því að niðurstöður liggi fyrir í í síðasta lagi í fyrrihluta október. Nánari upplýsingar um námið, inntökuprófin, umsóknareyðublöð og handbók valnefndar, er hægt að nálgast á lögregluvefnum, www.logreglan.is, undir Lögregluskóli ríkisins / inntaka nýnema. Reykjavík 6. apríl 2005 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN Auglýsing um skipulag í Kópavogi. Klappakór 1. Breytt deiliskipulag. Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi við Klappakór 1. Í breytingunni felst heimild til að hækka hluta hússins um eina hæð og fjölga íbúðum um tvær, þær verði 17 í stað 15. Fyrirkomulag bílastæða og niðurgraf- innar bílageymslu er jafnframt breytt. Bílastæð- um er fjölgað um fjögur. Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 15. mars 2005. Nánar vísast til kynningargagna. Tillagan verður til sýnis á Bæjarskipulagi Kópa- vogs, Fannborg 6, 2. hæð frá kl. 8:00 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá 8:00 til 14:00 frá 20. apríl til 18. maí 2005. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 miðvikudaginn 1. júní 2005. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. Barnaverndarstofa Sumardvalir barna Barnaverndarstofa vill vekja athygli á því að allir þeir sem óska eftir að taka börn til sumardvalar á heimili sitt, hvort heldur sem er á vegum barnaverndar- nefnda eða annarra þurfa að sækja um leyfi til þess hjá barnaverndarnefnd þar sem þeir búa. Félagasamtök eða aðrir sem hyggjast taka á móti börnum til sólarhringsdvalar vegna t.d. meðferðar, tómstundastarfs og námskeiðshalds svo sem sumar- búða, þurfa leyfi Barnaverndarstofu til reksturs. Frekari ákvæði er að finna í reglugerðum nr. 366/2005 og 652/2004. Reglugerðirnar má finna á heimasíðu Barnaverndarstofu www.bvs.is og Félagsmálaráðuneytis www.felagsmalaraduneyti.is/ Karlakórinn Stefnir Vortónleikar Karlakórsins Stefnis úr Mosfellsbæ verða haldnir í Langholtskirkju mánudaginn 18. apríl kl 20:00 og í Hlégarði, Mosfellsbæ laugardaginn 23. apríl kl 16:00 Fjölbreytt efnisskrá. Einsöngvarar úr röðum kórmanna. Aðgöngumiðar við innganginn.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.