Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 2
2 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR Nýtt dagblað á höfuðborgarsvæðinu: Blaðið í öll hús FJÖLMIÐLAR „Fréttablaðið hefur gengið afar vel og við teljum að rúm sé á markaðnum fyrir annað blað af svipuðum toga,“ segir Karl Garðarsson, einn eigenda og for- svarsmanna Blaðsins, sem er nýtt dagblað sem dreift verður í öll hús á höfuðborgarsvæðinu frá og með miðjum maí. Karl segir að Fréttablaðið sé að hluta til fyrirmynd þessa nýja blaðs en efnistök verði þó með öðrum hætti. „Öll skrif í blaðið verða með knappari hætti en til að mynda hjá Fréttablaðinu. Við von- umst til að fólk geti rennt fljótt yfir allt sem máli skiptir án þess að eyða til þess of miklum tíma.“ Þegar hefur stærsti hluti starfsfólksins verið ráðinn og auglýsingasala hófst fyrr í vikunni. Karl segir hana fara vel af stað. „Auglýsendur taka okkur mjög vel og í raun betur en við áttum von á. Blaðið verður gefið út til að byrja með í 80 þúsund ein- tökum og svo sjáum við hvað setur með framhaldið.“ - aöe Aukin þjónusta Fréttablaðsins: Nýr morgunþáttur á Talstöðinni FJÖLMIÐLAR „Ætlunin er að taka forystu í fréttaþáttum í útvarpi strax á fyrsta degi,“ segir Sigur- jón M. Egilsson, fréttaritstjóri Fréttablaðsins, um nýjan morg- unþátt sem verður á Talstöðinni alla virka daga. Nýi þátturinn hefur göngu sína klukkan sjö á mánudagsmorgun. Sigurjón mun hafa umsjón með þættinum ásamt Gunnhildi Örnu Gunnars- dóttur, blaðamanni á Frétta- blaðinu. Fréttablaðið hefur séð um há- degisútvarpið á Talstöðinni frá upphafi og nú bætast þessir þættir við. „Við Gunnhildur höfum komið talsvert að frétta- þættinum í hádeginu og það má segja að morgunþátturinn sé eðlilegt framhald þess þáttar. Fréttablaðið verður eftir sem áður með hádegisþáttinn og því má segja að við séum að auka fréttaþjónustuna enn frekar,“ sagði Sigurjón, sem mun áfram gegna starfi fréttaritstjóra á Fréttablaðinu ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni. Frekari breytingar verða gerðar á dagskrá Talstöðvarinn- ar. Klukkan níu þegar morgun- útvarpinu lýkur tekur Ragn- heiður Gyða Jónsdóttir við og verður með þátt í klukkustund. Þegar hún lýkur sér af tekur Sigurður G. Tómasson við og verður með þátt milli klukkan tíu og tólf. ■ Niðurstaða sem lengi hefur verið beðið Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að portúgalskir verkamenn Impregilo skuli greiða skatta hér en ekki í heimalandi sínu. Impregilo fær ekki endurgreiddar 200 milljónir króna vegna þessa úrskurðar. SKATTAMÁL „Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við inn- an verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, formað- ur samráðsnefndar iðn- og verka- lýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka. Yfirskattanefnd úr- skurðaði í gær að þeir portú- gölsku starfsmenn sem starfa hér á landi við byggingu Kárahnjúka- stíflu séu starfsmenn Impregilo á Íslandi og falli þar með undir ís- lensk skattalög. Sá úrskurður hefur þær afleið- ingar að ítalski verktakarisinn Impregilo fær ekki endurgreidd- ar þær 200 milljónir króna sem Ríkisskattstjóri áætlaði á erlenda starfsmenn þess en deilur hafa lengi staðið milli Ítalanna og Skattstjóra um hvar viðkom- andi starfsmenn greiði skatta sína og skyldur. Impregilo telst þannig vera launagreiðandi verkamannanna hér á landi og rök Impregilo að t v í s k ö t t u n a r - samningur milli Portúgal og Ís- lands geri þeim kleift að greiða skatta í Portúgal gilda ekki um s t a ð g r e i ð s l u skatta. Þorbjörn segir að þar sem Impregilo hafi litið svo á að ekki yrði farið eftir íslenskum skatta- lögum gagnvart þeim erlendu starfsmönnum sem fengnir voru gegnum áhafnarleigur frá Ítalíu, Portúgal og víðar marki niður- staða yfirskattanefndar tímamót. „Yfirskattanefnd er þarna sam- mála okkar mati og þetta breytir mjög miklu. Til að mynda hlýtur þessi niðurstaða að kalla á algera uppstokkun á launamálum þeirra erlendu starfsmanna sem vinna fyrir Ítalina vegna þess að heild- arlaun þeirra voru lægri þar sem þeim var greitt samkvæmt skattalögum síns heimalands.“ Þorbjörn telur víst að Impreg- ilo áfrýi málinu lengra enda miklir peningar í húfi en segir úr- skurðinn engu að síður sigur þar sem verkalýðshreyfingin hafi lengi bent á að þarna væri pottur brotinn. „Aðalatriðið er að niður- staðan er loks komin eftir langa bið og þetta hefur mögulega for- dæmisáhrif gagnvart öðrum fyr- irtækjum en Impregilo enda fer þeim fjölgandi sem hingað ráða erlenda starfsmenn frá áhafnar- leigum.“ albert@frettabladid.is BREYTT Í EUROPRIS Europris hefur verið lokuð vegna breytinga en verður opnuð aftur á morgun. Europris: Hættir með ferskvörur VERSLUN „Þarna erum við að sníða verslanir okkar hér á landi eftir verslunum Europris á erlendri grund,“ segir Matthías Eiríksson, framkvæmdastjóri Europris á Ís- landi. Miklar breytingar eiga sér stað í verslunum þeirra þessa dagana og verður hætt að bjóða upp á ferskvörur eins og mjólk, brauð og kjöt að þeim loknum. Matthías segist ekki óttast að neytendur snúi sér annað heldur vonast hann þvert á móti til að þeim fjölgi. „Það sem á sér stað er að við erum að auka sérvöruúrval okkar á kostnað ferskvörunnar. Þetta hefur gefist afar vel erlend- is og við erum bjartsýnir á að fólk taki þessu vel hér líka.“ - aöe Viðskiptaháskólinn á Bifröst mun frá og með næsta hausti bjóða þeim nemendum sem það kjósa að ljúka námi til BS eða BA gráðu á tveimur árum í stað þriggja með því að leggja stund á nám allt árið. SPURNING DAGSINS Brynjar, ætlið þið að taka þá á sálfræðinni? „Já, þeir verða sálgreindir.“ Sálfræðingar hjá ríkinu felldu sameiginlegan stofnanasamning BHM og ætla að semja sjálfir. Brynjar Emilsson er formaður Stéttarfélags sál- fræðinga. GUNNHILDUR OG SIGURJÓN Þau munu annast fréttaþátt í morgunútvarpi Talstöðvarinnar frá og með mánudeginum. Lyfjaverð: Munar 75 prósentum KÖNNUN Sjúklingar geta sparað sér allt að 75 prósent í lyfjakostnað með því að kanna verðið frá einu apóteki til annars. Þetta má lesa út úr verð- könnun verðlagseftirlits Alþýðu- sambands Íslands. Könnun á tveimur tilbúnum dæmum sýndi 31 prósents mun væru mígrenilyfið Imigran og bólgueyðandi verkjalyfið Voltaren Rapid keypt saman. Kostuðu þau 6.329 krónur í Laugarnesapóteki en 4.815 krónur í Rimaapóteki. Blóð- þrýstingslyfið Cozaar Comp og sýklalyfið Zitromax kostuðu 3.700 krónur í Garðsapóteki en 2.115 krónur í Rimaapóteki. - bþg ERLENDIR VERKAMENN VIÐ KÁRAHNJÚKA Yfirskattanefnd hefur úrskurðað að erlendir verkamenn skuli greiða skatta hér á landi en ekki í heimalandi sínu eins og Impregilo hefur túlkað það og greitt samkvæmt því frá upphafi framkvæmdanna fyrir austan. ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON Verkalýðshreyfingin hefur lengi beðið niðurstöðu þeirrar sem nú liggur fyrir og segir Þorbjörn hana hafa víðtæk áhrif. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA VÉLSLEÐAMAÐUR Á BATAVEGI Rússneskur vélsleðamaður sem slasaðist illa við byltu sem hann hlaut þegar hann var við vélsleðaæfingar á Fjarðarheiði í gærdag er á batavegi en hann þurfti að gangast undir aðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað í kjölfar slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur: Skilorð fyrir smáþjófnað DÓMSMÁL 24 ára gamall maður var dæmdur í tveggja mánaða fang- elsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóminn, sem er skilorðsbundinn í þrjú ár, hlaut maðurinn fyrir að stela Dewalt-borvél, rafhlöðu og hleðslutæki, samtals að verðmæti 50 þúsund krónur, á hjúkrunar- heimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt greiðlega. Maðurinn hefur áður fengið fjóra refsidóma, árin 1997 og 1998, fyrir nytjastuld, eigna- spjöll, líkamsárás, rán, þjófnað og gripdeild. -óká KARL GARÐARSSON Auglýsingasala í hið nýja dagblað fer vel af stað. HANDTEKIN VEGNA FINGURS Kona sem hugðist lögsækja skyndibita- stað eftir að hún fann vel snyrtan fingur af manni í mat sínum var handtekin í gær og leikur grunur á að hún hafi sjálf komið fingrinum fyrir í von um gróða við lögsókn. Hefur konan ítrekað áður lögsótt matsölustaði með litlum árangri. ■ BANDARÍKIN ■ LÖGREGLUFRÉTTIR DÆLT Á BÍL Íbúar á Ólafsfirði áttu erfitt með að taka bensín í vikunni. Ólafsfjörður: Bensínlausir bæjarbúar ELDSNEYTI Margir íbúar í Ólafsfirði máttu búa við eldsneytisskort á miðvikudaginn og fimmtudaginn þar sem sjálfsafgreiðslustöð Olís, sem er eina bensínstöðin í bæn- um, hafnaði debetkortum. Fyrr í vikunni tók Olís við rekstri stöðvarinnar af Skeljungi. Olís setti upp nýjar dælur sem virkuðu ekki sem skyldi fyrr en í gær. Var eingöngu hægt að borga eldsneyti með vildarkorti olíu- félagsins en jafnvel það virkaði ekki í öllum tilvikum. Samkvæmt upplýsingum frá Olís virkaði hugbúnaður ekki sem skyldi en úr því hefur verið bætt og geta íbúar í Ólafsfirði nú tekið bensín með eðlilegum hætti. - eþa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.