Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 13
Fólk hér á landi hefur ríkan rétt til að ákveða hvers konar læknismeð- ferð það fær og hversu langt er gengið í meðferðinni. Ef sjúkling- urinn getur ekki ákveðið það sjálf- ur ráðgast læknar við nánustu ættingja. Deila hefur risið í Bretlandi um hvernig læknisaðstoð skuli veita hálfs árs gamalli fárveikri stúlku. Læknar telja réttast að lífga hana ekki við ef hún andast en foreldrarnir vilja reyna allt til að halda henni á lífi. Um þrennt er að ræða. Full meðferð þýðir að allt er gert, líka endurlífgun. Full meðferð að endurlífgun þýðir að allt er gert til að bjarga lífi fólks nema endurlífg- un. Líknandi meðferð felur í sér að dregið er úr óþægindum og verkj- um sjúklinga með öllum möguleg- um ráðum þegar um alvarlega sjúkdóma er að ræða, til dæmis krabbamein, en ekki gripið inn í. Sjúklingar fá fulla meðferð ef annað er ekki tekið fram. „Hjá okkur er yfirleitt alltaf umræða um þessi mál eftir því sem tilefni gefast til sem er æði oft. Í heildina séð hef ég ekki orðið var við annað en að læknar og samstarfsfólk þeirra séu sáttir við þessar verklagsreglur,“ segir Jón G. Snædal, formaður siðfræðiráðs Læknafélagsins. -ghs LAUGARDAGUR 23. apríl 2005 13 Árlega veitir KB banki 15 styrki til námsmanna í Námsmannalínunni. Hver styrkur nemur 200.000 kr. Styrkir eru veittir til námsmanna á háskólastigi innanlands og erlendis. Nánari uppl‡singar og umsóknarform má finna á www.namsmannalinan.is. Umsókna rfrestur er til 1. m aí 2005 E N N E M M / S ÍA / N M 15 7 12 vetri eða vori. Þetta eru nánast ruglaðar hrygningargöngur. Í þriðja lagi er mikið vafamál að þessi fiskur nái góðum holdum þó svo að hann hafi nóg æti. Tilraun- ir benda til þessa. En þetta er ekki einfalt og fleiri skýringar þurfa að koma til. Kanadamenn merktu fisk í stórum stíl og komust að því að náttúruleg dánartala reyndist mjög há. Þetta sést aðeins með merkingum en ekki í togararalli. Afar mikilvægt atriði í þessu er að fiskurinn er ekki endilega rýr vegna fæðuskorts heldur vegna þess að hann er að safna hrognum. Hann er rýr vegna þess að líf- fræðilega er hann nú stilltur inn á að verða kynþroska á aldursskeiði sem hann ræður illa við.“ Tengja á úthlutun kvóta við tiltekin veiðarfæri Jónas Bjarnason hefur vakið at- hygli á því að ástand þorsksins við Færeyjar sé betra en hér við land. Á sama tíma og kynþroskinn verði sífellt fyrr hjá þorski við Íslands- strendur standi aldurskynþrosk- inn í stað eða hækki jafnvel aðeins við Færeyjar. „Skýringarnar í mínum huga eru þær að langstærsti hluti ýsu- og þorskafl- ans við Færeyjar er veiddur á króka. Milli 75 og 85 prósent afl- ans eru tekin þar með krókum. Sennilega er innan við þriðjungur þorskaflans veiddur á króka hér við land. Afgangurinn er veiddur með öðrum veiðarfærum. En Færeyingar hafa gert meira. Þeir hafa vísað togurum og öðrum botnvörpuskipum í tiltekin hólf fjær landi. Þar taka menn karfa, ufsa og flatfisk í meiri mæli. En aðalatriðið er að menn veiða á króka. Einnig binda Færeyingar veiðarnar við tiltekna daga en ekki kvóta. Menn koma með allan afla í land og menn sjá dag hvern hvert ástand fisksins er. Þetta er eins og veiðarnar séu eitt allsherj- ar rall.“ Línuveiðara í stað botnvörpu- skipa Hafi Jónas Bjarnason rétt fyrir sér má færa rök fyrir því að fisk- veiðistjórnunin hér við land sé ekki á réttri braut. „Mér sýnist ákjósanlegt að fara að dæmi Fær- eyinga og veiða sem mest á króka. Stórútgerðir ættu að flytja fisk- veiðarnar frá stórum botnvörpu- skipum yfir á línuveiðara, sjálfum sér og þorskinum til hagsbóta þegar til framtíðar er litið. Þrjú hundruð tonna línuveiðarar eru mjög fullkomin skip. Svo virðist sem þau veiði ekki minna en aðrar gerðir fiskiskipa. Þetta er hugsan- lega leið til að snúa sig út úr þess- um vanda. Sennilega er um eða innan við tugur slíkra skipa hér á landi en þau eru nálægt tuttugu í Færeyjum. Brýnt er að viður- kenna þennan vanda í fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Það er ekki hægt að hafa fullkomið frelsi til veiðiaðferða um leið og úthlutað er veiðiréttindum. Með öðrum orðum þarf að afnema algert frelsi útgerðarmanna til að beita þeim veiðarfærum sem þeir vilja. Tilskilja verður veiðiréttindi við veiðarfæri. Og ekki nóg með það. Eins líklegt er að beita verði hlið- stæðum reglum varðandi mis- munandi veiðislóðir eða hafsvæði. Þannig getum við ef til vill bjarg- að þorskinum frá þeim hættum sem að honum steðja.“ ■ Formaður siðfræðiráðs Læknafélagsins: Sjúklingurinn ákveður sjálfur Nýtt netfang páfa: benedictxvi @vatican.va Páfagarður hefur nú ákveðið að láta æðsta mann kirkjunnar fá netfang svo guðhræddir menn geti sent páfanum bænir eða létt á hjarta sínu. Netfangið er benedictxvi@vatican.va. Um leið og nafn hins nýja páfa spurðist út tryggði fjöldi fólks sér lén og vefslóðir með ýmsum út- gáfum af nafninu. Á uppboðs- vefnum eBay býður Kanadamaður vefslóðina PopeBenedictXVI.com til sölu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn til að taka netið í sína þjónustu. Síðustu daga hans hér á jörðu bárust honum tugir þúsunda bréfa. ■ JÓN G. SNÆDAL Sjúklingar hér á landi hafa ríkan rétt til að ákveða sjálfir hversu langt er gengið í læknismeðferð eða til að bjarga lífi þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.