Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 52
ROBERT PLANT skemmti rokk- þyrstum í Laugardalshöll. Sumarið er jú komið samkvæmt dagatali og fyrstu tónleikar sum- arsins 2005 voru í gær. Robert Plant og hljómsveit hans, The Strange Sensation, eru í tónleika- ferð í tilefni af útkomu Mighty Rearranger, nýjustu plötu Plants. Eftir talsverða umhugsun ákváðu Plant og umboðsmaður hans að velja íslensku hljómsveitina Ske sem upphitunarsveit. Led Zeppel- in hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöllinni árið 1970 og eftirvænting aðdáenda þeirra hef- ur eflaust verið mikil. SHADOWS fá unnendur eldri tón- listar til að dilla sér við ljúfa tóna 5. maí í Kaplakrika. Miðar á tónleikaferð þessarar bresku gítarhljómsveitar hafa rokið út undanfarið og orðið er uppselt á öllum þeim stöðum sem þeir spila á úti í heimi í vor. Lítið er eftir af miðum hérlendis og fer því hver að verða síðastur að tryggja sér aðgöngurétt. Þetta verður í annað sinn sem sveitin skemmtir íslenskum tónleikagest- um en þeir félagar héldu tónleika á Broadway árið 1986. Miðar eru seldir í verslunum BT, Skífunni og á netinu. Nördalegu ofurtöffararnir í FRANZ FERDINAND fá stelpurn- ar til að skríkja af ánægju þann 27. maí í Kaplakrika. Það er ekki nema rúmur mánuður þar til skosku listnemarnir sem brilleruðu óvænt á síðasta ári með frábæru pönkrokki, leggja leið sína til landsins. Ekki hefur enn verið ákveðið hverjir munu hita lýðinn upp fyrir Franzarana. Þessir skosku fyrrverandi list- nemar, sem sneru sér að ný- bylgjurokki og sigruðu heiminn með fyrstu plötu sinni, munu trylla íslenska unnendur tónlistar þeirra í lok maí. Lítið er eftir af miðum á tónleikana og ættu sem flestir að tryggja sér aðgöngu því kapparnir eru víst með betri tón- leikasveitum. IRON MAIDEN trylla lýðinn 7. júní í Egilshöll. Búast má við miklu sjónarspili þetta kvöld í Egilshöll því sveitin mun koma með gífurlega mikið af sviðsbúnaði fyrir tónleikana. Þessi tónleikaferð byggist mikið á þeirra eldri og þekktari lögum og mega því sannir aðdáendur sveit- arinnar búast við rosalegum tón- leikum. Miðar á tónleika sveitar- innar á Norðurlöndum seldust fljótt upp og eflaust munu ein- hverjir frændur okkar þaðan skella sér hingað til þess að berja goðin augum. Miðasalan er hafin en ekki er orðið ljóst hvaða ís- lensku rokkhundar munu sjá um upphitun fyrir herlegheitin. VELVET REVOLVER rokka í Egilshöll 7. júlí. Ofurgrúppan Velvet Revolver er einnig á leiðinni á landið. Hljóm- sveitina skipa Slash, Duff McKag- an og Matt Sorum úr Guns n’ Roses, söngvarinn Scott Weiland úr Stone Temple Pilots og David Kushner úr Wasted Youth. Sveitin fékk nýlega Grammy-verðlaunin fyrir að vera besta rokkhljóm- sveitin. Íslensku rokkhundarnir í hinni trylltu og stórgóðu hljóm- sveit Mínus hita upp og munu ef- laust gefa hinum heimsfrægu rokkurum lítið eftir. Efnið sem flutt verður á tónleikunum er mest Guns n’ Roses-efni en einnig þeirra eigið auk Stone Temple Pilots-efni. ALICE COOPER mætir gamall og krumpaður en alltaf jafn trylltur í Kaplakrika 15. ágúst. Forsala á tónleikana hefst fimmtudaginn 7. apríl. Kallinn er af flestum talinn brauðryðjandi í sjokkrokki og er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu. Hann er ennþá með maskara niður á kinn- ar og ennþá í glam-rokkbúningn- um sínum. Áhrif Coopers má finna hjá fjölmörgum rokksveit- um eins og til dæmis Kiss, Mis- fits, King Diamond, Slipknot og Marilyn Manson. Miðasala á tón- leikana fer fram á concert.is og í verslunum Skífunnar og BT. Auk allra þessara listamanna sem munu skemmta okkur í sumar eiga eflaust fleiri eftir að bætast í hópinn. Sögur þess eðlis að hljóm- sveitin Queen of the Stone Age og Foo Fighters muni láta sjá sig eru háværar. Einnig á Snoop Dogg að drekka gin og djús á Klakanum í sumar. Hæst ber þó sagan um Duran Duran, svo hátt að þeir staðfesta sögusagnirnar á vefsíðu sinni þar sem tilkynnt er um tón- leikana á Íslandi. Tónleikafárinu linnir ekki um haustið því nú þeg- ar hafa þau Joe Cocker, Sissel Kirkebö og Kiri Te Kanawa boðað komu sína og tónleikadagskrá árs- ins því bæði fjölbreytt og skemmtileg. Eflaust eiga svo fleiri listamenn eftir að bætast í hópinn því að sjálfsögðu eru fleiri æstir í að bætast í hóp allra hinna Íslandsvinanna. hilda@frettabladid.is 36 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR ALÞJÓÐLEG HUNDASÝNING ÍSHUNDA Núna um helgina eru íshundar með sína árlega vorsýningu 23 og 24 Apríl í reiðhöll Gusts Kópavogi. Sýningin hefst klukkan 11:00 báða dagana og verður langt fram eftir degi. Á þriðja tug hundategunda verða sýndir og þá einnig hundar af nýjum tegundum sem ekki hafa verið sýndir á Íslandi áður. Miðaverð 500 kr. FRANZ FERDINAND Þeir eru í hópi nördalegu en þó töffaralegu hljómsveitanna og spila frábært, melódískt pönkrokk. Þeir halda tónleika hér á landi 27. maí. Tryllt tónleikasumar í augsýn Töffararnir í Franz Ferdinand, ljúfmennin í Shadows, hinir trylltu meðlimir Iron Maiden, gamli maskaraaðdáand- inn Alice Cooper og enn fleiri munu leggja leið sína til Íslands í sumar. Tónleikasumarið í fyrra var mikið lofað og sumarið í ár ætlar ekki að gefa neitt eftir með fjölbreyttum og fjölmörgum tónleikum. IRON MAIDEN Þeir munu hrista upp í mörgum rokkáhuga- mönnum á landinu og halda tónleika 7. júní í Egilshöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.