Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 6
6 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
víkur gagnrýnir að Lögreglan í
Reykjavík skyldi ekki samdæg-
urs taka við kæru vegna nauðg-
unar og bera við manneklu sök-
um námskeiðahalds.
„Ámælisvert er að lögreglan
skyldi ekki taka á móti nauðgun-
arkæru þegar í stað eins og bar
að gera af augljósum ástæðum,“
segir í dómi sem féll á miðviku-
dag.
Hörður Jóhannesson yfirlög-
regluþjónn undraðist athuga-
semdir dómsins og taldi að frest-
unin á móttöku kærunnar hefði
verið í fullu samráði við Stein-
unni Guðbjartsdóttur, réttar-
gæslumann konunnar, en því
neitar hún. „Þá hefði ég ekki séð
ástæðu til að skrifa lögreglunni
bréf og kvarta yfir málsmeðferð-
inni,“ sagði hún.
Maðurinn sem nauðgaði kon-
unni var dæmdur í tveggja ára
fangelsi, auk þess að greiða
henni 700 þúsund krónur í miska-
bætur. Hann á að baki langan
sakaferil og hefur frá árinu 1985
hlotið 13 refsidóma.
Árásin átti sér stað 8. nóvem-
ber í fyrra, en konan hafði farið
heim til mannsins til að binda
enda á fyrra samband þeirra.
Maðurinn var handtekinn tveim-
ur dögum síðar, eftir að ákæra
var lögð fram.
- óká
Koizumi á leiðtogafundi í Indónesíu:
Ítrekar iðrun Japana
INDÓNESÍA, AP Junichiro Koizumi,
forsætisráðherra Japans, baðst í
gær afsökunar á yfirgangsstefnu
Japana í Asíu á dögum síðari
heimsstyrjaldar, en ráðamenn í
Kína hvöttu Japansstjórn til að
láta gerðir fylgja orðum er tugir
japanskra þingmanna heimsóttu
umdeilt minningarhof um fallna
japanska hermenn.
Yfirlýsing Koizumis um „djúpa
iðrun“ yfir syndum feðranna, sem
hann lét falla á ráðstefnu leiðtoga
Asíu- og Afríkuríkja í Indónesíu,
gekk ekki lengra en fyrri slíkar
yfirlýsingar japanskra leiðtoga,
en tímasetningin miðaði greini-
lega að því að lægja öldurnar í
milliríkjadeilunni við Kína. Þar í
landi hefur á síðustu vikum ríkt
mikil reiði í garð Japana vegna
meintrar tregðu þeirra til að
gangast við grimmdarverkum
Japanshers á hernumdum svæð-
um Kína á sínum tíma. Óánægjan
í Kína beinist líka gegn viðleitni
Japana til að fá fast sæti í örygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna.
Talsmaður kínverska utan-
ríkisráðuneytisins, Kong Quan,
sagði að Japanar yrðu að gera
meira til að sýna og sanna að þeir
skirrtust ekki við að „horfast í
augu við söguna“. Litlu áður en
Koizumi hélt ræðuna í Jakarta
hafði hópur japanskra þingmanna
heimsótt Yasukuni-minningarhof-
ið, þar sem dæmdir stríðsglæpa-
menn hvíla ásamt öðrum föllnum
hermönnum. ■
Hækkaði um 13
milljónir á mánuði
Húseign sem notuð var sem sambýli fyrir geðsjúka um árabil var seld af
Ríkiskaupum fyrir rúmum mánuði síðan á uppboði á 55 milljónir króna.
Sama eign er nú auglýst aftur til sölu en þrettán milljónum króna dýrari.
FASTEIGNAMÁL „Þetta er fyrsta
eignin sem ég man eftir að sé aug-
lýst miklu dýrari svona skömmu
eftir að við seljum hana,“ segir
Óskar Ásgeirsson hjá Ríkiskaup-
um. Rúmur mánuður er síðan
stofnunin seldi fasteignina að
Kleifarvegi 15 hæstbjóðanda á 55
milljónir króna en sama eign er
nú til sölu óbreytt á almennum
markaði á 68 milljónir króna.
Fasteignin sem um ræðir er
veglegt 212 fm einbýlishús ásamt
bílskúr á eftirsóknarverðum stað
í bænum. Þarna rak Landspítali –
Háskólasjúkrahús um langa hríð
meðferðar- og sambýli fyrir geð-
sjúka en því var hætt fyrir all-
nokkru og auglýstu Ríkiskaup eft-
ir tilboðum í eignina fyrir tveimur
mánuðum síðan. Hæsta tilboð
hljóðaði upp á 55 milljónir króna
og var því tekið.
Margir hafa sýnt eigninni
áhuga en ekkert formlegt kauptil-
boð hafði borist eigendum þess,
fasteignafélaginu Fosseignum, í
gær. Arngeir Lúðvíksson, fram-
kvæmdastjóri félagsins, segist
þess fullviss að eignin fari á
ásettu verði enda um stóra eign að
ræða á einum besta stað bæjarins.
„Ástæðan fyrir þessari miklu
hækkun er sú að við teljum okkur
hafa gert afar góð kaup þegar við
keyptum af ríkinu enda sýna fjöl-
margar fyrirspurnir að uppsett
verð er ekki fjarri lagi.“
Eignin er talin bjóða upp á fjöl-
marga möguleika og kemur fram í
lýsingu eignarinnar hjá fasteigna-
sölunni Emax að teikningar og
breytingartillögur liggi þegar
fyrir fyrir áhugasama. Húsinu
hefur ekki verið breytt sem neinu
nemur síðan þarna var sambýli
fyrir geðsjúka og því væntanlega
ýmislegt sem hugsanlegur kaup-
andi myndi vilja breyta áður en
flutt verður inn.
Þær upplýsingar fengust hjá
öðrum fasteignasölum að verðið
væri frekar í hærri kantinum en
alls ekki fjarri lagi miðað við
mjög eftirsótta staðsetningu í
grónu og fallegu hverfi því ekki
er algengt að eignir á þessum
slóðum séu auglýstar til sölu.
albert@frettabladid.is
INTER kvartar:
Samtvinnun
óheimil
SAMKEPPNISMÁL Stjórn INTER, sam-
taka netþjónusta, sendi í gær
kvörtun til Samkeppnisstofnunar
vegna nýrra tilboða á netþjónustu
hjá Og Vodafone og Símanum. INT-
ER telur að um ólöglega samtvinn-
un þjónustu á milli óskyldra mark-
aða sé að ræða, auk skaðlegrar und-
irverðlagningar.
„Í ljósi þess að Samkeppnisstofn-
un hefur undanfarin misseri tekið
sér mjög langan tíma til að úr-
skurða um kvartanir sem þangað
berast, en meðalafgreiðslutími
mála er rúmir 16 mánuðir á síðasta
ári [...] hefur INTER jafnframt lagt
fram kröfu um að Samkeppnis-
stofnun taki málið til bráðabirgða-
úrskurðar,“ segir í tilkynningu. - óká
www.urvalutsyn.is
Pepita Alay
*Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting í 7 nætur og íslensk
fararstjórn. Barnaafsláttur er ekki veittur.
Ver›i› er netver›. Bóka flarf og grei›a sta›festingargjald,
e›a fullgrei›a fer› á netinu. Ef bóka› er
símlei›is e›a á skrifstofu, grei›ist
bókunar- og fljónustugjald, sem er
2.000 kr. á mann.
44.900kr.*
á mann m.v. tvo í stúdíói eða 4 í íbúð.
Sumartilboð í júní og júlí
Fleiri eða færri?
Finndu verð á þinni ferð á:
Verðdæmi:
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
81
47
0
4/
20
05
Paradísin við Miðjarðarhafið, Costa del Sol, er einn allra vinsælasti
sólarstaður Evrópubúa og hefur allt að bjóða þeim sem vilja njóta
veðursældar á hvítum ströndum, úrvalsveitinga, menningar
og sögu. Pepita Alay er frábærlega staðsett rétt ofan við smá-
bátahöfnina, örstutt frá miðbæ Benalmadena, þar sem veitinga-
staðir, barir og skemmtistaðir eru allt í kring.
■ SJÁVARÚTVEGUR
■ STJÓRNMÁL
Á að setja lög um fjármál
stjórnmálaflokka?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Eiga samkynhneigð pör að
njóta alveg sama réttar og
gagnkynhneigð pör?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
8%Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
EFSTUR Í FRELSISDEILDINNI Pétur
Blöndal er efstur í Frelsisdeild
Sambands ungra sjálfstæðismanna,
sem metur frammistöðu þing-
manna flokksins út frá viðmiðum
frjálshyggjunnar.
92%
HARMAR SYNDIR FEÐRANNA
Japanski forsætisráðherrann Junichiro
Koizumi flytur ávarp sitt við upphaf leiðtoga-
fundar Asíu- og Afríkuríkja í Jakarta í gær.
M
YN
D
/AP
UMTALSVERÐ HÆKKUN
Húseignin að Kleifarvegi 15 sem ríkið seldi fyrir skömmu er aftur komin á markað en á
talsvert hærra verði. Hjá Ríkiskaupum telja menn þetta fyrstu eignina sem auglýst er mun
dýrari svo skömmu eftir sölu en telja sig hafa fengið ásættanlegt verð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
UMBOÐIÐ HANDSALAÐ
Carlo Azeglio Ciampi Ítalíuforseti og Silvio
Berlusconi handsala stjórnarmyndunar-
umboðið í forsetahöllinni í Róm í gær.
Stjórnarmyndun á Ítalíu:
Berlusconi
falið umboðið
ÍTALÍA, AP Forseti Ítalíu fól í gær
Silvio Berlusconi að mynda nýja
ríkisstjórn. Tveimur dögum fyrr
hafði Berlusconi beðist lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sitt í kjölfar
mikils ósigurs stjórnarflokkanna í
héraðskosningum.
Forsetinn Carlo Azeglio
Ciampi fól forsætisráðherranum
fráfarandi umboðið til að mynda
sextugustu ríkisstjórn Ítalíu frá
stríðslokum eftir að hafa ráðfært
sig við leiðtoga flokkanna sem
eiga fulltrúa á þingi.
„Innan fáeinna daga verður
nýja ríkisstjórnin tekin til starfa,“
sagði Berlusconi við blaðamenn
eftir að ákvörðun forsetans lá
fyrir. Hann sagðist gera ráð fyrir
að atkvæðagreiðsla um trausts-
yfirlýsingu á nýju stjórnina færi
fram í næstu viku.
Berlusconi brá á það ráð að
leysa upp stjórnina í því yfirlýsta
skyni að endurnýja stjórnarsam-
starf borgaraflokkanna. ■
HUNDRAÐÞÚSUNDASTA TONNIÐ
NÁLGAST Fiskiskip hafa landað nær
100 þúsund tonnum af kolmunna
það sem af er vertíð. Erlend skip
hafa landað 70 þúsund tonnum en
íslensk skip 28 þúsund tonnum.
LÖGREGLUSTÖÐIN Í REYKJAVÍK
Héraðsdómur gagnrýnir lögregluna í
Reykjavík í dómi sem féll í vikunni. Þar
kemur fram að móttöku kæru vegna
nauðgunar var frestað um sólarhring
vegna manneklu.
Héraðsdómur gagnrýnir lögreglu:
Ámælisvert að taka ekki við kæru
Orkuveitan:
Heita vatnið
lækkar
KYNDING Heita vatnið lækkar um
eitt og hálft prósent í á markaðs-
svæði Orkuveitu Reykjavíkur frá
og með 1. júní. Þetta var samþykkt
á síðasta stjórnarfundi OR. Þar var
enn fremur ákveðið að rafmagns-
verð myndi standa í stað.
Ein ástæðan fyrir því að verð
heita vatnsins lækkar er sú að síð-
asta ár og fyrstu mánuðir þessa árs
hafi verið kaldara en árið 2003. Þar
með hafi sala á heitu vatni aukist
um 3,7 prósent og styrkir það stöðu
fyrirtækisins. Þá hefur raforkusala
aukist og því tekur Orkuveitan á sig
verðlagsbreytingar, sem eru um 3,7
prósent það sem af er ári. - bþg
FORMANNSSKIPTI Guðný H.
Jakobsdóttir, bóndi í Knarrar-
tungu á Snæfellsnesi, var kosin
formaður Búnaðarsamtaka Vest-
urlands á aðalfundi samtakanna í
fyrrakvöld. Hún tekur við af
Haraldi Benediktssyni, formanni
Bændasamtaka Íslands, sem gaf
ekki kost á sér til endurkjörs.
■ LANDBÚNAÐUR