Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 54
38 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR Árangurinn í vetur undir væntingum > Við gleðjumst yfir því ... ... að Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handbolta, skuli finna tíma í þéttri dagskrá sinni til að fara í frí. Hann lætur ekki úrslitakeppnina í handbolta stoppa sig í að sleikja sólina á portúgölskum ströndum þessa dagana. > Við hrósum ... ... Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara handboltaliðs Vals, fyrir að líta raunsætt á árangur liðsins í vetur. Margir þjálfarar kjósa yfirleitt að stinga höfðinu í sandinn þegar illa gengur en Óskar Bjarni stendur keikur og viðurkennir að hann sé hundfúll með árangur liðsins sem hafi verið undir væntingum. Heyrst hefur... ... að Heimir Ríkarðsson, fyrrum þjálfari Fram, hafi rennt norður til Akureyrar í gær þar sem hann hyggst eyða helginni. Spurning hvort KA- menn nýti tækifærið og ræði við Heimi um að taka við karlaliði sínu en þeir hafa þegar lýst yfir áhuga á að ræða við Heimi og veit Heimir vel af áhuga liðsins. Svo gæti farið að Ólafur Ingi Skúlason, knatt- spyrnumaður hjá Arsenal, komi heim til Íslands í sumar og spili með liði í Landsbankadeildinni. Ólafur verður laus allra mála hjá Arsenal um leið og keppnistímabilinu lýkur í Englandi í maí og seg- ist Ólafur ætla að reyna eftir fremsta megni að komast að hjá öðru liði erlendis. Nokkur lið séu inn í myndinni en ef allt fari á versta veg þá sé alltaf inni í myndinni að koma heim. „Fyrir utan deildirnar í Skandinavíu og 1. deildina í Englandi, þá er ég spenntur fyrir Hollandi. Þótt mér líði mjög vel í Englandi þá er ég alveg opinn fyrir því að breyta til,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Fréttablaðið í gær, en vitað er að Groningen í Hollandi hefur í nokkurn tíma haft auga á honum. Ólafur kveðst ekkert vera að flýta sér að finna nýtt lið. „Tímabilið er ekki búið ennþá og framundan eru mikilvægir leikir fyrir mig. Landsleikirnir í byrjun júní á Íslandi eru sérstaklega mikilvægir og á þeim verða örugglega einhverjir útsendarar.“ Ólafur hefur þegar hafnað tilboði frá einu liði í Skandinavíu og einu neðrideildar liði á Englandi en hann vill ekki nafngreina þau þar sem líklegt er að þau hafi ekki enn gefið upp á bátinn að fá Ólaf í sínar raðir. Vitað er að lið Fylkis mun beita sér fyrir því að fá Ólaf í sínar raðir kjósi hann að snúa heim í sumar, en hann er uppalinn í Árbænum og hefur aldrei spilað fyrir annað lið á Íslandi en Fylki. Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, staðfesti við Fréttablaðið að félagið hefði verið í sambandi við Ólaf Inga en leikmaðurinn segir það alls ekki sjálf- gefið að hann fari til Fylkis ef hann á annað borð ákveður að koma heim. „Það eru nokkur lið heima sem líta vel út og ég mun einfaldlega leita eftir því að fá sem bestan samning.“ Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og segist halda áfram janfvel þótt hann sé hundfúll með afrakstur vetrarins. ÓLAFUR INGI SKÚLASON MUN FARA FRÁ ARSENAL EFTIR TÍMABILIÐ: LEITAR AÐ LIÐI TIL AÐ SPILA MEÐ Ekki sjálfgefið að ég fari í Fylki HANDBOLTI Óskar Bjarni Óskars- son, þjálfari Valsmanna, var með stóryrtar yfirlýsingar fyrir leik- ina gegn Haukum í undanúrslitum DHL-deildar karla og spáði sínu liði Íslandsmeistaratitli. Haukar unnu hins vegar einvígið, 2-0, og hafa Valsmenn því lokið keppni þennan veturinn. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann þyrfti að éta þessi ummæli ofan í sig en sæi þó ekki eftir því að hafa látið þau falla. „Ég hafði alltaf trú á mínum mönnum og stóð og féll með þeirri trú.“ Óskar Bjarni á eitt ár eftir af þriggja ára samningi sínum við félagið og sagðist búast við því að halda áfram. „Samningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu núna en ég tel að ég hafi fullan stuðning stjórnarinnar. Því er þó ekki að leyna að ég er óánægður með árangurinn í vetur. Við stóð- um ekki undir væntingum, féllum út úr 16 liða úrslitum í bikarnum, duttum út í 1. umferð Evrópu- keppninnar og enduðum í fjórða sæti í deildinni eftir að hafa verið efstir þegar hún hófst í febrúar. Þetta er nú ekki glæsilegt, því ég tel að við hefðum átt að ná betri árangri með þetta lið,“ sagði Ósk- ar Bjarni. Hann sagðist þó ekki vera ör- uggur um starf sitt því það hefði sýnt sig á undanförnum dögum að það gæti allt gerst í handboltan- um. „Fyrst Heimir Ríkharðsson var látinn fara frá Fram þá er ekki einu Chelsea-stjórinn örugg- ur með starfið. Það að Heimir skyldi vera rekinn er einn mesti skandall íþróttasögunnar. Hann var ekki með neitt lið í höndunum og náði frábærum árangri. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Óskar Bjarni og bætti við að hann vildi nota tækifærið og lýsa yfir fullum stuðningi við kollega sinn Heimi Ríkharðsson. oskar@frettabladid.is                                                    !  "          #   $  $  $   % & '(       ) *                                    ! "  #  $  %     &&&                 ÓSKAR BJARNI ÓSKARSSON, ÞJÁLFARI VALS Fer ekki í launkofa með ónægju sína yfir árangri Valsmanna í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HEIMIR ÖRN ÁRNASON Einn þeirra sem er með lausan samning hjá Val. Handboltinn í Val: Margir með lausan samning HANDBOLTI Óskar Bjarni Ósk- arsson, þjálfari Valsmanna, sagði að undirbúningurinn fyrir næsta vetur færi á fullt á næstu dögum. „Við þurfum tvo daga til að jafna okkur en síðan ætlum við að semja við okkar menn sem eru með lausan samning – það er for- gangsverkefni hjá okkur,“ sagði Óskar Bjarni en meðal þeirra sem eru með lausan samning eru Heimir Örn Árnason, fyrirliði liðsins, markvörðurinn Hlynur Jóhannsson og Sigurður Eggerts- son. Óskar Bjarni staðfesti að Vals- menn væru að reyna að fá stór- skyttuna Árna Þór Sigtryggsson í sínar raðir. „Okkur vantar skyttu og það væri frábært að fá Árna Þór. Það eru hins vegar öll lið á eftir honum þessa dagana þannig að við verðum að hafa aðra leik- menn í bakhöndinni.“ ■ Fyrir fólk með liðkvilla vegna slitgigtar eða yfirálags Fæst í apótekum sport@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.