Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 16
Frumvarp það um ríkisútvarpið, sem menntamálaráðherra, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, hefur ný- lega lagt fram á alþingi, er ótrúleg tímaskekkja. Ríkisútvarpið hafði haft einka- rétt á ljósvakamiðlun allt frá stofn- un þess 1930. Þegar útvarpsrekstur var gefinn frjáls með lögum frá al- þingi 1985 var gert ráð fyrir að endurskoðun á lögum um ríkis- útvarpið færi fram ekki síðar en þremur árum seinna, eða 1988. Það eru því komin 17 ár fram yfir þann tíma, sem þá var ætlaður til endur- skoðunar laga um rekstur ríkis- útvarpsins. Það er því vissulega tími til kominn að endurskoða hlutverk ríkisútvarps á frjálsum fjölmiðla- markaði. Hins vegar vill svo til, að sú nefnd, sem skipuð var í upphafi þings, eftir hrakfarir fjölmiðla- frumvarps forsætisráðherra síðast- liðið sumar, hefur nú skilað áliti, það álit er komið til meðferðar þingsins, og ráð fyrir því gert að frumvarp byggt á niðurstöðum þess verði lagt fyrir þingið að hausti. Það er því eðlilegt og rökrétt að afgreiðslu þessa frumvarps verði frestað til haustsins og þingið ræði lagasetn- ingu um fjölmiðlamarkaðinn sem heild, en ekki í bútum. Raunar er ríkisútvarpið svo snar þáttur í fjöl- miðlaneti landsmanna, að það væri beinlínis óeðlilegt að ræða það ekki sem hluta af því, og jafnóeðlilegt að alþingi ræði ekki fjölmiðlamarkað- inn í heild sinni og setji um hann lög. Eftir 17 ára vanrækslu á því að endurskoða lög um ríkisútvarp, getur varla skipt sköpum, þótt það frestist enn um nokkra mánuði. Það hefur lengi verið vitað, að aðildarflokkar ríkisstjórnarinnar hafa ólíkar skoðanir á útvarps- rekstri ríkisins. Framsóknarflokkur- inn hefur helst viljað halda honum í sem næst óbreyttu formi. Innan Sjálfstæðisflokksins hafa hins vegar verið skiptar skoðanir. Hávær hópur manna hefur aðhyllst þá skoðun, að forsendur séu brostnar fyrir al- mennum afnotagjöldum, eftir að ein- okunaraðstaða ríkisútvarpsins hefur verið afnumin. Stór hópur hefur einnig dregið í efa að rás 2 sé rekin í harðri samkeppni við einkamiðla og krafist þess að hún verði „seld“ eða hreinlega lögð niður. Einnig hafa komið fram raddir meðal sjálfstæð- ismanna um að tími sé kominn til að háeffa ríkisútvarpið, jafnvel með það fyrir augum að einkavæða það síðar. Þetta síðasttalda er þó eitur í beinum framsóknarmanna. Því hafa flokkarnir nú sæst á að esseffa það! Gera það að sameignarfélagi, þótt enginn sé meðeigandinn, mennta- málaráðherra skal fara með eignar- hlutinn og tilnefna fimm menn í stjórn þess, sem alþingi hefur þegar kosið, á aðalfundi sem haldinn skal í lok maímánaðar ár hvert. Þessi stjórn á ekki að hafa afskipti af dag- skrárstefnu eða mannaráðningum, öðrum en ráðningu útvarpsstjóra, sem þannig verður ráðinn af pólit- ískum meirihluta framvegis sem hingað til. Með þessu verða starfsmennirn- ir ekki lengur ríkisstarfsmenn, og fyrirtækinu er ætlað að starfa með líkum hætti og keppinautarnir á markaðnum. Vissulega þarfnast þessi tilhögun ítarlegrar umræðu og því ekki rétt að hespa afgreiðslu frumvarpsins af í vor. Gert er ráð fyrir að afnotagjöldin verði afnumin en í þeirra stað komi nefskattur, sem innheimtur verði með sama hætti og önnur opinber gjöld. Við þetta á að sparast 80 millj- óna króna innheimtukostnaður af- notagjaldanna og á sú upphæð því að bætast við tekjur útvarpsins. Að öðru leyti er stefnt að því að breytt- ir tekjustofnar gefi sama eða svipað af sér og núverandi fyrirkomulag. Ákafar umræður um þetta hafa farið fram í mörgum löndum, t.d. núna síðast í Bretlandi í sambandi við framlengingu útvarpsleyfis BBC um 10 ár í viðbót. Þar komust menn að þeirri niðurstöðu að afnota- gjöldin væru þrátt fyrir allt sann- gjarnasta aðferðin til að halda úti þjóðarútvarpi – menn greiði fyrir það að ríkið hefur byggt upp dreifi- kerfi, sem nær til allra, hvort sem menn svo kjósa að nýta sér það eða ekki. Yfir 20 lönd innheimta afnota- gjöld og í meirihluta þeirra eru þau aðaltekjustofn ríkisútvarps. Sum þessara landa leyfa auglýsingar að vissu marki í ríkisfjölmiðlum, en í öðrum eru engar auglýsingar leyfð- ar. Það sem er þó aðalgallinn við frumvarp menntamálaráðherra er að þar er menningarhlutverk ríkis- útvarpsins hvergi skilgreint, hvað þá að gerð sé kostnaðaráætlun um hvað það megi kosta að rækja það. Er það ásættanlegt að íslenskt dag- skrárefni sjónvarps ríkisins verði fátæklegra með hverju árinu sam- tímis því sem það er í harðri sam- keppni við einkamiðla um kaup og flutning á erlendu afþreyingarefni? Er rétt að íslenskur ríkismiðill heyi harða samkeppni við einkastöðvar um auglýsingar? Það sem einkum réttlætir það að ríkið standi áfram í fjölmiðlarekstri á ljósvakanum, eftir að einkaleyfi þess hefur verið afnumið, er það að öflugt ríkisútvarp er driffjöður fyrir öflugt og vandað útvarp á vegum annarra, kemur af stað ákveðinni gæðahringrás. Til þess þarf það þó að vera fjárhagslega öflugt og geta skipulagt dagskrárefni sitt mörg ár fram í tímann, ekki einungis með framleiðslu eigin efnis heldur með samningum við sjálfstæða framleið- endur eða kaupum á efni þeirra. Þetta er stærra mál en svo að skyn- samlegt geti talist að hespa því af á nokkrum síðustu dögum þingsins. Því er best að það bíði haustsins og alþingi afgreiði þá lög, sem ná yfir fjölmiðlamarkaðinn í heild. ■ Í upphafi höfðu fáir trú á að Fréttablaðið ætti sér framtíð.Þrátt fyrir bölsýni og hrakspár er blaðið fjögurra ára ídag. Vissulega átti Fréttablaðið og starfsmenn þess erfiða bernsku. Fyrri útgefanda skorti það sem þarf til að treysta grunn öflugs fyrirtækis. Þess vegna fór svo að svörtustu hrakspár rættust. Fréttablaðið varð gjaldþrota rúmu ári eftir að það hóf göngu sína. Aðrir eigendur og sterkari komu að rekstri blaðsins og síðan hefur leiðin legið upp á við. Við vorum ekki mörg sem komum saman í gömlu verk- smiðjuhúsi í þeim tilgangi að brjóta í blað í íslenskri fjölmiðla- sögu með útgáfu nýs dagsblaðs – og ekki venjulegs blaðs – heldur blaðs sem ætlað var að dreifa ókeypis til tugþúsunda heimila. Vinnan var strax skemmtileg og viðtökur lesenda oft- ast aðrar en bölsýnisspárnar sem hæst fóru. Nú fjórum árum síðar eru nokkuð margir af fyrsta hópnum enn starfandi á Fréttablaðinu. Það fólk hefur þurft að ganga grýtta leið en gleðilega. Árangurinn af þeirri göngu birtist daglega flestum landsmönnum. Fréttablaðið hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að vera vandað, hófsamt og sanngjarnt fréttablað. En Fréttablaðið er ekki lengur bara fréttablað. Í upphafi var blaðið tuttugu og fjórar síður fimm daga vikunnar. Nú er blaðið gefið út alla daga og síðurnar eru á milli fjögur og fimm hundruð í hverri viku, þá er Birta ekki talin með. Það er margt fleira en hefð- bundnar fréttir á öllum þessum síðum. Alla daga fylgir blað- inu blaðaukinn Allt, en þar er fjallað um flest það sem lýtur að daglegu lífi fólks. Nýverið hóf Fréttablaðið að gefa út Markað- inn, sem er vandað sérblað um viðskipti og kemur út einu sinni í viku. Auk þess koma út í viku hverri eitt eða fleiri sérblöð um hin ýmsu mál. Um tvö ár eru frá því að Fréttablaðið hóf útgáfu á tímaritinu Birtu – sem nú er víðlesnasta tímarit landsins. Aðkoma Fréttablaðsins að Talstöðinni er nýjasta viðbótin. Frá og með mánudeginum annast Fréttablaðið morgunþátt Talstöðvarinnar, Morgunútvarpið, sem er viðbót við Hádegis- útvarpið sem blaðið hefur haft umsjón með frá upphafi Tal- stöðvarinnar. Auk þess sér ritstjórn Birtu um vikulegan þátt. Þegar litið er um öxl má brosa út í annað að erfiðleikunum í upphafi en miklu fremur er ástæða til að gleðjast yfir öllum þeim sigrum, stórum sem smáum, sem unnist hafa vegna þess hversu góðar móttökur blaðið hefur hlotið hjá lesendum í fjög- ur ár. Án lesenda er ekkert blað og áfram munum við vinna í þeim anda, að vera heiðarlegt og vandað blað til að endur- gjalda lesendum þann trúnað sem þeir hafa sýnt Fréttablað- inu. ■ 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR OG SIGURJÓN M. EGILSSON Frá upphafi útgáfu Fréttablaðsins hefur það vaxið og dafnað og leitt af sér aðra fjölmiðla. Fréttablaðið í fjögur ár FRÁ DEGI TIL DAGS Án lesenda er ekkert blað og áfram munum við vinna í þeim anda að vera heiðarlegt og vandað blað til að endurgjalda lesendum þann trúnað sem þeir hafa sýnt Fréttablaðinu. ,, Tímaskekkja Davíð reiður Morgunblaðinu Davíð Oddsson utanríkisráðherra hefur ekki enn fyrirgefið Agnesi Bragadóttur og Morgunblaðinu fyrir að hafa birt frétt á forsíðu blaðsins um símasöl- una. Þar kom fram að Hall- dór og Davíð hefðu „hand- salað“ samkomulag um sölufyrirkomulagið. Davíð sagði á blaðamannafundi í gær, sem haldinn var af tilefni tíu ára afmæli ríkis- stjórnarinnar, að fréttin væri helber upp- spuni. Hann og Halldór hefðu aldrei handsal- að neitt sam- komulag. Skemmtilegar eldhúsumræður Þrír helstu stuðningsmenn og ráðgjafar Össurar Skarphéðinssonar í formanns- slagnum í Samfylkingunni; Mörður Árna- son, Óskar Guðmundsson og Einar Karl Haraldsson, forðast eflaust að ræða formannskjörið á heimilum sínum. Umræðuefnið er vafalaust eldfimt því þannig vill til að eiginkonur þeirra allra eru stuðningsmenn keppinautarins, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Kristín Ólafsdóttir, eigin- kona Óskars, og Steinunn Jóhanns- dóttir, eiginkona Einars Karls, hafa ekki lýst yfir stuðningi sínum opinberlega, en eru engu að síður sagðar vera einarðir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar. Lýðræðissinnuð kvenréttinda- kona Linda Vilhjálmsdóttir, eiginkona Marðar, hefur birt opinbera stuðningsyfirlýsingu við Ingibjörgu Sólrúnu á kosningavef hennar. Þar segist hún styðja Ingi- björgu vegna þess að hún sé kvenrétt- indakona, lýðræðissinnuð, jafnaðar- maður og baráttukona og henni sé „treystandi til að meðhöndla vald af auðmýkt og virðingu“. Reyndar er það skiljanlegt að Linda styðji Ingibjörgu því sama er hve Össur reyndi mikið, og er honum nú margt til lista lagt, hann gæti aldrei orðið lýðræðissinnuð kven- réttindakona. sda@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Öflugt ríkisútvarp er driffjöður fyrir öfl- ugt og vandað útvarp á veg- um annarra, kemur af stað ákveðinni gæðahringrás. ,, Í DAG LÖG UM RÍKISÚTVARPIÐ ÓLAFUR HANNIBALSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.