Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 65
> ALDA B. GUÐJÓNSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR OG STÍLISTI ÆTLAR AÐ KAUPA SÉR STÓRA GUCCI TÖSKU ÞEGAR HÚN FER TIL LUNDÚNA Á NÆSTUNNI. >>> Alda hefur verið að vinna að mörgum spennandi verkefnum upp á síðkastið. Hún stíliseraði auglýsingar Sparisjóðsins og forsíðu nýjasta tímaritsins Orðlaus. Um þessar mundir er Alda að koma sér fyrir á nýrri vinnustofu. Vonandi mun af- raksturinn líta dagsins ljós með haustinu en fatalína hennar, Bleikur, hefur legið í dvala um tíma vegna anna í stílistastarfinu. Fylgist þú vel með tískunni? Þokka- lega. Ég verð þó að viðurkenna að ég hef lítinn tíma til að liggja yfir tískublöð- um. Ég fylgist betur með götutískunni á ferðum mínum um bæinn. Uppáhaldshönnuðir? Það er yfirleitt breytilegt. Í dag er það Helle Mardahl en hönnun hennar fæst í Kron. Svo er ég alltaf hrifin af John Galliano. Fallegustu litirnir? Túrksiblár og rauð- ur. Svo er svartur alltaf klassískur. Hverju ertu mest svag fyrir? Ég kaupi mest af skóm og töskum. Ég á þó engin 500 pör af skóm. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Strigaskó úr gullglimmeri í versluninni Kron. Þeir vekja alltaf jafn mikla athygli þegar ég er í þeim. Hvað finnst þér mest sjarmerandi í vor-og sumartískunni? Mér finnst allir þessir kjólar æðislegir ásamt sumarlit- unum. Annars finnst mér orðið dálítið erfitt að skilgreina tísku, því það er í raun allt leyfilegt í tísku nútímans. Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir vorið? Stóra GUCCi tösku. Hana ætla ég að kaupa í Selfridges í Lundúnum en ég er á leið þangað. Þessi taska sem mig langar í er með lógómynstri með rauðu og grænu haldi. Ég féll alveg fyrir henni þegar ég sá hana í tímaritinu Vogue á dögunum og sá að ég varð að eignast hana. Uppáhaldsverslun? Spútník og Kron. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Þarf maður að svara því? Ætli það sé ekki eitthvað á bilinu 30-70 þúsund krónur. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Levis gallabuxnanna minna, ég fer í þær nánast daglega. Uppáhaldsflík? Chloé kápan mín sem ég keypti mér í Sævari Karli fyrir fimm árum. Hún er síð og svört með púff- ermum. Fóðrið í henni er sérlega fallegt en hún er með „sailor“ sniði. Ég er búin að nota hana stanslaust allan þennan tíma. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Mér finnst alltaf skemmtileg- ast að fara til Kaupmannahafnar, New York og London en verslanirnar þar eru þó mjög ólíkar. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Þær hafa verið margar í gegnum árin. Ætli það séu ekki plastbuxur sem ég gekk í á árunum 1992-93 á Rósen- bergtímabilinu. Þá var plast það allra heitasta ásamt fjöðrum. Fylgist með tískunni á götum borgarinnar Pallíettur í hárið Í vetur var ekki þverfótað fyrir stelpum og konum með þver- topp. Þetta æði er að hjaðna þó það klæði margar hverjar æði vel að vera með topp. Toppurinn er líka sérlega snið- ugur yfir vetrartímann enda hlýtt að hafa topp yfir enninu. Þegar sól hækkar á lofti er hinsvegar æði freistandi að taka toppinn frá andlitinu og njóta þess að láta vindinn og sólina leika um andlitið. Að undanförnu hafa pallíettu- klútar verið vinsælir til að hafa um hálsinn. Nú er hinsvegar leyfilegt að setja þá í hárið líka og eykur það notagildi klútanna um helming. Sumarhosur Þótt það sé gott að vera ber- fættur í skónum á það ekki alltaf við. Þá er gott að eiga sparileistur í sokkaskúffunni sem hægt er að draga fram við hátíðleg tækifæri. Einir mest sjarmerandi sokkarnir á mark- aðnum í dag fást í versluninni Kron á Laugavegi. Þeir eru frá hönnuðinum Eley Kishimoto.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.