Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 65
> ALDA B. GUÐJÓNSDÓTTIR
FATAHÖNNUÐUR OG
STÍLISTI ÆTLAR AÐ KAUPA
SÉR STÓRA GUCCI TÖSKU
ÞEGAR HÚN FER TIL
LUNDÚNA Á NÆSTUNNI.
>>>
Alda hefur verið að vinna að mörgum
spennandi verkefnum upp á síðkastið.
Hún stíliseraði auglýsingar Sparisjóðsins
og forsíðu nýjasta tímaritsins Orðlaus.
Um þessar mundir er Alda að koma sér
fyrir á nýrri vinnustofu. Vonandi mun af-
raksturinn líta dagsins ljós með
haustinu en fatalína hennar, Bleikur,
hefur legið í dvala um tíma vegna anna
í stílistastarfinu.
Fylgist þú vel með tískunni? Þokka-
lega. Ég verð þó að viðurkenna að ég
hef lítinn tíma til að liggja yfir tískublöð-
um. Ég fylgist betur með götutískunni á
ferðum mínum um bæinn.
Uppáhaldshönnuðir? Það er yfirleitt
breytilegt. Í dag er það Helle Mardahl
en hönnun hennar fæst í Kron. Svo er
ég alltaf hrifin af John Galliano.
Fallegustu litirnir? Túrksiblár og rauð-
ur. Svo er svartur alltaf klassískur.
Hverju ertu mest svag fyrir? Ég kaupi
mest af skóm og töskum. Ég á þó engin
500 pör af skóm.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast?
Strigaskó úr gullglimmeri í versluninni
Kron. Þeir vekja alltaf jafn mikla athygli
þegar ég er í þeim.
Hvað finnst þér mest sjarmerandi í
vor-og sumartískunni? Mér finnst allir
þessir kjólar æðislegir ásamt sumarlit-
unum. Annars finnst mér orðið dálítið
erfitt að skilgreina tísku, því það er í
raun allt leyfilegt í tísku nútímans.
Hvað ætlar þú að kaupa þér fyrir
vorið? Stóra GUCCi tösku. Hana ætla
ég að kaupa í Selfridges í Lundúnum
en ég er á leið þangað. Þessi taska sem
mig langar í er með lógómynstri með
rauðu og grænu haldi. Ég féll alveg fyrir
henni þegar ég sá hana í tímaritinu
Vogue á dögunum og sá að ég varð að
eignast hana.
Uppáhaldsverslun? Spútník og Kron.
Hvað eyðir þú miklum peningum í
föt á mánuði? Þarf maður að svara
því? Ætli það sé ekki eitthvað á bilinu
30-70 þúsund krónur.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án?
Levis gallabuxnanna minna, ég fer í þær
nánast daglega.
Uppáhaldsflík? Chloé kápan mín sem
ég keypti mér í Sævari Karli fyrir fimm
árum. Hún er síð og svört með púff-
ermum. Fóðrið í henni er sérlega fallegt
en hún er með „sailor“ sniði. Ég er
búin að nota hana stanslaust allan
þennan tíma.
Hvert myndir þú fara í verslunar-
ferð? Mér finnst alltaf skemmtileg-
ast að fara til Kaupmannahafnar,
New York og London en verslanirnar
þar eru þó mjög ólíkar.
Ljótasta flík sem þú hefur keypt
þér? Þær hafa verið margar í gegnum
árin. Ætli það séu ekki plastbuxur sem
ég gekk í á árunum 1992-93 á Rósen-
bergtímabilinu. Þá var plast það allra
heitasta ásamt fjöðrum.
Fylgist með tískunni á götum borgarinnar
Pallíettur í
hárið
Í vetur var ekki þverfótað fyrir
stelpum og konum með þver-
topp. Þetta æði er að hjaðna
þó það klæði margar hverjar
æði vel að vera með topp.
Toppurinn er líka sérlega snið-
ugur yfir vetrartímann enda
hlýtt að hafa topp yfir enninu.
Þegar sól hækkar á lofti er
hinsvegar æði freistandi að
taka toppinn frá andlitinu og
njóta þess að láta vindinn og
sólina leika um andlitið. Að
undanförnu hafa pallíettu-
klútar verið vinsælir til að
hafa um hálsinn. Nú er
hinsvegar leyfilegt að setja
þá í hárið líka og eykur það
notagildi klútanna um
helming.
Sumarhosur
Þótt það sé gott að vera ber-
fættur í skónum á það ekki
alltaf við. Þá er gott að eiga
sparileistur í sokkaskúffunni
sem hægt er að draga fram við
hátíðleg tækifæri. Einir mest
sjarmerandi sokkarnir á mark-
aðnum í dag fást í versluninni
Kron á Laugavegi. Þeir eru frá
hönnuðinum Eley Kishimoto.