Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 70
54 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR Öldurhúsin í miðborg Reykjavíkurvoru vel sótt síðustu vetrarnótt og víða var fullt út úr dyrum og nokkuð ljóst að fjöldinn var á þeim buxunum að kveðja Vetur konung með öl í krús. Ölstofa Kormáks og Skjald- ar hefur löngum verið varnarþing listaspíra, fjölmiðlafólks og nafn- togaðra hægrikrata og létu fulltrúar þessara þjóðfélagshópa sig ekki vanta fremur en endranær. Nokkrir borðfélagar skyggðu þó töluvert á fastagestina, sem margrir hverjir ráku upp stór augu þegar þeir sáu til þeirra Auðun- ar Georgs Ólafssonar, fyrrverandi fréttastjóra Fréttastofu Útvarps, Stein- gríms Ólafssonar, upplýs- ingafulltrúa í forsætis- ráðuneytinu, og Karls Péturs Jónssonar, al- mannatengils og tengdasonar forseta Ís- lands, fara yfir málin. Karl Pétur er tíður gestur á Ölstöfunni en þeir tveir fyrr- nefndu eru öllu sjaldséðari. Þeir voru þeim mun meira áberandi í þjóð- málaumræðunni á dögunum þar sem báðir fóru með stór hlutverk í frétta- stjórafarsanum. Karl Pétur yfirgaf stað- inn við þriðja mann þegar leið á kvöldið en engum sögum fer af því hvort vinirnir og Framararnir Stein- grímur og Auðun hafi deilt saman leigubíl. Íslenskir aðdáendur sjónvarpsdrottn-ingarinnar Oprah Winfrey bíða þess í ofvæni að fá að sjá margumrætt Ís- landsinnslag í þætti hennar The Oprah Winfrey Show. Eins og alþjóð veit leitaði Oprah til þeirra Þórunnar Lárusdóttur leikkonu og Svanhildar Hólm Valsdóttur fjölmiðlakonu og fékk þær til að upplýsa heimsbyggð- ina um stöðu og viðhorf íslenskra kvenna til lífsins og til- verunnar. Þórunn teymdi útsendara Opruh um reykvískt næturlíf en Svanhildur fór utan og heimsótti höfuðstöðvar Opruh. Þátturinn verður sýndur í Bandaríkjunum á mánudag- inn, þann 25. apríl, en enn er allt á huldu um hvenær hann kemur fyrir sjónir Frónbúa. Réttindamál vegna myndskeiða með indverskri leikkonu í sama dagskrárlið settu sýningar þátt- arins utan Bandaríkjanna í uppnám en málið mun víst leyst þannig að lín- ur hljóta að fara að skýrast. Lárétt: 1 háski, 6 stefna, 7 fljót, 8 í röð, 9 herma eftir, 10 sonur, 12 bók, 14 helgur staður, 15 leit, 16 byrði, 17 kveik, 18 þvað- ur. Lóðrétt: 1 rámi, 2 kyn, 3 tveir eins, 4 gerð- ist á páskum, 5 kyrra, 9 for, 11 bíða, 12 merki, 14 megurð, 17 í röð. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Robert Plant hefði eflaust vakið mun meiri athygli fyrir þrjátíu og fimm árum síðan þegar hann kom hingað til lands með Led Zeppelin. Söngvarinn góðkunni spókaði sig um í miðborg Reykjavíkur í veður- blíðunni og hefur væntanlega búist við því að hann gæti gengið óáreitt- ur meðal borgarbúa. Hann komst þó ekki hjá allri athygli því þegar hann gekk inn í bolabúðina Dogma voru þar staddir nokkrir dimission-nem- endur, klæddir upp eins og banda- rískar ruðningshetjur. Virtust ein- hverjir hafa laumað sér í plötusafn- ið hjá foreldrunum því nemendurn- ir urðu nokkuð uppveðraðir þótt þeir væru ekki alveg vissir hvort þarna væri rokkgoðið komið. Gekk einn þeirra upp að stjörnunni og spurði hann hreint út: „Ert þú Ro- bert Plant?“ Goðið jánkaði því en við svo búið ruku nemendurnir út til þess að greina samnemendum sín- um frá þessum merka fundi. Brá Plant sér þá inn í bakherbergi og beið eftir að þessu uppnámi meðal ruðningsstjarnanna lyki. Kom hann síðan fram tveimur mínútum seinna og keypti sér bol, öllum að óvörum, með gömlu hljómsveitinni sinni framan á. Hann ætlaði enn fremur að festa kaup á tónlistinni sem spil- uð var í búðinni en það var diskur með hljómsveitinni Low. Að því loknu kvaddi Plant, ánægður með bolinn góða. freyrgigja@frettabladid.is Ert þú Robert Plant? [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Stefán Arthur Cosser. Páll Pálsson. Tíu ár. Zik Zak kvikmyndir og Filmus hafa fest kaup á kvikmyndaréttin- um af skáldsögu Stefáns Mána, Svartur á Leik. Bókin vakti mjög mikla athygli á síðasta ári og fékk góða dóma hjá gagnrýnendum. Svartur á leik gerist í undirheim- um Íslands og lagði Stefán Máni töluvert mikið á sig til þess að afla sér gagna svo bókin væri sem trú- verðugust. Höfundurinn var heima kvef- aður þegar Fréttablaðið náði tali af honum en hann ætlar sjálfur að skrifa handritið að myndinni. „Þetta hefur alltaf verið draumur með þessa bók og ég hafði alltaf hugsað mér að hún færi þessa leið,“ segir Stefán Máni og bætir því við að mikill áhugi hafi verið á bókinni en þrjú fyrirtæki hafi sóst eftir henni. „Ég ákvað að velja þá, því þetta eru ungir strákar og höfðu sýnt henni mikinn persónu- legan áhuga.“ Stefán segir myndina verða öðruvísi en bókina. „Þeir sem hafa lesið bókina hafa ekki séð mynd- ina,“ segir Stefán og bæti því við að meiri áhersla verði lögð á pers- ónurnar og sögutíminn verði styttri. „Þetta er allt annar miðill og því verða áherslurnar aðrar.“ Hann segir ennfremur að ekki sé búið að raða neinum leikurum nið- ur á hlutverk. Hann á sér þó sína draumaleikara. „ Mér finnst Ólaf- ur Darri vera einhver besti leikar- inn á Íslandi í dag og hann væri tilvalinn í hlutverk Tóta dyra- vörðs. Þá finnst mér Þorvaldur Davíð koma til greina sem Stebbi pshyco.“ Stefán segist reikna með því að tökur hefjist árið 2007, sem sé stuttur fyrirvari hvað varði ís- lenskar kvikmyndir. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ freyrgigja@frettabladid.is STEFÁN MÁNI Segir það alltaf hafa verið draum að sjá bókina verða að kvikmynd STEFÁN MÁNI: SKRIFAR HANDRIT EFTIR EIGIN BÓK Svartur á leik í bíó Flatbotna skór. Já, það eru litlir og efnislausir skór semtaka nú við í hinni volgu golu sem vonandi heldur áfram að leika við okkur. Sumarið virðist loksins vera að láta sjá sig og fátt er betra en að vera berfætt í lágbotna skóm við fallegt og sumarlegt pils. Pólóbolir. Þeir mega vera í öllum litum,röndóttir, köflóttir, hvað sem er en það má hins vegar ekki vera hallærislegt „statement“ á þeim. Ágætt er að bolirnir beri skemmtileg merki eins og Lacoste en það er nauðsynlegt að þeir beri með sér eilít- inn gamaldags keim. Indverskt. Kjólar, pils, peysur og allur fatnaður semminnir á indverska menningu. Skærir litir og gullbrydd- ingar. Risastórir eyrnalokkar og aðrir skartgripir í indversk- um stíl og litlu, indversku, lágbotna skórnir sem verða alltaf vinsælir á sumrin. Þetta er allt flott. Tásusokkar. Er þetta ekki alveg búið? Aukþess þá getur bara ekki verið að þetta sé þægilegt. Hver tá í sínum eigin hólki? Til hvers? Til þess að hægt sé að nota þá við sandala sem ná á milli tána? Talandi um sandala, þá er það einmitt alveg hræðilegt að vera í tásusokkum við sandala. Tásusokkar eru bara úti! Of rifnar gallabuxur. Nei, þetta er ekki flott. Gat ábáðum hnjám er bara subbulegt og auk þess eru hné ekkert fallegasti líkamspartur í heimi. Þetta komst nálægt því að vera í tísku á tíunda áratugnum ásamt Nir- vanabolum og sveittu hári. Nei, takk. Feimnir skallar. Er eitthvað sorglegra en karlmennsem eru að fá skalla og virðast ekki vilja horfa í augu við það? Nei sennilega ósköp fátt. Það er alls ekkert svo slæmt að hafa skalla og miklu ljótara að reyna að halda í einhverjar lufsur. Verið frekar stoltir af skallanum elsku kallar og klippið bara það sem eftir er afar stutt eða einfaldlega látið það fjúka. INNI ÚTI ...fær Norsk-Íslenska Skjall- bandalagið Inc. en það skipa þær Ásgerður Eyþórsdóttir og Monica Haug. Þær standa nú fyr- ir tónleikaröðinni Kvöld í Hveró sem fer fram í Hveragerðiskirkju en nú þegar hafa Halli Reynis, Valgeir Guðjóns og Fabúla komið fram. HRÓSIÐ Lárétt: 1hættur, 6átt,7pó,8st,9apa,10 bur, 12rit,14hof, 15sá,16ok,17 rak,18 raus. Lóðrétt: 1hási,2ætt,3tt,4upprisa,5róa, 9aur, 11doka,13tákn,14hor, 17rs. ROBERT PLANT Nemendur sem voru að dimmittera voru ekki alveg vissir um hvort þeir hefðu rekist á Robert Plant eða ekki. Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.