Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 30
Loftþrýstingur í dekkjum Mjög mikilvægt er að réttur loftþrýstingur sé í dekkjum, því það hefur með- al annars áhrif á slit, fjöðrunar- og bremsueiginleika bílsins og þarf að athuga hann mánaðarlega.[ ] REYNSLUAKSTUR • SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR • BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA ALLT Á EINUM STAÐ SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066                            VINNUM EFTIR CABAS-KERFINU Tjónaskoðun Sláttuvélarnar eru komnar í hús Flottar vélar – frábær verð Pabbi, mamma, börn og bíll Huyndai Trajet er afar rúm- góður sjö manna fjölskyldu- bíll. Þetta er bíll sem býður upp á mikinn sveigjanleika í umgengni og er hagkvæmur valkostur fyrir barnmargar fjölskyldur. Hyundai Trajet er rúmgóður og mikill bíll. Hann er ótrúlega lipur miðað við stærð, léttur í stýri og með ágætan kraft enda hefur ný tveggja lítra 140 hestafla vél leyst þá eldri af hólmi. Þetta er VVTI vél með breytilegum ventlabúnaði sem gerir að verkum að hún vinnur bet- ur en sú gamla, er bæði snarpari og eyðslugrennri. Bíllinn er einnig fá- anlegur með 112 hestafla einbunu dísilvél. Reynsluekinn var beinskiptur bíll með bensínvél. Stærð bílsins vekur óneitanlega þægilega örygg- istilfinningu enda er hann eins og klettur á veginum. Um leið er hann þægilegur í akstri og allri um- gengni. Hvert sæti í bílnum er stakt. Þetta gerir þau bæði þægileg, ekki síst í öftustu röðinni þar sem í sumum sjö manna bílum er boðið upp á bekk sem getur verið nokkuð harður. Framsætunum má snúa aft- ur og aftursætin má bæði leggja saman og einnig taka þau út úr bíln- um. Mikil hugkvæmni er í hirslum og glasabökkum í bílnum, meðal annars eru borð aftan á öllum sæt- um, niðurfellanleg á framsætunum og plötur sem nýtast sem borð þeg- ar aftari sætin eru lögð niður. Möguleikarnir eru því ótrúlega margir í samspili sætafjölda og far- angursrýmis og við að koma fjöl- skyldunni fyrir, til dæmis þegar nestis er neytt á ferðalögum. Far- angursrýmið aftan við þriðju far- angursröð leynir reyndar á sér, er nógu stórt fyrir stórinnkaup eða barnakerru. Í því er einnig hand- hægt farangursnet sem kemur í veg fyrir að smærri hlutir fari á flakk. Bíllinn er með ABS-hemlum og fjórum líknarbelgjum, auk þess sem sérhannaður stálrammi mynd- ar innbyggðan höggdeyfi á framhlið bílsins þannig að hann leggst saman við árekstur sem dregur úr höggi og ver bílstjóra og farþega. Hyundai Trajet er tvímælalaust góður valkostur fyrir barnmargar fjölskyldur. Og ekki spillir verðið fyrir, rúmlega 2,2 milljónir króna fyrir sjö manna bíl hlýtur að teljast hagstætt. steinunn@frettabladid.is Hyundai jepplingar seljast mest og eru með rúmlega fimmtungs hlut eða 22%, samkvæmt sölutölum fyrstu þrjá mánuði ársins. Honda er í öðru sæti með rúm 20% og Toyota er í þriðja sæti með rúm 16%. Honda CR-V er mest selda einstaka teg- und jepplinga með 140 selda bíla og hafa aldrei áður jafn margir Honda CR-V bílar selst á jafn stuttum tíma hjá Bern- hard og umboðsaðilum. Þetta er 121% aukning frá því á sama tíma á síðasta ári. Toyota RAV er í öðru sæti en af þeim bíl seldust 122 bílar. Ef litið er til jepplinga með dísilvél er hlutdeild Hyundai 75%. Að sögn Heiðars J. Sveinssonar, forstöðumanns sölusviðs B&L, skýrist þessi þróun meðal annars af afar góðri sölu á Tucson, sem kom nýr á markaðinn í haust. Í öðru sæti yfir sölu- hæstu dísiljepplingana er Kia með 18% hlut og Toyota er í því þriðja með 5,5%. Hyundai með söluhæstu jepplingana BORGARJEPPINN HONDA CR-V ER SÖLUHÆSTA EINSTAKA TEGUNDIN. HYUNDAI TRAJET Vél Hestöfl Beinskiptur Sjálfskiptur Hyundai Trajet GLS 2000 140 kr. 2.220.000 kr. 2.320.000 Hyundai Trajet 2000 113 kr. 2.620.000 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SALA JEPPLINGA janúar til mars 2005 Tegund Sala stk. % Hyundai Santa Fe/Tucson 174 22,16 Honda CR-V/HR-V 160 20,38 Toyota RAV4 128 16,31 Ford Escape 78 9,94 Nissan x-trail 58 7,39 MMC Outlander 53 6,75 Suzuki Grand Vitara 49 6,24 Kia Sportage 30 3,82 Huyndai Trajet er rúmgóður sjö manna bíll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.