Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.04.2005, Blaðsíða 12
12 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR Smáþorskar komast frekar af en þeir stóru að öllu óbreyttu. Auknar krókaveiðar á kostnað botnvörpuveiða gætu komið þorsknum til bjargar. Doktor Jónas Bjarnason efna- verkfræðingur hefur um nokk- urra ára skeið helgað fiskifræð- inni starfskrafta sína og hallast æ meir að kenningum um hneigð til úrkynjunar í fiskistofnum. Hann bendir meðal annars á margar rannsóknir sem sýna þessa til- hneigingu. „Þetta er flókið mál. Grundvallaratriði er að sá fiskur sem verður allt of snemma kyn- þroska er oft horaður og ræður varla við að mynda hrogn og koma þeim frá sér. Þessi fiskur deyr síðan og finnst ekki í gögnum. Hann hefur samt sem áður komið afkomendum frá sér. Þegar að því kemur að átta ára þorskur hefur hrygningu, líkt og áður var títt, mætir hann þús- undum afkomenda þeirrar hrygnu sem hrygndi fyrst fjögurra ára göm- ul. Það má enginn við margnum. Menn sjá þetta vandamál ekki skýrt og það er venjulega miklu alvarlegra og meira en menn grunar. Í aðdrag- anda að hruni þorskstofna víða í Norður-Atlantshafi hafa menn tekið eftir því að lítill, horaður en kynþroska fiskur verður áber- andi. Þetta hafa vísindamenn séð í Maine-flóa í Bandaríkjunum, í Kanada, Norðursjó og víðar. Það leikur enginn vafi á því í mínum huga að hér er um úrkynjun að ræða.“ Jónas segir að fyrir aðeins fjórum árum hafi ábendingar um þetta þótt sérviska og afskipta- semi af hálfu Hafrannsóknastofn- unarinnar. „Nú hafa menn viður- kennt að það sé nauðsynlegt að rannsaka þetta í fullri alvöru. Menn takast á um það hversu al- varlegur vandinn sé en enginn deilir um það lengur að hann sé fyrir hendi.“ Rangar áherslur í veiðiskap Jónas segir engan vafa leika á því að vandinn sé til kominn vegna veiða eða veiðiaðferða sem notað- ar eru til að ná stærstu fiskunum úr sjónum. „Þegar mögulegir stórfiskar eru veiddir upp á smá- fiskastigi með netveiðarfærum eins og dragnót og trolli er hleypt í gegnum möskvana smáfiskum sem fyrr verða kynþroska. Jafn- aldrar þeirra sem stærri eru lenda í netinu og eru veiddir upp. Það hefur verið sannað með til- raunum að ekki þurfti nema fjór- ar kynslóðir til að sjá umtalsverð- ar neikvæðar breytingar. Kyn- þroskaaldurinn lækkar. Þetta er viðbragð náttúrunnar við álagi sem meðal annars felst í því sem ég kalla rangveiði en ekki of- veiði.“ En hvað skyldi Jónas halda um þá kenningu að lítill og ræfilslegur þorskur sé fyrst og fremst til marks um fæðuskort í hafinu og við þær aðstæður beri einfaldlega að veiða fisk sem drepst hvort eð er? Þetta er til að mynda skoðun Jóns Kristjánssonar fiskifræðings. „Þetta er flókið,“ segir Jónas. „Ef takast mætti að velja út þann fisk sem aldrei verður stór hvort eð er mætti vel hugsa sér að beita þess- ari aðferð. Hann á eftir að drepast eftir hrygningu eða í hrygningu og er engum til gagns. Vandinn er bara sá að innan um þennan smá- fisk eru jafnstórir fiskar sem verða mjög stórir vegna erfðaeig- inleika sinna og ættu að verða for- eldrar til framtíðar.“ Ekki aðeins fæðuskortur „Menn hafa ekki leyst þennan vanda,“ segir Jónas. „Mín skoðun er sú að leyfa ætti miklu meiri krókaveiðar. Tilviljun ræður því hverjir bíta á önglana og eins lík- legt að það komi vel ættuðum þorskum til góða sem við viljum vernda. Hvers vegna þetta hangir svona saman er flókið mál. Fiskur sem verður mjög snemma kyn- þroska gengur í fyrsta lagi mjög nærri sér líffræðilega. Mjög mik- il orka fer í sjálfan kynþroskann og undirbúning hrygningar. Hold hans verður rýrt því hann ræður illa við að mynda hrognin. Í öðru lagi má segja að fiskur sem er far- inn að taka þessum breytingum ruglist í ríminu. Hann fer út af ætisslóð og leitar upp að landi á Neðri deild spænska þingsins hefur samþykkt lagafrumvarp sem mun heim- ila samkynhneigðum að ganga í hjóna- band og ættleiða börn. Búist er við því að efri deildin muni einnig samþykkja frumvarpið á næstunni. Spánverjar munu þá fylgja Belgum og Hollending- um í þessum efnum. Talsmaður Páfa- garðs hefur gagnrýnt spænsk stjórnvöld og hvetur þau til að samþykkja ekki svo „vond lög“. En hvernig er þessu háttað hér á landi? Árið 1996 voru sett lög á Alþingi um staðfesta samvist en þau gáfu samkyn- hneigðum í sambúð sömu réttindi og hjónum ef frá eru talin réttindi til ætt- leiðingar og tæknifrjóvgunar. Sýslumað- ur eða löglærðir fulltrúar þeirra geta framkvæmt staðfestinguna en hún getur ekki farið fram í kirkjulegri vígslu. Hvernig tekur íslenska kirkjan þessari þróun? Að sögn Öddu Steinu Björnsdóttur, verkefnastjóra upplýsingamála hjá Bisk- upsstofu, eru skiptar skoðanir um þetta innan kirkjunnar. Kirkjan heimilar ekki hjónavígslu samkynhneigðra en miklar umræður eru um málið og nú síðast ræddi Prestafélag Íslands við Félag að- standenda samkynhneigðra. Á þeim fundi var samþykkt ályktun um að end- urskoða hjónavígsluritúalið svo það gæti gilt bæði fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða. Á vegum kirkjunnar starfa starfshópar sem skoða þessi mál. Ísland í samanburði við önnur lönd Árið 1989 heimiluðu dönsk stjórnvöld staðfestingu á samvist samkynhneigðra fyrst allra þjóða en hin Norðurlöndin voru mislengi að taka þessa heimild upp. Árið 2002 voru sett lög í Svíþjóð sem heimila samkynhneigðum að ætt- leiða börn og í Danmörku geta lesbíur nú farið í tæknifrjóvgun. Hvar stendur málið nú? Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði boltann vera hjá kirkjuyfirvöld- um. Ágúst Ólafur Ágústsson, varafor- mannsframbjóðandi hjá Samfylkingunni, er hlynntur algörum jöfnuði á stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra. Sambúð í stað hjónabands FBL–GREINING: HJÓNABÖND SAMKYNHNEIGÐRA Ærin Þula í Norðurhlíð í Aðaldal bar í vikunni tveimur hrútum og þremur gimbrum og eru öll lömb- in við ágæta heilsu. Þula er sex ára og hefur alls borið 21 lambi en af þeim hafa 16 komist á legg. Eitt vorið átti hún ekki nema tvö og lét sig þá ekki muna um að taka það þriðja í fóstur. Ábúendur í Norðurhlíð eru Agnar Kristjánsson og Elín Kjart- ansdóttir. - kk FIMM LÖMB OG FIMM BÖRN Jakob Ágúst Róbertsson, Katrín Sylvía Brynjarsdóttir, Agnar Daði Kristjánsson, Linda Elín Kjartansdóttir og Sölvi Reyr Magnússon komu í sveit- ina til að hjálpa afa og ömmu við sauðburðinn. Hundurinn heitir Kvistur. Fimmlembingar í Aðaldal Fisktegund Hópur eða Tímabil Lækkandi aldur Tilvísanir undirstofn og kynþroski ÞORSKUR NA-Atlantshaf 1932-1938 Já Heino o.fl. 2002 Georgsbanki 1970-1998 Já Barot o.fl. 2004 Maine-flói 1970-1998 Já Barot o.fl. 2004 Labrador 1981-2002 Já Olsen o.fl Nýfundnaland 2004 Syðri 1971-2002 Já Olsen o.fl. Miklibanki í vinnslu St. Pierres 1972-2002 Já Olsen o.fl. banki í vinnslu SKARKOLI Norðursjór 1957-2001 Já Grift o.fl. 2003 SKRÁPLÚRA Labrador 1977-1999 Já Barot o.fl. Nýfundnaland 2004 NIÐURSTÖÐUR ÚR NOKKRUM SAMFELLDUM RANNSÓKNUM Á ÞRÓUN KYNÞROSKAALDURS JÓHANN HAUKSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL ÁSTAND ÞORSKINS JÓNAS BJARNA- SON Hætta á úrkynjun með stórfiskaveiði SJÓMENN AÐ STÖRFUM Í TOGARA „Mér sýnist ákjósanlegt að fara að dæmi Færeyinga og veiða sem mest á króka. Stórútgerðir ættu að flytja fiskveiðarnar frá stórum botnvörpuskipum yfir á línuveiðara, sjálfum sér og þorskinum til hagsbóta þegar til framtíðar er litið,“ segir Jónas. SAMKYNHNEIGÐIR ÞRÝSTA Á AÐ FÁ RÉTTINDI TIL JAFNS VIÐ AÐRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.