Fréttablaðið - 23.04.2005, Page 52

Fréttablaðið - 23.04.2005, Page 52
ROBERT PLANT skemmti rokk- þyrstum í Laugardalshöll. Sumarið er jú komið samkvæmt dagatali og fyrstu tónleikar sum- arsins 2005 voru í gær. Robert Plant og hljómsveit hans, The Strange Sensation, eru í tónleika- ferð í tilefni af útkomu Mighty Rearranger, nýjustu plötu Plants. Eftir talsverða umhugsun ákváðu Plant og umboðsmaður hans að velja íslensku hljómsveitina Ske sem upphitunarsveit. Led Zeppel- in hélt eftirminnilega tónleika í Laugardalshöllinni árið 1970 og eftirvænting aðdáenda þeirra hef- ur eflaust verið mikil. SHADOWS fá unnendur eldri tón- listar til að dilla sér við ljúfa tóna 5. maí í Kaplakrika. Miðar á tónleikaferð þessarar bresku gítarhljómsveitar hafa rokið út undanfarið og orðið er uppselt á öllum þeim stöðum sem þeir spila á úti í heimi í vor. Lítið er eftir af miðum hérlendis og fer því hver að verða síðastur að tryggja sér aðgöngurétt. Þetta verður í annað sinn sem sveitin skemmtir íslenskum tónleikagest- um en þeir félagar héldu tónleika á Broadway árið 1986. Miðar eru seldir í verslunum BT, Skífunni og á netinu. Nördalegu ofurtöffararnir í FRANZ FERDINAND fá stelpurn- ar til að skríkja af ánægju þann 27. maí í Kaplakrika. Það er ekki nema rúmur mánuður þar til skosku listnemarnir sem brilleruðu óvænt á síðasta ári með frábæru pönkrokki, leggja leið sína til landsins. Ekki hefur enn verið ákveðið hverjir munu hita lýðinn upp fyrir Franzarana. Þessir skosku fyrrverandi list- nemar, sem sneru sér að ný- bylgjurokki og sigruðu heiminn með fyrstu plötu sinni, munu trylla íslenska unnendur tónlistar þeirra í lok maí. Lítið er eftir af miðum á tónleikana og ættu sem flestir að tryggja sér aðgöngu því kapparnir eru víst með betri tón- leikasveitum. IRON MAIDEN trylla lýðinn 7. júní í Egilshöll. Búast má við miklu sjónarspili þetta kvöld í Egilshöll því sveitin mun koma með gífurlega mikið af sviðsbúnaði fyrir tónleikana. Þessi tónleikaferð byggist mikið á þeirra eldri og þekktari lögum og mega því sannir aðdáendur sveit- arinnar búast við rosalegum tón- leikum. Miðar á tónleika sveitar- innar á Norðurlöndum seldust fljótt upp og eflaust munu ein- hverjir frændur okkar þaðan skella sér hingað til þess að berja goðin augum. Miðasalan er hafin en ekki er orðið ljóst hvaða ís- lensku rokkhundar munu sjá um upphitun fyrir herlegheitin. VELVET REVOLVER rokka í Egilshöll 7. júlí. Ofurgrúppan Velvet Revolver er einnig á leiðinni á landið. Hljóm- sveitina skipa Slash, Duff McKag- an og Matt Sorum úr Guns n’ Roses, söngvarinn Scott Weiland úr Stone Temple Pilots og David Kushner úr Wasted Youth. Sveitin fékk nýlega Grammy-verðlaunin fyrir að vera besta rokkhljóm- sveitin. Íslensku rokkhundarnir í hinni trylltu og stórgóðu hljóm- sveit Mínus hita upp og munu ef- laust gefa hinum heimsfrægu rokkurum lítið eftir. Efnið sem flutt verður á tónleikunum er mest Guns n’ Roses-efni en einnig þeirra eigið auk Stone Temple Pilots-efni. ALICE COOPER mætir gamall og krumpaður en alltaf jafn trylltur í Kaplakrika 15. ágúst. Forsala á tónleikana hefst fimmtudaginn 7. apríl. Kallinn er af flestum talinn brauðryðjandi í sjokkrokki og er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu. Hann er ennþá með maskara niður á kinn- ar og ennþá í glam-rokkbúningn- um sínum. Áhrif Coopers má finna hjá fjölmörgum rokksveit- um eins og til dæmis Kiss, Mis- fits, King Diamond, Slipknot og Marilyn Manson. Miðasala á tón- leikana fer fram á concert.is og í verslunum Skífunnar og BT. Auk allra þessara listamanna sem munu skemmta okkur í sumar eiga eflaust fleiri eftir að bætast í hópinn. Sögur þess eðlis að hljóm- sveitin Queen of the Stone Age og Foo Fighters muni láta sjá sig eru háværar. Einnig á Snoop Dogg að drekka gin og djús á Klakanum í sumar. Hæst ber þó sagan um Duran Duran, svo hátt að þeir staðfesta sögusagnirnar á vefsíðu sinni þar sem tilkynnt er um tón- leikana á Íslandi. Tónleikafárinu linnir ekki um haustið því nú þeg- ar hafa þau Joe Cocker, Sissel Kirkebö og Kiri Te Kanawa boðað komu sína og tónleikadagskrá árs- ins því bæði fjölbreytt og skemmtileg. Eflaust eiga svo fleiri listamenn eftir að bætast í hópinn því að sjálfsögðu eru fleiri æstir í að bætast í hóp allra hinna Íslandsvinanna. hilda@frettabladid.is 36 23. apríl 2005 LAUGARDAGUR ALÞJÓÐLEG HUNDASÝNING ÍSHUNDA Núna um helgina eru íshundar með sína árlega vorsýningu 23 og 24 Apríl í reiðhöll Gusts Kópavogi. Sýningin hefst klukkan 11:00 báða dagana og verður langt fram eftir degi. Á þriðja tug hundategunda verða sýndir og þá einnig hundar af nýjum tegundum sem ekki hafa verið sýndir á Íslandi áður. Miðaverð 500 kr. FRANZ FERDINAND Þeir eru í hópi nördalegu en þó töffaralegu hljómsveitanna og spila frábært, melódískt pönkrokk. Þeir halda tónleika hér á landi 27. maí. Tryllt tónleikasumar í augsýn Töffararnir í Franz Ferdinand, ljúfmennin í Shadows, hinir trylltu meðlimir Iron Maiden, gamli maskaraaðdáand- inn Alice Cooper og enn fleiri munu leggja leið sína til Íslands í sumar. Tónleikasumarið í fyrra var mikið lofað og sumarið í ár ætlar ekki að gefa neitt eftir með fjölbreyttum og fjölmörgum tónleikum. IRON MAIDEN Þeir munu hrista upp í mörgum rokkáhuga- mönnum á landinu og halda tónleika 7. júní í Egilshöll.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.