Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 1
Syngja me› Stu›- mönnum á Ítalíu BJÖRN JÖRUNDUR OG BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR: ▲ 30 Á SVIÐI MEÐ STUÐMÖNNUM MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 FRIÐARGÆSLA Íslensku friðargæslu- liðarnir sem ákveðið hefur verið að senda til Afganistans munu fara utan um miðjan september. „Við munum senda átta friðar- gæsluliða til Norður-Afganistans í samstarfi við Norðmenn og Finna, og aðrir átta verða sendir til Vest- ur-Afganistans í samstarfi við Lit- háa og Dani,“ segir Arnór Sigur- jónsson, skrifstofustjóri íslensku friðargæslunnar hjá utanríkisráðu- neytinu. Íslensku friðargæslulið- arnir munu notast við fjóra sérút- búna Nissan Patrol-jeppa við störf sín. „Það er tvennt sem gerir fram- lag okkar sérstaklega mikilvægt. Annars vegar eru það sérútbúnu jepparnir sem friðargæsluliðarnir munu nota, því við búum yfir kunn- áttu í notkun slíkra ökutækja við erfiðar aðstæður. Í öðru lagi er það hlutverk endurreisnar- og uppbygg- ingarsveitanna en þær aðstoða við samræmingu, skipulagningu, upp- byggingu og mannúðaraðstoð á við- komandi svæðum. Jafnframt því sem viðvera þeirra er til þess fallin að efla traust milli stjórnvalda og heimamanna,“ segir Arnór. Íslendingar hafa skuldbundið sig til að halda friðargæsluliðinu úti í eitt ár í Afganistan. Verið er að ganga frá því hvaða menn munu fara utan. Friðargæsluliðarnir verða einkennisklæddir og munu bera vopn. - ifv Sextán friðargæsluliðar til Afganistans í sumarlok: Vopna›ir í fullum herklæ›um&Hellur steinar S. 540 6800 www.steypustodin.is HÁLFGERT SLAGVIÐRI um sunnan- og vestanvert landið því vindur vex nokkuð um og eftir hádegi. Úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr vætu með kvöldinu. Milt. VEÐUR 4 ÞRIÐJUDAGUR 7. júní 2005 - 152. tölublað – 5. árgangur Tilnefningar til Grímunnar Mýrarljós gæti hreppt ellefu verðlaun. MENNING 24 Fyrsti sigur á A-liði Svía í tæp 17 ár Íslenska handbolta- landsliðið kvaddi markvörð sinn til margra ára, Guðmund Hrafnkelsson, með tímamótasigri á Svíum, 36-32. ÍÞRÓTTIR 20-21 Mansal á Íslandi Angar alþjóðlegrar glæpastarfsemi eru farnir að teygja sig til Íslands í auknum mæli. Margt bendir til að landið sé að verða stökkpallur brotamanna sem leggja fyrir sig mansal. 360° 12-13 Tennis er íflrótt á upplei› JÓNAS PÁLL BJÖRNSSON: Í MIÐJU BLAÐSINS • heilsa ▲ Orkuveitan í ba›rekstur Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi vi› Saga heilsa og spa kannar nú hvort byggja eigi upp heilsu- tengda fer›afljónustu á Nesjavallasvæ›inu. Fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins telur óe›lilegt a› opin- bert fyrirtæki hyggist standa í slíkum rekstri. NESJAVELLIR Orkuveita Reykjavík- ur vinnur að hönnun gistiaðstöðu og baðsvæðis í landi fyrirtækisins á Nesjavöllum. Nýta á náttúrulegt afrennsli frá jarðhitasvæðinu til baðsvæðisins sem svipar til þess rekstrar sem Bláa lónið er með í Svartsengi á Reykjanesi. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að auglýst hafi verið eftir samstarfsaðilum fyrir um ári og fyrirtækið Saga heilsa og spa ehf. hafi orðið fyrir valinu. Nú sé unn- ið að því að þróa samstarfið. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir álíka stóru baðsvæði og í Bláa lón- inu. „Nei, ég held að það verði ekki jafn stórt en það er unnið að því að þróa þetta samstarf hér innan Orkuveitunnar og þegar þeirri vinnu er lokið verður tilkynnt þar um,“ segir Guðmundur. Hann seg- ir hugmyndina byggjast á svipuð- um forsendum og samstarf Orku- veitunnar í nýrri frístundabyggð við Úlfljótsvatn en þá leggur Orkuveitan til landsvæði og fær aðra aðila sem séu sérfróðir á því sviði sem við á hverju sinni til að þróa verkefnið áfram. Þannig er staðið að verki með Klasa ehf., dótturfyrirtæki Íslandsbanka, í landinu við Úlfljótsvatn. Guðmundur Björnsson, læknir og framkvæmdastjóri Saga heilsa og spa ehf., segir að nú sé unnið að gerð viðskiptaáætlana fyrir heilsutengda ferðaþjónustu á Nesjavallasvæðinu. Hann segir þó að málið sé enn á frumstigi því fyrst þurfi að gera markaðsrann- sóknir og kanna arðsemi slíkrar fjárfestingar og því sé ekki hægt á þessu stigi að slá því algjörlega föstu að af framkvæmdunum verði. Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, segist út af fyrir sig fagna því að keppt sé við fyrirtæki sitt, það sé eðli- legt að reynt sé að byggja á góð- um árangri annarra. Hins vegar telur Grímur óeðlilegt að opinbert fyrirtæki skuli standa í slíkum samkeppnisrekstri. Heppilegast væri ef Orkuveita Reykjavíkur tæki sem minnstan þátt í verkefn- inu. - hb/oá FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN N VEÐRIÐ Í DAG ÍSLENSKIR FRIÐARGÆSLULIÐAR Íslenskar friðargæslusveitir verða sendar til Afganistans um miðjan septembermánuð. Þessi mynd er hins vegar af þeim sem fóru út í fyrra. Á ÍSLANDI FYRIR EINSKÆRA FORVITNI Þessi fallega skúta heitir Hetairos og liggur nú bundin við Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Skútan er 42 metrar á lengd og hæsta mastur hennar skagar um 45 metra upp í loftið. Fimm fræknir Írar sigla fleyinu en þeir segjast hafa komið til Íslands fyrir einskæra forvitni. Skútan er skráð á hinum fögru Cayman-eyj- um í Karíbahafinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.