Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 39
7. júní 2005 ÞRIÐJUDAG > Við þökkum ... ... Guðmundi Hrafnkelssyni fyrir árin m landsliðinu en þessi mik höfðingi lék kveðjuleik sinn fyrir landsliðið í Kaplakrika í gær. Ferill Guðmundar er langur glæsilegur en hann lé alls yfir 400 leiki en sá fyrsti kom árið 1986. númer 400 náði Guðmundur á ÓL síðasta sumar. Heyrst hefur ... ... að nóg sé að gerast í körfunni þessa dagana. „Erlurnar“ eru hættar í Grindavík sem og Darrell Lewis sem bæði Keflavík og Haukar vilja fá. Svo er víst áhugi fyrir Magnúsi Gunnarssyni í Frakklandi og aldrei að vita nema stórskyttan öfluga fái tilboð frá Frakklandi fljótlega. sport@frettabladid.is 20 > Hvergi veikur hlekkur ... .... það er óhætt að segja að hvergi sé veikan hlekk að finna hjá Íslandsmeisturum FH og þeir eru ekki hættir að styrkja keðjuna því markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson, fyrrum markvörður ÍA og Vals, er á leið til félagsins. Ísland vann sinn fyrsta sigur á fullskipu li›i Svía í 17 ár í vináttulandsleik fljó anna í Kaplakrika. Gu›mundur Hrafnkelsson lék sinn sí›asta landsleik. Eina Hólmgeirsson leit á fletta sem hvern annan leik og bau› upp á skots‡ningu. Hver var þessi Svíagrýla? HANDBOLTI Tveir langir kaflar í sögu íslensks handbolta enduðu báðir í Kaplakrika í gærkvöld þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Svíþjóð, 26-22, í fyrri vin- áttulandsleik þjóðanna sem bæði eru að undirbúa sig fyrir und- ankeppni Evrópumótsins. Í fyrsta lagi lék Guðmundur Hrafnkelsson sinn síðasta lands- leik eftir 20 landsliðsár og yfir 400 leiki og í öðru lagi vann Ísland full- skipað landslið Svíþjóðar í fyrsta sinn síðan á Spánarmótinu í ágúst 1988. Það sem meira er, Ólafur Stefánsson, sat uppi í stúku í gær og sá félaga sína í liðinu vinna þennan vonandi tímamótasigur á Svíum en þjóðirnar mætast aftur á Akureyri á miðvikudaginn. Skotsýning frá Einari Kollegi Ólafs í hægri skyttunni, Einar Hólmgeirsson, átti frábæran leik, skoraði 9 mörk úr aðeins 12 skotum og átti auk þess 5 sending- ar sem gáfu mörk eða vítaköst. Einar kannaðist ekki við neina Svíagrýlu. „Fyrir mér er þetta bara eins og hver annar leikur og ég hef aldrei hugsað um einhverja Svíagrýlu. Þetta small aðeins betur saman hjá okkur í seinni hálfleik en vörnin var skelfileg í fyrri hálfleik. Við erum búnir að æfa stíft og við vor- um kannski smá þreyttir en við tókum á því í lokin og sýndum hvað við getum. Ég er alltaf bjart- sýnn og við vinnum hérna Svía með 4 mörkum og við getum allt ef við ætlum okkur það,“ sagði Einar eftir leik en sjö af mörkum hans komu með glæsilegum langskotum hverju öðru glæsilegra. Ísland hafði eitt mark yfir í hálfleik, 19-18, en Viggó Sigurðs- son breytti vörninni í hálfleik, fór úr 5:1 í 6:0 og Svíar skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum eftir hlé. Ísland komst fimm mörk- um yfir og hélt öruggu forskoti út leikinn. Einar, Róbert Gunnarsson og Birkir Ívar Guðmundsson stóðu sig best en annars var allt liðið að standa sig og þá sérstaklega í vörnnini í seinni hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn Dagur Sig- urðsson var ánægður með sigurinn enda búinn að spila marga tapleiki gegn Svíum. „Við höfðum verið nálægt því að vinna Svía síðustu árin en þá höfum við alltaf verið að spila við þá á þeirra heimavelli og verið að tapa með einu eða tveimur mörk- um. Þetta voru leikir sem okkur fannst að við áttum að vinna. Það var því kærkomið að fá þá hin heim og taka þá,“ sagði Dagur. „ getið þið hætt að tala um Svíag una,“ sagði Dagur í léttum tón bætti svo við: „Ég hef oft bent á það að grý eru þegar slakari liðin eru að vi góðu liðin. Það er ekki hægt að um að Svíar hafi verið slak gegnum árin og ekki vorum við vinna mikið Rússanna. Nú eru þ að breyta liðinu hjá sér og eru ganga í gegnum ekkert ósvi skeið og við. Ég var mjög ánæg með þennan leik, mér fannst h vel spilaður. Sóknarleikurinn frábær í fyrri hálfleik og þegar við byrjuðum að spila vö ina þá sigum við fram úr,“ sa Dagur að lokum. ooj@frettablad „Við erum að gíra okkur upp fyrir leikinn,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði íslenska landsliðsins skipað leikmönnum 21 árs og yngri sem mætir Maltverjum í dag, kl. 18 á KR-velli. Liðið lék á föstudaginn gegn Ung- verjum og töpuðu, 1–0, en liðið hafði fram að því unnið tvo leiki af fimm og gat jafnað Ungverja að stigum. Það er því fátt annað eftir en að spila upp á heiðurinn, rétt eins og hjá A-landsliðinu. Hjá sumum leik- mönnum er þó enn meira undir en margir þeirra vonast þeir til að einn af þeim fjölmörgu útsendurum erlendra félagsliða sem munu fylgjast með leiknum taki sérstaklega eftir þeim. Eini leikmaðurinn í hópnum sem er ekki samningsbundinn liði, íslensku né erlendu, er Ólafur Ingi sem hefur undanfarin ár verið á mála hjá enska stórveldinu Arsenal. Ekki fékk hann mörg tækifæri með aðallið- inu en hann stóð sig vel með varaliðinu. En Arsenal leysti hann undan samn- ingi í vor og vill hann því komast að hjá öðru evr- ópsku félagi. „Ég held að þó svo að það sé mikið undir hjá okk- ur persónulega í leikjum sem þessum hugsum við fyrst og fremst um liðið og að ná hagstæðum úrslitum. Annað er bara bónus. Við ætlum okkur að vinna á morgun, sérstaklega eftir að við töpuðum úti á Möltu.“ „En það er tvímælalaust mikilvægt fyrir mig persónulega að standa mig vel. Ég reyni þó að hugsa ekki mikið um það eða setja pressu á sjálfan mig á neinn hátt. Fyrir mér eru þetta bara tveir venjulegir leikir – enda tel ég að ef við spilum á eðlilegri getu stöndum við okkur allir vel,“ sagði Ólafur Ingi. Hann segir það erfitt að finna nýtt félag. „En þetta ætti að geta gengið ágætlega. Ég er að koma frá stórum klúbbi, hef spilað tvo A-landsleiki og er algerlega frír. En liðin eru varkár, þau vilja sjá leik- mennina oftar en einu sinni og því gæti þess vegna dregist fram á sumarið. En ég er staðráðinn í að standa mig vel á morgun.“ KNATTSPYRNUKAPPINN ÓLAFUR INGI SKÚLASON: SAMNINGSLAUS OG LEITAR AÐ NÝJU FÉLAGI Hugsa fyrst um leikinn, anna› er bónus HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Sunnudagur MAÍ ■ ■ LEIKIR  18.00 Ísland og Malta mætast á KR-velli í undankeppni EM hjá U-21 árs liðum.  19.15 Grótta og ÍA mætast á Gróttuvelli í VISA-bikarkeppni karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur.  07.30 Olíssport á Sýn. Endursýning.  08.00 Olíssport á Sýn. Endursýning.  08.30 Olíssport á Sýn. Endursýning.  17.45 Olíssport á Sýn. Endursýning.  19.00 Suður-Ameríkubikarinn á Sýn. Brasilía gegn Argentínu.  21.00 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn. Bein útsending.  23.20 Maradona á Sýn. 18 MÖRK SAMAN Róbert Gunnarsson býr sig undir að skora eitt af 9 mörkum sínum g Svíum í gær. Einar Hólmgeirsson hefur sent boltann til hans inn á línu. Þeir Einar og Róbert skoruðu 18 mörk úr aðeins 22 skotum í tímamótasigri á Svíum. FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.