Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 26
Elskulegur maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ólafur E. Eggertsson Móabarði 16, Hafnarfirði (áður Hamrahlíð 17), lést föstudaginn 3. júní. Ingveldur Ingvadóttir Guðrún Sigfúsdóttir Heiðrún Sigfúsdóttir Kristján Garðarsson Katrín B. Ólafsdóttir Ólafur E. Ólafsson Harpa Lúthersdóttir og barnabörn. Það er ekki heilsuleysi sem fær Höskuld Jónsson, forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar rík- isins, til að láta af störfum eftir nítján ára farsælan feril. Hösk- uldur verður 68 ára á árinu og er við hestaheilsu. Hann er mikill áhugamaður um útivist og ætlar að eyða næstu árum í að gera eitthvað skemmtilegt með eigin- konu sinni. „Þegar við erum komin á sjö- tugsaldur eru ekki mörg ár eftir sem hægt er að gera eitthvað sameiginlega sem reynir á skrokkinn,“ segir Höskuldur en þau hjónin hafa gaman af því að ganga á fjöll og stunda útiveru. Því ákváðu þau að óhætt væri að klippa um eitt ár af sjötíu ára markinu og eyða þeim í eitthvað sem þeim þykir bæði gaman að gera. Höskuldur segir tímann hjá ÁTVR hafa verið ánægjulegan. „Reyndar má segja að starfsævi mín, sem öll var hjá hjá ríkinu, hafi verið mjög ánægjulegur og skemmtilegur tími,“ segir Hösk- uldur, sem starfaði sem ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu í 11 ár. Hann telur ólíklegt að sér muni leiðast þegar hann lætur af störfum. „Tilgangurinn með því að láta af störfum er sá að sinna því sem okkur finnst skemmti- legra en að vera við störf,“ segir Höskuldur, sem finnst vín gott og notar það mikið með mat. „Ég er nánast löngu hættur að bragða sterkt áfengi, nema kon- íak og kaffi við sérstök tæki- færi,“ segir Höskuldur, sem get- ur ekki gert upp á milli vínteg- unda. „Aðalatriðið er að það falli að matnum,“ finnst Höskuldi. Hann telur þó ekki að menn þurfi að vera víngæðingar til að vera góðir forstjórar ÁTVR. „Þetta fyrirtæki veltir 20 millj- örðum á ári. Það er því mun betra að vita eitthvað um pen- inga en vínið,“ segir Höskuldur, en bætir við að erfitt sé að starfa í fyrirtæki ef ekki er fyrir hendi áhugi á vörunni. ■ 18 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR HENRY MILLER (1891-1980) lést þennan dag. Vínmaður með peningavit TÍMAMÓT: HÖSKULDUR JÓNSSON HÆTTIR SEM FORSTJÓRI ÁTVR „Ég á enga peninga, ekkert athvarf, engar vonir. Ég er hamingjusamasti maður sem lifir.“ Henry Miller var bandarískur rithöfundur. Skrif hans voru sum hver umdeild og leiddu til réttarhalda sem létu reyna á lög um klám. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Hrafn Pálsson lést föstudaginn 3. júní. Hans A. Þorsteinsson, Norðurbrún 1, Reykjavík, andaðist á Landakotsspítala föstudaginn 3. júní. Friðmundur Leonard Herman andaðist á heimili sínu í San Francisco miðviku- daginn 1. júní. JAR‹ARFARIR 13.00 Vigdís Björnsdóttir, fyrrverandi kennari og forvörður, Grandavegi 47, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Kristján Belló Gíslason, fyrrver- andi leigubílstjóri, Vogatungu 101, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju. 15.00 Sigurbjörg Stefánsdóttir, Hjalla- seli 55, Reykjavík, áður Strand- götu 19, Ólafsfirði, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju. 15.00 Gunnar Gunnarsson, Miklubraut 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 15.00 Jónína Benediktsdóttir, Klappar- stíg 12, Reykjavík, verður jarð- sungin frá Dómkirkjunni í Reykja- vík. 15.00 Aðalbjörg Sigurðardóttir, Sóltúni 13, áður Selvogsgrunni 6, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju. AFMÆLI Gestur Steinþórs- son, skattstjóri í Reykjavík, er 64 ára. Njáll Eiðsson knattspyrnumaður er 47 ára. Páll Stefánsson ljósmyndari er 47 ára. Kristinn Júníusson, söngvari Vínyls, er 29 ára. HÖSKULDUR JÓNSSON Lætur af störfum 1. september og finnst ólíklegt að sér muni leiðast. Þennan dag árið 1893 neitaði Mohandas K. Gand- hi, ungur indverskur lögfræðingur, að fara eftir lög- um um kynþáttaaðskilnað um borð í suður-afrískri lest. Það varð til þess að honum var vísað úr lestinni en þessi at- burður átti eftir að hafa mun afdrifaríkari áhrif. Gandhi var fæddur í Indlandi en mennt- aður í Englandi. Hann fór til Suður-Afríku til að starfa sem lögfræðingur í eitt ár og kynntist þar kynþáttafordómum af eigin raun. Hann talaði oft um atburðinn í lest- inni sem „augnablik sannleikans“ og ákvað frá og með þeim degi að berjast gegn óréttlæti og verja réttindi sín sem Indverji og manneskja. Hann stofnaði samtök sem vöktu heimsathygli á aðstæðum Indverja í Suður-Afríku og eftir sjö ára mótmæli komst hann að samkomulagi við yfirvöld. Árið 1914 sneri hann aftur til Indlands, þar sem hann lifði meinlætalífi. Árið 1919 mót- mælti hann herkvaðningu Breta á Ind- verjum. Hundruð þúsunda tóku undir og árið 1920 var hann orðinn leiðtogi sjálfstæð- ishreyfingarinnar. Hann beitti aldrei of- beldi heldur vildi að allir gætu sameinast undir einum guði. Hann vísaði bæði til kristinna og íslamskra siða auk hindúa- trúar. Bresk yfirvöld fangelsuðu hann oft en vinsældir hans voru svo miklar að honum var alltaf sleppt aftur. Hann var síðan leiðandi í samningum við Breta sem leiddu til sjálfstæðis Indlands árið 1947. Mahatma Gandhi, eða hin stóra sál, var skotinn á bænasamkomu í Nýju-Delí árið 1948. 7. JÚNÍ 1893 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1904 Íslandsbanki, hinn eldri, tekur til starfa. Honum var lokað 3. febrúar 1930. 1936 Hnefaleikameistaramót Ís- lands fer fram í fyrsta sinn. Íþróttin er bönnuð tveimur áratugum síðar. 1939 Georg sjötti Bretakonungur heimsækir Bandaríkin. 1942 Bandaríkjamenn sigra Japana eftir þriggja daga bardaga um Midway-eyju í Kyrrahafi. 1951 Minnismerki um 212 breska hermenn sem féllu í síðari heimsstyrjöldinni er afhjúpað í Fossvogskirkju- garði. 1977 Elísabet Bretadrottning heldur upp á 25 ára stjórn- unarafmæli sitt. 1990 Banni á útflutningi á bresku nautakjöti er aflétt. Gandhi óhl‡›nast í fyrsta sinn Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Önnu Clöru Sigurðardóttur Lindargötu 57, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við til lækna og starfsfólks á deild A-4 Borgarspítala, séra Pálma Matthíassonar, Varðar Leví Traustason- ar og frúar. Þórir Erlendsson Valgerður Jóhannesdóttir Guðmundur Erlendsson Marólína G. Erlendsdóttir Björgvin Björgvinsson Olga Dagmar Erlendsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Sigríður Jóna Norðkvist er 70 ára í dag. Opið hús verður að Lindargötu 59 kl. 18-20. Gengið inn frá Skúlagötu. Blóm og gjafir afþökkuð en vinsamlega látið MS félagið eða Tip Top félagsskapinn í Hinu húsinu njóta þess. Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. FÆDDUST fiENNAN DAG 1848 Paul Gauguin málari. 1909 Jessica Tandy leikkona. 1928 James Ivory leikstjóri. 1952 Liam Neeson leikari.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.