Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 20
4 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Stendur og fellur með sjálfum þér Jónas hefur kennt tennis í sautján ár og er ekki á leiðinni að hætta. Í húsi Sporthússins í Kópavogi er tennis- kennsla á vegum Tennisfélags Kópavogs. Jónas Páll Björnsson, sem rekur tennisaðstöð- una og kennir tennis, segir íþróttina aldrei hafa verið vinsælli á Íslandi en einmitt núna. „Erlendis er talað um golf og tennis í sömu andrá þar sem þessar tvær íþróttir eru jafn vinsælar á Vestur- löndum. Sums staðar er tennis jafnvel vinsælli. Tenn- is er tiltölulega ný íþrótt hér á landi og mér finnst hún eiga mikið inni. Fólk virðist vera farið að uppgötva tennis meira og meira núna,“ segir Jónas, en engar sérstakar fatareglur eru í tennis eins og golfi. „Áður fyrr áttu allir að vera í hvítum fötum á völlunum en í dag er það ekki eins formlegt. Við erum mjög frjálsleg hérna á Íslandi og skyldum fólk ekki til að vera í nein- um sérstökum fötum. Bara léttum íþróttafötum.“ „Við rekum mjög öfluga starfsemi hér í Sporthús- inu. Við erum með tvo innivelli og þrjá útivelli og bjóð- um upp á tenniskennslu fyrir alla aldurshópa. Við erum með tennis- og leikjaskóla fyrir fimm til þrettán ára á sumrin, byrjendanámskeið fyrir fullorðna allan ársins hring og námskeið allt árið fyrir krakka alveg niður í fimm ára. Síðan eru opnir tímar vikulega á sumrin sem henta vel fyrir fólk sem hefur sótt einhver námskeið en er samt ekki búið að æfa tennis lengi. Öll tennisfélög landsins æfa líka hér þannig að það er alltaf nóg að gera á völlunum,“ segir Jónas, sem fer ekki varhluta af vinsældum tennisíþróttarinnar. „Það er mjög góð aðsókn í námskeiðin okkar. Margir vilja koma sér í form en endast kannski ekki í líkamsrækt- arstöðvum. Tennis er líkamsrækt sem er eins og skemmtilegur leikur og þeir sem falla fyrir íþróttinni á annað borð eru í henni það sem eftir er. Það er fólk allt upp í áttrætt að spila hér til dæmis. Þetta er skemmtileg hreyfing og maður hlakkar til að fara að spila. Á byrjendanámskeiðunum okkar reynum við líka að hafa gaman. Við förum í grunnatriðin og höfum síðan „action“ og förum í alls kyns leiki sem reyna á hæfnina. Við hjálpum líka fólki að taka fyrstu skrefin og finna spilara sem er svipaður.“ Jónas hefur verið að æfa tennis síðan hann var tólf ára og kenna í sautján ár þótt hann sé aðeins 33 ára. „Það er algjör lúxus að fá að vinna við áhugamálið. Tennis er líka rosalega góð alhliða hreyfing. Hún reyn- ir mikið á fæturna og er vissulega mjög tæknileg íþrótt. Til dæmis er mun léttara að skjóta fast en laust og stjórna boltanum inni á vellinum. Það er ekki eins auðvelt og það virðist í sjónvarpinu. Tennis er einnig talsvert hugarspil. Eins og í öðrum einstaklingsíþrótt- um er enginn sem hjálpar þér. Þú stendur og fellur með sjálfum þér, sem er mjög gaman.“ lilja@frettabladid.is Undirbúningshópur fyrir 10 kílómetra hlaup í Íslandsbanka Reykjavíkur-mara- þoni hefur æfingar í dag og er öllum áhugasömum boðin þátttaka. Mark- miðið með þátttöku í hópnum er að koma sér í form fyrir 20. ágúst næst- komandi en þá verður Íslandsbanka Reykjavíkur-maraþonið haldið. Tveir hópar hefja undirbúninginn, annars vegar byrjendur og hinsvegar lengra komnir. Alltaf verður þó hægt að skipta um hóp, og hægt er að fá ráðleggingar frá hlaupaþjálfurum um hvaða hópur hentar. Svipaður hópur var settur á laggirnar í fyrra og það tókst frábærlega, um 100 manns mættu á fyrstu æfinguna. Æft er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17.30 í Laugardalnum og er mæting við tjaldstæðið. Þáttaka er ókeypis og allir sem skrá sig fá meðal annars Hlaupahandbók Gunnars Páls Jóakims- sonar. Skráning fer fram á vefsíðunni www.marathon.is. Undirbúningur fyrir maraþon ÆFINGAR HEFJAST Í KVÖLD HJÁ UNDIRBÚNINGSHÓPI ÍSLANDSBANKA REYKJAVÍK- UR-MARAÞONS. Góð þátttaka var í undirbúningshópnum í fyrra. Full búð af nýjum umgjörðum. Þekkt tískumerki á góðu verði. Gleraugnasalan Geisli er akureyrskt fyrirtæki. Höfðum þjónað Akureyri og nágrenni í yfir 35 ár. Höldum því áfram um ókomna tíð. Verið velkomin. Mýkir liðina og byggir upp brjósk LIÐAMÓTIN í lag Fæst í apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum H Á G Æ Ð A A M E R ÍS K F Æ Ð U B Ó T A R E F N I Sico gæðasmokkar, öruggir, ódýrir, handhægir. Finndu þann sem hentar þér: Fást í helstu lyfja- verslunum um land allt, fæst einnig í Amor, Videoheimar Faxafeni, Allt í Einu Jafnaseli, Söluturn- inn Miðvangi, Bæj- arvideo, Foldaskál- inn og Bío Grill. -Grip -Extra strong -Ribbed -Pearl -Safety -Sensitive -Color 3 og 9 stykkja pakkningar 100% hreinn fyrir þig SMOOTHIE ávaxtadrykkur Arka • Sími 899 2363 Ótrúlega öflugur kvefbani. Bólgueyðandi og styrkir ónæmiskerfið SÓLHATTUR + C-vítamín Fæst í apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum H Á G Æ Ð A A M E R ÍS K F Æ Ð U B Ó T A R E F N I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.