Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 8
HÖFUÐBORGIN Í sex ára gamalli skýrslu borgarverkfræðings og Borgarskipulags Reykjavíkur er talið óraunhæft að stofna til 20 þús- und manna byggðar á uppfyllingum úti af Örfirisey og á öðrum uppfyll- ingum í grennd við miðborgina. Í umferðarspá sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen vann fyrir borgaryfirvöld koma fram efa- semdir um umferðarálag. „Hug- mynd um 20 til 30 þúsund manna byggð með vegtengingu yfir hafn- armynni gömlu hafnarinnar þykir ekki raunhæf.“ Helsta niðurstaða verkfræðistofunnar er að 20 þús- und manna byggð verði ekki reist án þess að til komi miklar breyting- ar á núverandi gatnakerfi, sem sumar hverjar sé mjög erfitt að framkvæma. Skýrslan var unnin að tillögu borgarráðsfulltrúa Reykjavíkurlist- ans í febrúar 1999 þar sem beðið var um athugun á fimm mismun- andi hugmyndum um landfyllingar til þéttingar byggðar. Landfyllingarkostnaður var tal- inn geta numið allt að 20 prósentum af byggingarkostnaði íbúðar en færi lækkandi með þéttari byggð. Því var talið ljóst að kostnaður við fyllingar yrði verulegur hluti íbúða- verðs og þar af leiðandi yrðu þær mun dýrari en á öðrum svæðum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgar- ráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, létu færa til bókar á fundi borgar- ráðs 20. júlí árið 1999 að athugun borgarverkfræðings og Borgar- skipulags sýndi að tillögurnar væru í flestum tilvikum algerlega óraun- hæfar. Hugmyndir þær sem borgar- stjórnarflokkur Sjálfstæðisflokks- ins lagði fram í nýliðnum mánuði gera ráð fyrir allt að fjórfalt meiri byggð á Örfiriseyjarsvæðinu en talið var raunhæft í umræddri skýrslu. Í skýrslu VST er talið vel mögu- legt að koma fyrir fimm þúsund manna byggð á landfyllingum án verulegra vandamála. Það megi meðal annars gera með breikkun Mýrargötu í fjórar akreinar. Í áður- greindri bókun borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins var talið brýnt að kanna áhrif byggðar í grennd við olíuhöfnina í Örfirisey og breikkun Mýrargötu í fjórar akreinar vegna fimm þúsund manna byggðar. johannh@frettabladid.is 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Sjúkrasjóðir stéttarfélaganna: Félagsmönnum mismuna› FÉLAGSMÁL Framkvæmdastjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Ís- lands vill láta endurskoða reglu- gerðir um sjúkrasjóði stéttar- félaganna, þannig að aðstoð þeirra nái til félagsmanna sem horfnir eru af vinnumarkaði sak- ir aldurs. Ellilífeyrisþegi, sem verið hafði í Eflingu, sótti um aðstoð úr sjúkrasjóði félagsins til kaupa á heyrnartæki sem kostaði hann um 100 þúsund krónur. Honum var hafnað þar sem hann væri hættur að vinna. „Auðvitað er það sárt þegar menn eru búnir að borga í þessa sjóði í 30 ár, en hafa svo minna milli handanna, og leita þá eftir aðstoð,“ sagði Guðrún. „Þarna er hópur sem á peninga þarna inni en hefur ekki lengur rétt á að sækja um þá. Breyttar reglu- gerðir hér gera það að verkum að einstaklingar eru að borga heldur meira í heyrnartækjun- um sínum en áður. Miðað við ná- grannalöndin, þá eru þeir að borga mun meira.“ Guðrún sagði að kaup á heyrn- artækjum væru talsverð fjár- festing fyrir fólk. Langstærstur hluti þeirra sem notuðu þau væri ekki lengur á vinnumarkaði. Um 50 prósent sem kæmu á stöðina væru 75 ára og eldri. - jss GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Kaup á heyrnar- tækjum eru talsverð fjárfesting fyrir fólk, segir framkvæmdastjóri Heyrnar- og tal- meinastöðvar Íslands. Barnaverndarnefnd Akureyrar tók fimm ára dreng af ömmu AUÐUR GUNNARSDÓTTIR BERST FYRIR AÐ FÁ DÓTTURSON SINN AFTUR: HEFUR ALIÐ DRENGINN UPP FRÁ FÆÐINGU 30 ÞÚSUND MANNA BYGGÐ Á EYJUM OG UPPFYLLINGUM Borgarverkfræðingur og Borgar- skipulag töldu fyrir sex árum að 20 þúsund manna byggð á landfyllingum vestan Elliðaáa- ósa væri óraunhæf. Borgarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins lögðust einnig gegn landfylling- um af þeirri stærð fyrir sex árum. Eyjabygg›in mun sprengja gatnakerfi› Sérfræ›ingar töldu tuttugu flúsund manna bygg› á uppfyllingum og á eyjum vi› mi›borg Reykjavíkur óraunhæfar fyrir sex árum. Sjálfstæ›isflokkurinn leggur nú fram keimlíkar skipulagshugmyndir og hann mótmælti me› bókun í borgarrá›i fyrir sex árum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.