Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 7. júní, 158. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.08 13.27 23.47 AKUREYRI 2.10 13.11 00.16 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Magnúsi Þór Gylfasyni, framkvæmda- stjóra borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna, finnst mikilvægt að halda sér í andlegu og líkamlegu formi og gerir það með því að fíflast með börn- unum sínum. Spurður um hvernig hann haldi sér í formi rekur Magnús upp mikil hlátrasköll og svarar um hæl. „Þú gast ekki hitt á verri mann. Ég er einn af þessum góðu styrktar- aðilum líkamsræktarstöðva á Íslandi. Ég held að ég sé búinn að borga mánaðargjald- ið í World Class í næstum því ár og örugg- lega búinn að fara um það bil tíu sinnum.“ „Mér finnst alveg jafn mikilvægt að rækta andann eins og að halda mér í líkam- legu formi. Ég reyni að njóta menningar, fara á tónleika og mér finnst líka mjög gaman að fara í sund. Ég reyni að finna mér tíma hér og þar og fer til dæmis í gufu þar sem ég get setið, slakað á og íhugað,“ segir Magnús Þór en börnin hans tvö halda hon- um ekki síður í formi. „Ég tala mikið við börnin mín og okkur finnst afskaplega gaman að ærslast og dansa í stofunni. Son- ur minn er eins árs og finnst gaman að láta halda á sér og ég fer oft í eltingarleik við þriggja ára dóttur mína. Okkur finnst gam- an að fíflast og það er svo sannarlega góð líkamsrækt.“ Í sumar ætlar Magnús Þór að styrkja sig líkamlega með skemmtilegri aðferð. „Ég og tveir vinir mínir höfum ákveðið að fara í keppni. Við ætlum að finna okkur góðan þjálfara og koma okkur í betra form yfir sumarmánuðina. Sá sem stendur sig best fær verðlaun og gæti það til dæmis verið veiðiferð eða eitthvað slíkt,“ segir Magnús en í keppninni verður fleira mælt en kílóin. „Markmiðin okkar eru mismunandi. Ég hef til dæmis aldrei verið feitur þannig að ég ætla frekar að styrkja hjartað og efla þolið. Það væri hið versta mál fyrir mig að þurfa að missa einhver kíló. Þá væri ég virkilega illa staddur.“ lilja@frettabladid.is Einn af styrktaraðilum líkamsræktarstöðvanna heilsa@frettabladid.is Hermannaveiki Vegna frétta- flutnings af svokallaðri her- mannaveiki starfsmanns Land- spítala - háskóla- sjúkrahúss vill Landlæknisemb- ættið ítreka að um starfsmann á skrif- stofu Landspítalans er að ræða. Rétt er að hermannaveiki getur borist með loftræstikerfum. Skrifstofan er hins vegar í öðru húsi við aðra götu og með annað loftræstikerfi. Þetta kem- ur fram á vefsíðu Landlæknis- embættisins. Forvarnir SAMAN hópurinn, sem starfar að forvörnum hjá ungu fólki, hefur ákveðið að leggja áherslu á aldurshópinn 16-18 ára og á næstu dögum verða send kort til foreldra þeirra sem eru að útskrifast úr 10. bekk þar sem minnt er á að börn eru börn til 18 ára ald- urs og þurfa áfram á umhyggju, aðhaldi og eftirliti að halda. Í haust mun svo SAM- AN gefa út bækling með heilræðum til foreldra nýnema framhaldsskóla í sam- vinnu við forvarnafull- trúa í skólunum. Esso styrkir Krabbameinsfélag- ið með sölu á tryggðaböndum. Böndin eru til sölu á öllum bensínstöðvum Esso og rennur ágóði af sölunni óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Böndin eru fáanleg í sex litum og kosta 500 krónur. Markmiðið er að selja fimm þúsund bönd, en það mun gefa á þriðju milljón króna til félagsins. Magnús fer oft í eltingarleik með börnum sínum og dansar með þeim inni í stofu. LIGGUR Í LOFTINU í heilsu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Ég er búinn að taka svo mörg meðöl að ef ég hnerra þá batnar öllum hérna inni! Tennis nýtur mikilla vinsælda BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.