Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 18
Svefn Gott ráð við svefnleysi er að stunda líkamsrækt seinni part dags og fara í heitt bað rétt fyrir svefninn. Ekki drekka alkóhól eða kaffi fyrir háttinn og forðastu að horfa á sjónvarp klukkustund áður en þú ferð að sofa. [ ] Fjölvítamín og C-vítamín gúmmíbirnir án allra gervi og litarefna. www.karon.is FÆST Í HAGKAUP Frábær leið til að fá börn til að taka vítamín FRÁB ÆR HEIL SUD RYKK UR Aloe Ver a pla ntan þyk ir ha fa góð áhrif á m aga o g me lting u. Dryk kurin n er sérle ga b ragð góðu r og fæst í ma tvöru búðu m o g ap ótek um. Fæst í ap ótek um og m atvö ruve rslun um Frísk andi Alo e Ve ra dr ykku r með aldin kjöti úr A loe V era plön tunn i og viðb ættu kalk i Ný tæki - Betra verð! 17.900.-kr. kr. 12.900.- Veðrið hættir að skipta máli Jóhanna, Grétar, Friðbjörn og Brynhildur í góðri upphitun í góða veðrinu. Trimmklúbbur Seltjarnarness, TSK, heldur upp á tuttugu ára afmælisár sitt í ár. Kjörorð klúbbsins eru „Muna að hafa gaman“ og það má með sanni segja að þau orð séu enn í há- vegum höfð í dag en þrjátíu til fjörutíu manns mæta reglulega og æfa með klúbbnum. „Við hittumst þrisvar í viku hjá Sundlaug Seltjarnar- ness. Á mánudögum hlaupum við langt og fer það eftir hverjum og einum hve langt það er. Á miðviku- dögum er lögð áhersla á brekkur en í lok tímans för- um við inn í Ræktina í þrjátíu mínútur og gerum styrktaræfingar og teygjur. Á laugardögum erum við sex mánuði ársins inni í styrktartímum en það tímabil endar í apríl. Núna á laugardögum skokkum við um það bil fimm kílómetra og förum svo í tröppu- þrek sem eru mjög fjölbreyttar snerpu- og styrkta- ræfingar,“ segir Steinunn H. Hannesdóttir íþrótta- fræðingur en hún er þjálfari klúbbsins ásamt Þór- höllu Andrésdóttur sjúkraþjálfa. „Í ár erum við í fyrsta skipti með sérstakt nám- skeið fyrir byrjendur en það er í tilefni af afmælinu. Á námskeiðinu eru rúmlega þrjátíu manns og hitt- umst við tíu sinnum yfir fjórar vikur. Á námskeiðinu er farið yfir grunnþjálfun og okkur fannst þetta sniðug hugmynd að fá nýtt fólk inn í klúbbinn en það hefur verið rosalega góð aðsókn á þetta námskeið,“ segir Þórhalla en klúbburinn gerir ýmislegt annað en að hittast þrisvar sinnum í viku. „Það er rosalega mikið félagsstarf í klúbbnum. Við hittumst reglulega yfir kakói og rúnstykkjum yfir veturinn á laugardög- um. Síðan förum við í eina langa, sex daga gönguferð yfir sumarið og margar styttri með. Við stöndum einnig fyrir sérstakri fjölskylduferð sem er hjóla- dagur og Neshlaupinu sem var hlaupið núna í maí,“ segir Steinunn. „Það er vissulega stórt atriði að hafa gaman að þessu og fá góðan félagsskap. Flestir eru í klúbbnum fyrst og fremst að skokka sér til heilsubótar en sum- ir eru að æfa sig fyrir stærri hlaup. Við förum nokk- ur á Mývatn í júní og það hefur verið góð þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu síðustu ár,“ segir Steinunn en klúbburinn hleypur í hvaða veðri sem er. „Það fellur aldrei niður tími sama hvernig veðrið er. Veðr- ið bara hættir að skipta máli, þetta er svo yndislegt. Mér finnst líka vera vakning í skokki núna og fleiri og fleiri hafa áhuga. Við reynum að taka vel á móti nýliðum og fylgja þeim eftir og fólk á ekki að vera að æfa sig í laumi áður en það kemur í klúbbinn,“ segir Þórhalla. lilja@frettabladid.is Bætir minnið og örvar blóðstreymið GINKGO BILOBA Fæst í apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum H Á G Æ Ð A A M E R ÍS K F Æ Ð U B Ó T A R E F N I FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A Meðlimir klúbbsins koma ekki bara af Seltjarnarnesi heldur líka úr austur- og vesturbæ Reykjavíkur. Klúbburinn hitar alltaf upp fyrir utan Sundlaug Seltjarnarness. Þórhalla og Steinunn, þjálfarar klúbbsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.