Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 2
2 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Alþjóðastríðsglæpadómsstóllinn í Haag: Vo›averkin í Darfur rannsöku› HAAG, AP Alþjóðastríðsglæpadóm- stóllinn í Haag tilkynnti í gær að hann hygðist rannsaka ásakanir um stríðsglæpi í Darfur-héraði í Súdan. Súdönsk stjórnvöld ætla ekki að vinna með starfsmönn- um dómstólsins. Í yfirlýsingu sinni í gær sögðu saksóknarar við Alþjóða- stríðsglæpadómstólinn að rann- sókn þeirra yrði „sjálfstæð og óháð og myndi beinast að þeim einstaklingum sem bæru ábyrgð á grimmdarverkunum sem framin hafa verið í héraðinu undanfarin misseri.“ Þetta verð- ur stærsta verkefni réttarins síðan hann var settur á fót árið 2002. Síðan átök hófust í Darfur í febrúar 2003 er talið að 180.000 manns hafi týnt lífi og tvær milljónir manna hafi hrakist frá heimilum sínum. Ásakanir um illvirki skæru- liðaflokka, studdum af ríkis- stjórninni, komu á borð öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna í apríl og vísaði ráðið málinu áfram til dómsstólsins. Bandaríkin viður- kenna ekki lögsögu dómstólsins en ákváðu samt að beita ekki neitunarvaldi sínu. Súdönsk stjórnvöld hafa þegar lýst því yfir að þau ætli ekki að starfa með starfsmönn- um dómsstólsins og þykir for- mælendum mannréttindasam- taka það til marks um að þau viti upp á sig sökina. ■ Sýningum RÚV á íslenskum sjónvarpsþáttum frestað um eitt ár: Framlei›endur fláttanna í klípu MENNING „Það er mjög leiðinlegt fyrir okkur að koma þáttunum ekki frá okkur og fá viðbrögð við þeim. RÚV hefur nú þegar greitt sinn hlut í framleiðslu þáttanna, milli 20 og 30 milljónir króna, en ákvörðun RÚV um að sýna ekki þættina fyrr en á næsta ári kemur í veg fyrir að við getum sagt hvaða viðtökur þættirnir hafa fengið á Íslandi þegar við erum að reyna að selja þættina til annarra landa,“ segir Ólafur Rögnvalds- son framleiðandi sjónvarpsþátt- anna Allir litir hafsins eru kaldir sem RÚV hefur ákveðið að sýna ekki fyrr en eftir áramót. „RÚV ætlar fyrst og fremst að- berjast við aðrar sjónvarpsstöðv- ar um erlent efni þegar stöðin ætti að gera íslensku efni hærra undir höfði. RÚV ætti að einbeita sér meira að því að framleiða ís- lenskt sjónvarpsefni. Áherslan á íþróttir og erlenda sjónvarps- þætti er of mikil,“ segir Ólafur. Anna Th. Rögnvaldsdóttir, handritshöfundur og leikstjóri þáttanna, segir að ákvörðun RÚV um að geyma þættina í eitt ár komi sér mjög illa því að verð- mæti þeirra rýrni fyrir vikið. „Mér finnst ótrúlegt hvað RÚV hefur lítið fjármagn til að kaupa innlent efni miðað við þær miklu tekjur sem stofnunin hefur,“ segir Anna. - ifv fiorskafli ni›ur fyrir 200 flúsund tonn SJÁVARÚTVEGUR Hafrannsóknastofn- unin leggur til að dregið verði úr þorskveiðum um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Stofnunin leggur til að aflahámark í þorski verði 198 þúsund tonn. Fram kemur í skýrslu stofnunar- innar um nytjastofna og aflahorfur á næsta fiskveiðiári að nýliðun í þorskstofninum hafi verið undir væntingum undanfarin ár og enn sjáist ekki veruleg batamerki þótt hrygningarstofninn sé tekinn að stækka. Talið er að ef þorskur verði veiddur samkvæmt núgildandi aflareglu séu töluverðar líkur á að hrygningarstofninn fari aftur minnkandi. Að mati Hafrannsókna- stofnunarinnar hafa verið veidd um 30 prósent af stofninum á ári und- anfarin 10 ár. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á að hrygningarstofninn vaxi ef þetta hlutfall verður lækkað niður í 20 prósent og af þeim sökum ætlar stofnunin að fara fram á breytingar á aflareglu með það í huga að lækka veiðihlutfallið. Ástand ýsustofnsins er talið gott og athygli vekur afar sterk nýliðun og aukin útbreiðsla. Því er lagt til að aflahámark verði 105 þúsund tonn í stað 90 þúsund tonna há- marks í fyrra. Miðað við aflareglu mætti veiða allt að 140 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnunin telur hins vegar að flotinn muni forðast að veiða smæstu og yngstu ýsuna þótt hún sé komin inn í veiðistofninn auk þess sem búast megi við að skyndilokanir verði fleiri. Ástand ufsa er viðunandi að mati stofnunarinnar og er mælt með fimm þúsund tonna aukningu afla- hámarks eða 80 þúsund tonnum. Grálúðuafli á sóknareiningu hef- ur minnkað um 50 prósent undan- farin ár og benda mælingar til að stofninn sé í sögulegu lágmarki. Lagt er til 15 þúsund tonna aflahá- mark. Engin breyting verður á steinbíts- og síldveiðum samkvæmt tillögunum. Hafrannsóknastofnunin leggur til að einungis verði heimilt að veiða 10 þúsund tonn af úthafs- rækju samanborið við 15 þúsund á yfirstandandi fiskveiðiári. Að mati fiskifræðinganna eru já- kvæðar fréttir þær að ýsa, ufsi og skötuselur séu í vexti og kolmunni og norsk-íslenska síldin sýni sig nær landinu. Horfurnar séu aftur á móti ekki eins góðar varðandi þorsk, rækju, loðnu, grálúðu og karfa. johannh@frettabladid.is Sunny Jane: Fékk ekki a› landa aflanum SJÁVARÚTVEGUR Sjóræningjaskipið Sunny Jane fékk ekki að landa illa fengnum afla sínum í Hollandi í gær. Landhelgisgæslan hafði fyr- ir helgi spurnir af skipinu og að ólöglegum afla hefði verið um- skipað yfir í það úti af Reykjanes- hrygg en Sunny Jane er flutninga- skip sem siglir undir belískum fána. Að sögn Kristjáns Þ. Jónsson- ar, yfirmanns gæslumála hjá Landhelgisgæslunni, er ekki enn vitað hvort eða hvar skipið reynir að landa næst en fylgst verður með ferðum þess á næstu dögum. - oá Skeggrætt um Suðurskautið: Sektir fyrir só›askap STOKKHÓLMUR, AP Meira en 300 vís- indamenn og sérfræðingar í mál- efnum Suðurskautslandsins komu saman á ráðstefnu í Stokkhólmi í gær til að ræða málefni þessarar köldu heimsálfu. Á ráðstefnunni voru áhrif hlýn- andi loftslags og aukins ferða- mannaiðnaðar á álfuna ofarlega á baugi. Einnig var tekin til umræðu tillaga þar sem stungið er upp á að gera stórfyrirtæki skaðabótaskyld ef þau valda umhverfisspjöllum við Suðurskautslandið. Samkvæmt Suðurskautssamn- ingnum frá árinu 1959 er Suður- skautið heimsálfa sem helguð er friði og vísindum. Þegar Suðurskautssamningur- inn var gerður á sínum tíma markaði hann viss tímamót í sam- skiptum þjóða sem litlir kærleikar voru með. Bandaríkin, Sovétríkin sálugu og Bretland undirgengust þennan tímamótasamning, sem þá þóttu tíðindi. ■ SPURNING DAGSINS Brynja, fá álfarnir gistingu? „Þeir þurfa þess ekki enda eiga þeir híbýli hér úti um allt. En þeir eru velkomnir hvenær sem er.“ Brynja Brynjarsdóttir á Hraunsnefi breytir gömlu fjárhúsi í gistiheimili ásamt manni sínum. Fram- kvæmdir gengu illa þangað til leyfi fékkst frá álf- unum sem búa við bæinn. SÚDÖNSK STJÓRNVÖLD ÓSAMVINNUÞÝÐ Mustafa Osman Ismail (t.h.), utanríkisráð- herra Súdans, sést hér með Amr Moussa, framkvæmdastjóra Arabaráðsins. Súdanar ætla ekki að starfa með Alþjóðastríðs- glæpadómstólnum. Umferðarstofa: Ungir brjóta minna af sér UMFERÐARMÁL Umferðarbrotum ungra ökumanna, á aldrinum sautján til tuttugu og fimm ára, hefur fækkað umtalsvert. Einar Magnús Magnússon, starfsmaður Umferðarstofu, seg- ir það mikið ánægjuefni. „Við telj- um bætta ökukennslu, þar sem æfingaraksturstíminn er mun lengri en hann var, og nýtt um- ferðarbrotakerfi hafa breytt miklu,“ segir Einar og vitnar þar til punktakerfisins sem tekið var upp fyrir nokkru. Að auki segir hann mikið for- varnarstarf í þessum aldurshópi hafa hjálpað mikið til. - mh STAÐNIR AÐ VERKI Sjóræningjaskip hafa verið iðin við kolann í námunda við ís- lensku fiskveiðilögsöguna að undanförnu. BANDARÍKIN MARIJÚANA BANNAÐ Hæstiréttur Bandaríkjanna bannaði í gær notk- un marijúana í læknisfræðilegum tilgangi. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að sérstök lög sumra fylkja sem leyfa notkun efnisins í læknisfræðilegum tilgangi vernd- uðu neytendur ekki fyrir alríkislög- um sem banna alla notkun efnisins. KLÆÐSKIPTINGUR KÆRIR Félagsfræðiprófessor sem rekinn var frá Georgetown-háskóla fyrir að klæðast kvenmannsfötum hef- ur nú kært skólann fyrir ólöglega mismunun. Prófessorinn, Jeremy Kerr segist klæðast kvenmanns- fötum til að mótmæla hnignum femínismans í nútíma samfélagi. LÖGREGLUFRÉTTIR INNBROT Á HÚSAVÍK Brotist var inn í Netagerð Ísfells á Húsavík í gærmorgun. Að sögn lögreglu leit út fyrir að einhverj- um fjármunum hefði verið stolið. Málið er í rannsókn. VINNUSLYS Á STÖÐVARFIRÐI Skjólborð fauk á ökumann vöru- bíls á Stöðvarfirði um kvöldmat- arleytið í gær. Að sögn lögreglu var maðurinn fluttur á sjúkrahús með einhverja áverka á síðu. BÍLSLYS Í HVALFJARÐARGÖNGUM Flutningabíll fór utan í ganga- vegginn í Hvalfjarðargöngunum á níunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu varð ökumaður flutningabílsins fyrir minniháttar meiðslum. Göngunum var lokað í um það bil klukkutíma á meðan lögregla athafnaði sig á slysstað. Á LOÐNUMIÐUM Óvissa ríkir um loðnugegnd við landið og þar með fæðuframboð fyrir þorskinn. ALLIR LITIR HAFSINS ERU KALDIR Framleiðsla þáttanna kostaði 120 millljónir króna og hefur RÚV greitt milli 20 og 30 milljónir króna. RÚV var forkaupandi að þáttunum og hefur því frumsýningarréttt á þeim hér á landi. Fiskifræ›ingar eru áhyggjufullir vegna lélegrar n‡li›unar í florskstofninum mörg undanfarin ár en telja hrygningarstofninn vera á upplei›. †sustofninn er í afar gó›u ástandi og leggur Hafrannsóknastofnunin til a› afli ver›i aukinn um 15 flúsund tonn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.