Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 64,43 64,73 117, 27 117,85 78,99 79,43 10,62 10,68 10,02 10,08 8,64 8,69 0,60 0,60 94,95 95,51 GENGI GJALDMIÐLA 06.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,93 -1,88% 4 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Hizbollah vann stórsigur í líbönsku þingkosningunum: Ísraelar uggandi yfir úrslitunum BEIRÚT, AP Hizbollah-samtökin og bandamenn þeirra sigruðu með yf- irburðum í öðrum hluta líbönsku þingkosninganna á sunnudag. Sig- urinn veldur Ísraelum talsverðu hugarangri. Hassan Sabei innanríkisráð- herra lýsti því yfir í gær að Hiz- bollah og sjíasamtökin Amal hefðu unnið öll sautján þingsætin sem kosið var um í suðurhluta landsins í fyrradag. Þá hafði þegar verið ljóst að sex frambjóðendur sameiginlegs framboðs hreyfinganna hefðu til viðbótar verið sjálfkjörnir. Þar með hlaut framboðið 23 þingsæti sem skiptast á milli fjölmargra trúar- hópa sem að því standa. Formælandi ísraelska utanríkis- ráðuneytisins kvaðst í gær áhyggju- fullur yfir að Hizbollah væri komin í lykilstöðu í héraði sem ætti landa- mæri að Ísrael en Ísraelar telja heyfinguna vera hættuleg hryðju- verkasamtök. Hizbollah hefur reyndar neitað að afvopnast eins og ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna kveða á um en forsvígis- menn samtakanna segjast heyja lögmæta baráttu gegn ísraelskum hermönnum á umdeildu landsvæði á landamærum ríkjanna. Þriðji hluti kosninganna er svo á sunnudag og er reiknað með að Hizbollah geti vegnað ágætlega þá líka. ■ Betur launu› störf í sta› láglaunastarfa Halldór Ásgrímsson forsætisrá›herra segir a› greinar sem erfi›ast eigi upp- dráttar ver›i undir en í sta› komi betur launu› störf. Hann vísar á bug hug- myndum Kristins H. Gunnarssonar, flingmanns Framsóknarflokksins, um a› flytja 20 flúsund tonna kvóta til sta›a sem ekki njóti stóri›juframkvæmda. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra kveðst ekki sjá hvernig út- færa eigi hugmyndir þær sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins og vara- formaður sjávarútvegsnefndar, setti fram í ræðu á Patreksfirði á sjómannadaginn. Kristinn mælti með því að 20 þúsund tonna afla- heimildir yrðu fluttar til staða sem ekki nytu stóriðjuuppbygg- ingarinnar. „Við búum hér við ákveðið fisk- veiðistjórnunarkerfi og allir vita hvernig það virkar. Það er ekki verið að byggja upp stóriðju nema á tveimur stöðum á landinu: á Reyðarfirði og í grennd við Akra- nes.“ Fram hefur komið að hátt gengi krónunnar veldur útflutnings- greinunum erfiðleikum, meðal annars í fiskvinnslu á Bíldudal og hjá Skinnaiðnaði á Akureyri. „Að því er varðar skinnaiðnaðinn er þetta ekki nýtt. Greinin hefur átt undir högg að sækja meðal annars vegna þess að vinnulaunin eru lægri í öðrum löndum. Greinar sem eiga erfiðast uppdráttar verða undir en í stað láglauna- starfa koma betur launuð störf. Þetta á ekki aðeins við um Ísland heldur allt alþjóðasamfélagið. Störf hafa verið að færarst héðan í fataiðnaði, sjávarútvegi og fleiri greinum, meðal annars til Kína. Þegar til lengri tíma er litið skipt- ir höfuðmáli að við stöndum okkur í alþjóðlegri samkeppni og ég tel að við séum að gera það,“ segir forsætisráðherra. Verðbólguþrýstinginn og hátt gengi krónunnar hefur verið rakið til stóriðjuframkvæmda og spennu á húsnæðismarkaði. Hall- dór segir að verðbólga mælist varla sé húsnæðisliðurinn dreginn frá. „Vísbendingar eru um að úr þeirri spennu sé að draga. Fram- kvæmdir ríkisins eru 20 prósent- um minni árið 2005 og 2006 en árin næst á undan og þannig sýnir rík- issjóður mikið aðhald. Svo virðist sem framkvæmdir hjá stærri sveitarfélögunum og ástandið á húsnæðismarkaði séu aðalástæð- urnar fyrir spennunni.“ „Ég tel að uppbyggingin í stór- iðju sé mikilvæg. Margar hliðar- greinar í hátækni hafa stuðning af stóriðjuframkvæmdum. Þetta kemur mjög skýrt fram hjá öllum sem starfa í slíkum hátæknigrein- um,“ segir Halldór Ásgrímsson. johannh@frettabladid.is Kárahnjúkavirkjun: Fimm ákær›- ir vegna slyss DÓMSMÁL Í dag verður tekið fyr- ir í Héraðsdómi Austurlands mál sem ríkissaksóknari höfðar gegn fimm starfsmönnum við Kárahnjúkavirkjun sem sakaðir eru um vanræsklu í starfi þegar starfsbróðir þeirra lést eftir að hafa orðið fyrir stóru grjóti við vinnu í fyrra. Sjaldgæft er að starfsmenn séu sóttir til refsiábyrgðar fyrir brot á lögum um öryggi og að- búnað á vinnustað og er líklegt að niðurstaða málsins verði for- dæmisgefandi fyrir dóma á sviði refsiréttar. - mh eftir Birgi Sigurðsson Síðasta sýning laugardagskvöld VEÐRIÐ Í DAG STUÐNINGSMENN HIZBOLLAH Gulur fáni Hizbollah-samtakanna blakti víða í Líbanon um helgina. Allt frá stofnun þeirra hafa sjíar í suðurhluta landsins notið góðs af mannúðarstarfi samtakanna þótt flestir á Vesturlöndum tengi þau við hryðjuverk. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON FORSÆTISRÁÐHERRA „Störf hafa verið að færarst héðan í fataiðnaði, sjávarútvegi og fleiri greinum.“ KANADA BÓLUEFNI UPPGÖTVAÐ Kanadísk- ir vísindamenn telja sig hafa upp- götvað bóluefni við bæði ebóla- veirunni og marburg-veirunni. Bóluefnið virkar á apa í 100% til- vika. Ef bóluefnið hefur sömu áhrif á menn þá er þetta eitt stærsta einstaka framfaraskref kanadískra læknavísinda í ára- tugi. Báðar þessar veirur eru stórhættulegar og draga menn undantekningalítið til dauða á að- eins örfáum dögum. SPÁNN FJÖLGAR Í SPÆNSKU KONUNGS- FJÖLSKYLDUNNI Cristinu prinsessu, dóttur Jóhanns Karls Spánarkonungs og Soffíu drottn- ingar, fæddist um helgina dóttir. Þetta er fjórða barn hennar og sjötta barnabarn konungshjón- anna. Cristina, sem er 39 ára, er gift fyrrverandi handboltakapp- anum Inaki Urdangarin. Mótmælendur við Kárahnjúka: Stjórnvöld á var›bergi KÁRAHNJÚKAR Lögregluyfirvöld og Útlendingastofnun hafa verið að skoða hugsanlegan viðbúnað vegna fyrirhugaðrar komu at- vinnumótmælenda sem hyggjast dvelja í tjaldbúðum við Kára- hnjúkavirkjun nú í sumar. Þetta segir Hildur Dungal forstjóri Út- lendingastofnunar. Nú er verið að skoða hversu mörgum atvinnumótmælendum má búast við og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hertan viðbúnað. Hildur segir að mál sem þessi komi yfirleitt fyrst á borð Ríkislögreglustjóra og sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli sem síðan hafi samband við Útlendingastofnun ef ástæða þykir til. - oá HILDUR DUNGAL Hugsanlega verður hert gæsla við Kárahnjúka í sumar vegna komu atvinnumótmælenda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Deilurnar í Garðasókn: Söfnu›urinn gæti klofna› GARÐABÆR Fjöldamörg sóknarbörn í Garðasókn eru verulega óánægð með að aðal- s a f n a ð a r - fundur hafi ekki verið haldinn í síð- asta mánuði eins og er kveðið á um í lögum um starfshætti Þ j ó ð k i r k j - unnar. Hátt í fjögur hund- ruð sóknar- börn hafa skrifað undir áskorun um að fundurinn verði haldinn sem fyrst og hafa sóknar- börn jafnvel rætt um að stofna frí- kirkjusöfnuð í Garðabæ. Úrskurðarnefnd Þjóðkirkjunn- ar lagði til fyrr á árinu að séra Hans Markús Hafsteinsson yrði fluttur til í starfi vegna brots í starfi. Hann áfrýjaði hins vegar þeim úrskurði fyrir mánuði. Stuðn- ingsmenn prestsins telja að verið sé að bola farsælum presti úr starfi. Framkvæmdanefnd sóknar- nefndarinnar ákvað að höfðu sam- ráði við Biskupsstofu að fresta fundinum, þrátt fyrir lagaákvæðið, þar til úrskurður áfrýjunarnefnd- arinnar liggur fyrir. – grs BLIKUR Á LOFTI YFIR VÍDALÍNSKIRKJU Ekkert lát virðist vera á deilun- um í Garðasókn og nú síðast var aðalsafnaðar- fundi sóknarinnar frestað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.