Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 7. júní 2005 11                        !  "#$% # &   ! '( )# *%             +  ,  !       !    -       "!  #!   $   % !    # #  ./0 0-$.-01 +01 &   '()*   +  ,-.,/01123  **   ! 4    ,-.,/0112 ! $ 3 5    $/   $ ! * ,-., 0112'   +      ,      6 /   ( 78     /+2+314+ -+01 8 !!  ,-.,/0112'   9:  ! &  ,-.,/0112,/ 5  &  ;+.:$ ;-$ 560 +0 -+3307+ 8+  :.7  * +  ,-. ,/0112& ,/  5  5  &  +   7   * +  ,-.,/0112  / & ! * ,-.,/0112   ,/               9 :::                            Gistinætur á hótelum: Íslendingum fjölgar FERÐAMANNAÞJÓNUSTA Íslenskum hótelgestum fjölgaði stórlega í öllum landshlutum í aprílmánuði síðastliðnum miðað við sama mán- uð í fyrra. Fjöldi gistinótta útlend- inga stendur hins vegar í stað. Þetta kemur fram í úttekt Hag- stofunnar. Hótel á Austurlandi bættu við sig flestum gistinóttum, rúmlega þriðjungi. Alls voru gistinæturnar á land- inu 77.590 í apríl á þessu ári, rúm- lega sex þúsund fleiri en í sama mánuði í fyrra. Hagstofan rekur ástæðuna fyr- ir tíðari hótelgistingum Íslend- inga til þess að þeir séu farnir að nýta sér hótel í auknum mæli í styttri ferðum og á árshátíðum. - jse LEIÐRÉTTING Í frásögn Fréttablaðsins á sunnu- dag um útgáfu á bókinni Mynd á þili var missagt að samnefnd sýn- ing stæði yfir í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu. Hið rétta er að sýningin er í Þjóðminja- safni Íslands við Suðurgötu. SAMGÖNGUR Hafnarstjórn Faxa- flóahafna hefur falið hafnar- stjóra að kanna kosti þess að „Reykjavíkurhöfn verði að nýju ákjósanlegur viðkomustaður fyrir reglubundnar farþega- siglingar milli landa“ og hafn- aryfirvöldum falið að kanna með hvaða hætti væri hægt að taka á móti bílferjum. Tillaga þessa efnis frá Kjartani Magn- ússyni, borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, var samþykkt á fundi hafnar- stjórnar í apríl. Kjartan, sem sæti á í hafnar- stjórn, segist lengi hafa haft áhuga á möguleikum farþega- flutinga sjóleiðis þó svo að borgin færi ekki út í annað en að skapa aðstöðu fyrir þá sem áhuga kynnu að hafa. Hann seg- ir búið að skoða marga kosti sem mögulega ferjuhöfn, en helst komi til greina Grundar- tangahöfn eða Skarfabakki í Sundahöfn. „Eftir árið 2006 skapast góðir möguleikar til að gera þetta,“ sagði hann og sagði stefnt að samnýtingu ferju- hafnar og lægis fyrir skemmti- ferðaskip. „Þetta er samt allt á athugunarstigi ennþá,“ sagði hann og taldi næsta skref vera að kynna Reykjavíkurhöfn er- lendis sem áfangastað. „Ferjur verða sífellt hraðskreiðari og jafnvel hægt að komast frá Ís- landi til meginlands Evrópu á rúmum tveimur sólarhringum.“ -óká KJARTAN MAGNÚSSON Kjartan, sem er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segist hafa fengið óformlega fyrirspurn um möguleik- ann á millilandaferjuhöfn í Reykjavík, en enn sem komið er hafi enginn spurst formlega fyrir um málið hjá hafnarstjórn. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi: Ferjusiglingar frá Reykjavík Þjóðhátíðardagur Svía: Í fyrsta skipti rau›ur dagur SVÍÞJÓÐ Svíar héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í gær, 6. júní. Það bar til tíðinda að dagurinn var í fyrsta skipti „rauður dagur“ í sænskum dagatölum, sem sagt al- mennur frídagur. Konungsbörnin Viktoría, Karl Filippus og Magdalena settu hátíðina formlega við athöfn við sænsku konungshöllina í gærmorg- un. Dagurinn var svo haldinn hátíð- legur um land allt og fóru hátíðahöld nær undantekningalaust vel fram fyrir utan það að öfgahópar nýttu tækifærið til áróðurs á götum Stokk- hólms. Til einhverra ryskinga kom á milli vinstri- og hægri öfgahópa. ■ MEGN ÓÞEFUR Vegfarendum um róm- verska markaðstorgið í miðborg Aþenu var ekki skemmt í gær. Sorphirða stöðvuð: Allt í rusli í Aflenuborg GRIKKLAND Illdeilur um urðunar- stað hafa orðið til þess að sorpi hefur ekki verið safnað í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í heila viku. Lyktin af sorpinu er stæk enda hefur það rotnað hratt í sum- arhitunum. Kveikja deilunnar er áform ríkisstjórnarinnar um að sturta hálfunnu skolpi ofan í skurði á sorpurðunarstað í einu úthverfa borgarinnar. Því vildi hverfis- stjórnin hins vegar ekki una og lokaði staðnum. Heilbrigðisyfirvöld óttast að sjúkdómar geti breiðst út af völd- um sóðaskaparins sem ruslinu fylgir. - shg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.