Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 38
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR – fyrir allt sem þú ertUpplýsingar í síma 550 1200, 550 1400 eða á www.spron.is Íbúðalán SPRON eru háð útlánareglum SPRON öllum opin4,15% Íbúðalán SPRON Við afnemum skilyrði um önnur bankaviðskiptiHimin n o g h a f / S ÍA SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 0 2 4 Passat – nýtt orð yfir lúxus Verð 2.275.000 kr. 1600 FSI® 6 gíra beinskiptur Volkswagen Passat hefur verið endurhannaður frá grunni, öflugri, fágaðri og betur búinn en nokkru sinni. Hann er stærri og rúmbetri og er nú sá stærsti í sínum flokki. Passat býðst nú með nýjum og öflugum FSI® bensín- og TDI® dísilvélum með 6 gíra handskiptingu eða 6 þrepa sjálfskiptingu. Meðal staðalbúnaðar má nefna hemlalæsivörn (ABS), rafstýrða stöðugleikastýringu (ESP), spólvörn (ASR), rafræna handbremsu, fjarstýrða opnun á farangursgeymslu og byltingar- kenndan kveikjubúnað sem aðeins er að finna í Volkswagen Passat. Lúxus hefur fengið nýja ásýnd. Komdu og kynnstu Volkswagen Passat. HEKLA, Laugavegi 174, sími 590 5000 www.hekla.is, hekla@hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur hf., Akureyri, sími 461 6020 · HEKLA, Borgarnesi, sími 437 2100 · HEKLA, Ísafirði, sími 456 4666 HEKLA, Reyðarfirði, sími 470 5100 · HEKLA, Reykjanesbæ, sími 420 5000 · HEKLA, Selfossi, sími 482 1416 Aus Liebe zum Automobil Af sólkon- ungum Getur verið að Don Kíkóti búi áÍslandi? Er hann herragarðseig- andi á Stóra Fróni? Já, svei mér þá. Hann er hinn sjónumhryggi riddari sem ærist yfir því hve skilningssljó- ir sveitungar hans eru. Hann berst við ill og ósýnileg öfl sem aðeins eru til í hans dimmustu hugskotum, eltir úreltar hugsjónir og lifir og hrærist í gömlum ævintýrum. Við hlið hans ríður Sancho Pancha á asnanum, sauðtryggur hvað sem á dynur því hann veit að launin eru landstjóra- staða. Hann gerir allt fyrir land- stjóraembættið, allt. Nú skal verja riddarann sinn og hans vonlausu hugsjónir, nú skal verja drauminn um landstjóraembættið. Þó liggja sorglegar staðreyndir þegar fyrir og ljóst að hann mun aldrei sitja gæð- inga eins og riddarinn. Honum er ætlað að hossast á asna inn í sólsetr- ið. RÍKIÐ, það er ég, sagði sólkonung- ur í Frakklandi. Foringinn á Stóra Fróni virðist tauta þetta ofan í bringuna á sér sæta, langa sumar- daga. Það kemur til minna kasta að úrskurða um hvort þetta eða hitt er mögulegt og hvort forsetinn má yf- irhöfuð skjóta nokkrum sköpuðum hlut til þjóðarinnar. Hvort vegur þyngra, lýðveldi eða þingveldi – Ing- veldi eða pingveldi? Ég ræð þessu öllu saman og við grillum banana í allt sumar. SUMARVÆRÐIN færist yfir okk- ur. Lóan og himbriminn dáleiða Frónverjann og gera hann kærulaus- an. Það er búið að senda þingmenn heim í frí og fresta þeirri sápuóperu til haustsins. Hasarinn er búinn rétt eins og Leiðarljós og Beðmál í borg- inni. Serían endar með átakamiklum hápunkti og gera má ráð fyrir öfl- ugri endurkomu með dramatískum breytingum að hausti. Allt í einu er miklu meira aðkallandi að olíubera pallinn, klippa hekkið, eitra fyrir undarlegum aðskotadýrum í garðin- um, kaupa sumarblóm, grilla tilboðs- mat og vaka í nætursólinni. HJARTAGÓÐ stubba situr í aftur- sæti og ferðast um íslenskar sveitir. Hún gefur mömmu sinni fallegasta blómvönd í víðri veröld. Sjáðu þessi tún, mamma? segir hún og bendir á breiðurnar út um gluggann. Já, segir móðirin annars hugar. Sjáðu allar sóleyjarnar sem vaxa um dalinn? Já, svarar móðirin. Þær eru handa þér. Þú mátt eiga þær allar. BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.