Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 7. júní 2005 13 GENGIÐ HJÁ KOSNINGAVEGGPJALDI Írönsk kona gengur fram hjá kosninga- veggspjaldi frá forsetaframbjóðandanum Mohammad Baqer Qaliba, fyrrum lög- reglustjóra í Teheran. Gengið verður til kosninga þann 17. júní. stöðum þannig fækkað, þá er und- arlegt að hingað skuli streyma stúlkur alls staðar að úr heimin- um til þess að starfa í þessum geira, án þess að það sé skoðað til hlítar. Við höfum bent á það að í löndum í kringum okkur eru þessi mál í ólestri og í sífelldri rann- sókn, og hvers vegna ætti ekki að vera sama staða upp á teningnum hér á landi?“ Smygl ekki það sama og mansal Eðlismunur er á mansali og smygli á fólki á milli landa. Jó- hann segir mikilvægt gera sér grein fyrir muninum, því mansal sé mun harkalegra og skipulagð- ara brot. „Í smyglinu er borgað fyrir aðstoð með eingreiðslu, þar sem smyglarinn sjálfur er vitan- lega sá sem græðir mest. Sam- skiptum þess sem smyglað er og aðstandanda smyglsins lýkur yf- irleitt þegar á áfangastað er kom- ið. Í mansalsmálunum er greiðslan greidd á lengri tíma og upphæðin mun hærri. Fjárhæðin er yfirleitt greidd á áfangastað, og innheimt með ýmiss konar nauðungarvinnu, til dæmis vændi. Stærstur hluti launa fórnarlambsins í þessum málum rennur til smyglarans og það gerir sér ekki grein fyrir ör- lögum sínum fyrr en á áfangastað er komið. Smyglarinn gerir svo fórnarlambið háð stöðu sinni með því að halda því ólöglegu í landinu og þannig er því gert nánast ókleift að leita sér hjálpar. Þetta er því alveg hrikalegur glæpur.“ Dómar séu í samhengi við alvar- leika Jóhann segir jafnframt að dóm- arnir, sem féllu í brotum tengdu mansali í upphafi, hefðu mátt vera harðari. „Fordæmið sem þeir dómar gáfu var að mínu mati of vægt. Það hefði verið heppilegra að veita harðari dóm fyrir þessi brot í upphafi, því þeir dómar sem á eftir koma taka mið af þeim.“ Það eina sem íslensk stjórn- völd geta gert til þess að lág- marka mansalsbrot hér á landi er því að taka á málunum sem upp koma af festu. Það er ekki eftir- sóknarvert fyrir Íslendinga að taka þessi mál vettlingatökum, því þannig getur Ísland orðið griðland þeirra sem glæpina skipuleggja og þá verður mansal- ið að enn meiri og dýpri vanda hér á landi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.