Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 30
Leiksýningin Mýrarljós fær flest-
ar tilnefningar þetta árið til
Grímunnar, íslensku leiklistar-
verðlaunanna, sem afhent verða
við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhús-
inu fimmtudaginn 16. júní næst-
komandi. Skýrt var frá tilnefning-
um ársins í gær.
Mýrarljós fær samtals ellefu
tilnefningar. Þar á meðal er Edda
Heiðrún Backmann tilnefnd sem
besti leikstjóri ársins, Halldóra
Björnsdóttir sem leikkona ársins í
aðalhlutverki og þær Edda Arn-
ljótsdóttir, Guðrún Gísladóttir og
Kristbjörg Kjeld sem leikkona
ársins í aukahlutverki. Sigurður
Sigurjónsson er einnig tilnefndur
sem besti leikari í aukahlutverki
fyrir leik sinn í Mýrarljósum, auk
þess sem sýningin er tilnefnd fyr-
ir leikmynd, búninga, lýsingu og
tónlist.
Næstflestar tilnefningar fá
Héri Hérason og Úlfhamssaga,
með sjö tilnefningar hvor sýning.
Fimm tilnefningar fá síðan Híbýli
vindanna og Draumleikur.
Auk Mýrarljósa hlutu sýning-
arnar Draumleikur, Héri Hérason,
Híbýli vindanna og Úlfhamssaga
tilnefningu sem sýning ársins.
Hinn almenni áhorfandi getur
látið í ljós álit sitt með því að taka
þátt í kosningu til Áhorfendaverð-
launa Grímunnar. Kosningin er
hafin og fer fram á vefsíðunni
visir.is ■
24 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
EKKI MISSA AF…
... Ódauðlegu verki um
Stjórn og stjórnleysi sem
Áhugaleikhús áhuga-
manna sýnir í Klink og
Bank við Brautarholt
klukkan 21 í kvöld, gengið
er inn Stakkholtsmegin.
Þetta er síðasta sýning
verksins.
... Peningahávaða, sýn-
ingu þeirra Ólafs Árna
Ólafssonar og Libiu Perez
de Siles de Castro í Lista-
safni ASÍ við Freyjugötu í
Reykjavík.
... sýningu Finnboga
Péturssonar í vatnstönk-
unum við Háteigsveg, sem
opnuð var á Listahátíð í
Reykjavík.
Blásarakvintett Hafnarfjarðar
heldur tónleika í Hásölum í
kvöld og hefjast þeir klukkan 20.
Tónleikarnir eru liður í dagskrá
Bjartra daga, sem er menningar-
og listahátíð Hafnarfjarðar.
Á efnisskránni verður létt og leik-
andi tónlist í takt við sumarkom-
una. Meðal annars verða flutt ís-
lensk sönglög í útsetningu Páls
P. Pálssonar og ungverskir dans-
ar eftir F. Farkas.
Eftir Darius Milhaud leikur kvin-
tettinn svítu sem meðal annars
hefur verið notuð í kvikmynd og
skemmtilegan kvintett eftir Franz
Anton Rosetti.
Blásarakvintettinn skipa þeir Gunnar Gunnars-
son sem leikur á þverflautu, Peter Tompkins
sem leikur á óbó, Ármann Helgason klar-
inettuleikari, Rúnar Vilbergsson á fagott og
Emil Friðfinnsson á horn. Allir eru þeir bæði
kennarar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og
hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands.
Kl. 20.00
Víóluleikararnir Anna Hugadóttir og
Annegret Mayer-Lindenberg flytja
sjaldheyrð og spennandi verk fyrir
tvær víólur á tónleikum í Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði.
menning@frettabladid.is
Blása létt á Björtum dögum
MÝRARLJÓS Guðrún Gísladóttir og Halldóra Björnsdóttir í hlutverkum sínum.
!
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Í samstarfi við Á þakinu
Su 12/6 kl 14 UPPS,
Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14,
Su 19/6 kl 14 - UPPS., Su 26/6 kl 14,
Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14,
Su 24/7 kl 14
STÓRA SVIÐ
99% UNKNOWN - Sirkussýning
CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ
Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20,
Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar
25 TÍMAR
Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi
við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,-
Einstakur viðburður
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Einleikur Eddu Björgvinsdóttur.
Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 kl 20 - UPPS.,
Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20,
Lau 18/6 kl 20, Su 19/6 kl 20
Síðustu sýningar
Börn 12 ára og yngri fá frítt í
Borgarleikhúsið í fylgd
fullorðinna
- gildir ekki á barnasýningar
Miðasölusími 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20
miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudag
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Víóludúóið Duo Borealis
heldur tónleika í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði. Dúóið skipa víóluleikar-
arnir Anna Hugadóttir og Annegret
Mayer-Lindenberg. Á efnisskrá eru
sjaldheyrð og spennandi verk fyrir
tvær víólur eftir Bridge, LeClair, W.F
Bach og Stravinskí. Aðgangur er
ókeypis og öllum heimill.
■ ■ ÚTIVIST
19.00 Í fyrstu þriðjudagsgöngu
sumarsins í Viðey verður gengið um
hinar ýmsu sagnaslóðir sem Viðey
hefur að geyma.
■ ■ FUNDIR
20.00 Þjóðarhreyfingin heldur op-
inn kvöldfund um stjórnarskrá Ís-
lands á Sal Menntaskólans í Reykja-
vík. Framsögumenn verða Ólafur
Hannibalsson, Jónatan Þórmunds-
son, Sigurður Líndal, Ragnar Aðal-
steinsson og Kristrún Heimisdóttir.
Fundarstjóri er Valgerður Bjarna-
dóttir.
■ ■ DANSLIST
21.00 Norska danskompaníið Ella-
fiskumdanz sýnir á Ingólfstorgi verk-
ið Pas de deux - netið, en eins og
titill verksins bendir til er dansað á
neti.
■ ■ BJARTIR DAGAR
20.00 Blásarakvintett Hafnar-
fjarðar flytur létta og leikandi tónlist
í takt við sumarkomuna í Hásölum.
Blásarakvintettinn skipa þeir Gunnar
Gunnarsson, Peter Tompkins, Ár-
mann Helgason, Rúnar Vilbergsson
og Emil Friðfinnsson.
20.00 „Ég er ögn í lífrænni kviksjá“
nefnist myndlistargjörningur Örnu
Valsdóttur í húsnæði Hafnarfjarðar-
leikhússins að Strandgötu 50. Að-
gangur er ókeypis.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Þriðjudagur
JÚNÍ
4 5 6 7 8 9 10
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI:
Atli Rafn Sigurðsson – Grjótharðir
Hilmir Snær Guðnason – Dínamít
Ingvar E. Sigurðsson – Svik
Ólafur Egill Egilsson – Óliver! / Svört mjólk
Rúnar F. Gíslason – Böndin á milli okkar
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI:
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir- Svört mjólk
Ilmur Kristjánsdóttir – Ausa
Halldóra Björnsdóttir – Mýrarljós
Hanna María Karlsdóttir – Héri Hérason
Margrét Vilhjálmsdóttir – Dínamít
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Björn Thors – Dínamít
Gísli Pétur Hinriksson – Grjótharðir
Jóhann Sigurðarson – Svört mjólk
Sigurður Sigurjónsson – Koddamaðurinn
Þröstur L. Gunnarsson – Koddamaðurinn
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Edda Arnljótsdóttir – Mýrarljós
Guðrún Gísladóttir – Mýrarljós
Halldóra Geirharðsdóttir – Draumleikur
Kristbjörg Kjeld – Mýrarljós
Marta Nordal – Segðu mér allt
LEIKSKÁLD ÁRSINS:
Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirs-
son og Þorgeir Tryggvason – Klaufar og
kóngsdætur
Birgir Sigurðsson – Dínamít
Hávar Sigurjónsson – Grjótharðir
Kristín Ómarsdóttir – Segðu mér allt
Kristján Þ. Hrafnsson – Böndin á milli okkar
Andri Snær Magnason, Gréta Bergþórsdóttir
og María Ellingsen – Úlfhamssaga
LEIKSTJÓRI ÁRSINS:
Ágústa Skúlad. – Klaufar og kóngsdætur
Benedikt Erlingsson - Draumleikur
Edda Heiðrún Backman – Mýrarljós
Stefán Jónsson – Héri Hérason
Þórhildur Þorleifsdóttir – Híbýli vindanna
SÝNING ÁRSINS:
Draumleikur – Benedikt Erlingsson
Héri Hérason – Stefán Jónsson
Híbýli vindanna – Þórhildur Þorleifsdóttir
Mýrarljós – Edda Heiðrún Backman
Úlfhamssaga – María Ellingsen
Mýrarljós er tilnefnt
til ellefu verðlauna
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI