Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 16
Ekki nægar upplýsingar Það hefur vakið athygli fjárfesta að greiningardeild- ir bankanna hafa ekki gefið út neina opinbera ráð- leggingu vegna hlutafjárútboðs í tískukeðjunni Mosaic. Reyndar er KB banki löglega afsakaður þar sem bankinn hefur umsjón með útboðinu en hin- ar greiningardeildirnar hafa líka haldið að sér höndum. Þetta kemur á óvart en bank- arnir munu þó vera mismunandi spenntir fyrir nýja félaginu. Þá mun vera óánægja með það innan bankanna að upplýsing- ar um nýja félagið í Kauphöllinni hafi borist seint og illa og ekki hafi verið orðið við beiðnum um viðbótarupp- lýsingar þegar eftir þeim var leitað. Miklu meiri eftirspurn en framboð var þegar bréf í félaginu voru seld til fagfjárfesta en nú geta eintaklingar skráð sig og er hægt að kaupa fyrir samtals 1,2 milljarða króna. Enn spenna um Íslandsbanka Fréttir um væntanlega sölu á fjögurra prósenta hlut Steinunnar Jónsdóttur í Íslandsbanka vöktu mikla athygli fyrir helgi. Á föstudaginn var nánast fullyrt í fréttum Stöðvar 2 að kaupin væru á næsta leiti en svo virðist sem samningar taki lengri tíma en búist var við. Ekki er hægt að fullyrða hvort af sölu verður en hart er sótt að henni að selja til aðila hliðhollum Straumi en núverandi valdhafar í fyrirtækinu vilja vitaskuld einnig komast yfir hlutinn. Ólíklegt er að hörð gagnrýni á Bjarna Ármannsson, forstjóra Ís- landsbanka, sé ótengd þessum væringum. Steinunn stendur frammi fyrir því að velja á milli Einars Sveinssonar og Bjarna Ármanns- sonar annars vegar og Straums- og Lands- bankamanna hins vegar. Þar sem báðir hóp- arnir eru líklegir til að geta boðið sama verð reyna menn að leita annarra leiða til að sann- færa seljandann um að eiga frekar viðskipti við sig heldur en hinn aðilann. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.075 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 190 Velta: 583 milljónir -0,15% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Sveinn Þór Stefánsson hefur tekið sæti í stjórn Flögu Group. Ávöxtunarkrafa á skuldabréfa- markaði hækkaði í gær í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans á föstudag. Gengi íslensku krónunnar styrktist verulega í gær og er sú hækkun rakin til stýrivaxtahækk- unar Seðlabankans. Gengisvísi- tala kónunnar lækkaði um tæp tvö prósent. Hlutabréf í Bretlandi, Þýska- landi og Japan lækkuðu í gær. FTSE í Lundúnum lækkaði um 0,38 prósent, Dax í Þýskalandi um 0,29 prósent og Nikkei í Tókýó um 0,26 prósent. 16 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR Laun kvenna hafa hækkað örlítið meira en karla frá árið 2003. Heildarlaun kvenna hækka um tæp 11 prósent en karla um 10 pró- sent milli mælinga. Launamunur kynjanna virðist örlítið minni en fyrir tveimur árum. Karlar hafa tæplega 30 prósent hærri heildar- laun en konur samanborið við tæp- lega 31 prósents launamun árið 2003 og 22 prósenta mun árið 2001. Ef launamunur er skoðaður miðað við vinnuframlag er hann 22 prósent en var 17 í sambæri- legri könnun árið 2003. Launamunur kynjanna er tæp átta prósent þegar tekið er tillit til þátta eins og menntunar, starfs, atvinnugreinar, aldurs, vinnu- framlags, mannaforráða og starfs- aldurs. Munurinn var tæp sjö pró- sent árið 2003. Meðalmánaðarlaun viðskipta- og hagfræðinga eru 519 þúsund krónur. Þau hafa hækkað nokkuð frá árinu 2003 þegar síðasta könn- un var gerð en þá voru þau rúm- lega 475 þúsund krónur. Miðgildi launa kvenna er 399 þúsund krónur en karla eru 517 þúsund krónur. Viðskipta- og hagfræðingar vinna svipað lengi núna og áður. Karlar vinna að meðaltali 46,4 stundir á viku en konur 43,5 stund- ir á viku. Konur hafa aukið vinnu- stundir sínar en karlar vinna svip- að mikið og áður. Niðurstöður könnunarinnar byggja á 1.072 svörum hjá við- skipta- og hagfræðingum. dogg@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 41,10 -1,91% ... Atorka 5,95 - 0,17% ... Bakkavör 35,40 – ... Burðarás 14,70 – ... FL Group 14,50 +0,35% ... Flaga 4,97 +0,40% ... Íslandsbanki 13,45 -0,37% ... KB banki 536,00 +0,19% ... Kögun 60,50 -0,33% ... Landsbankinn 16,40 -0,61% ... Marel 56,30 -0,88% ... Og fjarskipti 4,00 – ... Samherji 12,10 – ... Straumur 11,90 +0,85% ... Össur 77,00 +0,65% Laun kvenna hækkað örlítið meira en karla Meðallaun viðskipta- og hagfræðinga eru 519 þúsund krónur. Straumur 0,85% Össur 0,65% Flaga 0,40% Actavis -1,91% Marel -0,88% Landsbankinn -0,61% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Frjáls íbúðalán 4,15% verðtryggðir vextir Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Engin sk ilyrði um önn ur bankav iðskipti 100%veðsetningarhlutfall Glös fyrir góðar stundir – einstök ending og frábært verð Mán udag a til föstu daga frá k l. 8:0 0 til 18:00 Laug arda ga fr á kl. 10 :00 t il 14: 00 Opnu nartí mi í ver slun RV: R V 20 42 A Pils 36 cl bjórglös, 3 stk. Maldive 36 cl bjórglös, 6 stk. Imerial 31 cl rauðvínglös , 12 stk. Á tilboðsverði í júní 2005 1.528,- 12 stk. 742.- 6 stk. 324,- 3 stk. Þeir sem sækja um íbúðalán hjá SPRON með 4,15 prósenta vöxtum þurfa ekki eiga að önnur banka- viðskipti við sparisjóðinn. SPRON er „fyrsta bankastofnunin á land- inu sem stígur þetta skref til fulls og gerir ekki kröfur til lántakenda um önnur viðskipti,“ segir í fréttatilkynningu frá sparisjóðn- um. Áður höfðu dótturfélög SPRON, Netbankinn og Frjálsi fjárfestingarbankinn, gert hið sama. Stjórnendur SPRON segjast hafa fundið fyrir mikilli óánægju almennings með að lánveitendur skuldbindi lántakendur til að eiga viðskipti við þá í allt að 40 ár. - eþa ENGIN SKILYRÐI SPRON afnemur skil- yrði um önnur bankaviðskipti þegar tekið er íbúðalán á 4,15 prósenta vöxtum. SPRON afnemur skilyr›i FÁAR KONUR ERU MEÐAL LAUNAHÆSTU VIÐSKIPTA- OG HAGFRÆÐINGA Launamunur kynjanna minnkar örlítið en enn er nokkur munur á launum kynjanna. Hver einasti bankastjóri í stóru bönkunum er karlmaður. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K G B Krónan styrktist í gær um rúm 1,7 prósent en velta á gjaldeyrismark- aði var mjög mikil eða tólf millj- arðar. Gengisvísitalan endaði í 110,65 stigum. Búist var við þess- ari styrkingu eftir að Seðlabank- inn hækkaði stýrivexti um hálft prósentustig á föstudaginn síð- asta. Mikill munur er á skamm- tímavöxtum milli Íslands og út- landa. Munurinn er nú 6,8 prósent. Greiningardeildir viðskipta- bankanna sjá ekki fyrir sér að krónan veikist gagnvart erlend- um gjaldmiðlum í bráð. Sölugengi Bandaríkjadals var 64,5 krónur í lok dag en sterl- ingspundið stóð í 117,3 krónum. - eþa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M VAXTAHÆKKUN STYRKIR KRÓNUNA Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri tilkynnti um vaxtahækkun á föstudaginn sem hafði mikil áhrif á gjaldeyrismarkaði í gær. Krónan styrktist miki›

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.