Fréttablaðið - 07.06.2005, Blaðsíða 6
6 7. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
KATMANDÚ, AP Að minnsta kosti 38
Nepalar biðu bana þegar sprengja
sprakk undir rútu sem þeir voru
farþegar í. Stjórnvöld kenna maó-
istum um verknaðinn.
Rútan var á ferð um sveitahérað
í suðurhluta landsins þegar jarð-
sprengjan sprakk undir henni. Svo
virðist sem tilræðismaðurinn hafi
falið sig á bak við tré skammt frá og
sett sprenginguna af stað. Hún var
svo öflug að vagninn hentist upp í
loftið og lenti svo utan við veginn.
38 farþegar drekkhlaðinnar rút-
unnar létust og 71 slasaðist í
sprengingunni. Sjúkrahús í ná-
grenninu gátu vart annað álaginu
sem myndaðist í kjölfarið.
Ríkisstjórnin hefur þegar kennt
uppreisnarmönnum maóista um til-
ræðið en þeir hafa hvorki neitað því
né játað. Enda þótt þeir kveðist ekki
ráðast gegn óbreyttum borgurum
hafa þeir stundum beint spjótum
sínum að rútubílstjórum sem aka
þrátt fyrir boð þeirra um vinnu-
stöðvun. Ekkert slíkt boð var hins
vegar í gildi nú.
Maóistar hafa átt í skæruhernaði
við stjórnvöld síðan 1996 sem hefur
kostað 11.500 mannslíf. Þegar
Gyanendra konungur tók sér alræð-
isvald í landinu í febrúar síðastliðn-
um hafa rósturnar í landinu aukist
umtalsvert. ■
Hringróður til styrktar Sjálfsbjörgu:
Umhverfis Ísland á árabát
BOLUNGARVÍK Kjartan Jakob Hauks-
son, kafari, tók á sjómannadaginn
upp þráðinn þegar hann lagði á ný
upp í hringferð um Ísland. Hann hóf
ferðalagið fyrir tveimur árum á
róðrarbátnum Rödd hjartans. En
þeirri ferð lauk þegar báturinn
strandaði við Bolungarvík. Tilgang-
ur hringróðurins er að safna fé til
styrktar Hjálparliðasjóði Sjálfs-
bjargar og nú þegar hafa safnast
225.000 krónur, bæði frá fyrirtækj-
um og einstaklingum.
Kjartan hóf ferðalagið á ný
þegar hann lagði aftur af stað frá
Bolungarvík á nýjum árabát, sem
hann kallar Frelsi. Búist er við að
hringróðurinn taki 6-8 vikur.
Í gærmorgun var Kjartan var
kominn í Reykjafjörð á Hornströnd-
um, og hafði þá lagt að baki 57 sjó-
mílur á 31 klukkustund. Hann hafði
þá róið um nóttina og ætlaði að hvíla
sig í Reykjafirði það sem eftir lifði
dagsins.
Sérstök dagbók um gang ferðar-
innar verður uppfærð daglega á
www.sjalfsbjorg.is. Hægt er að
styrkja ferðalagið um þúsund krón-
ur með því að hringja í síma 908-
2003 og á vef Sjálfsbjargar er form
þar sem þeir sem vilja geta gefið
upphæð að eigin vali. - grs
Trúna›arbrestur milli
stjórnar og skólastjóra
Foreldrar barna í Landakotsskóla héldu skyndifund í gærkvöld í kjölfar af-
sagnar skólastjórans sem kve›st óánæg›ur me› n‡ja stjórn skólans. Áskorun
um stu›ning vi› skólastjórann var samflykkt einróma.
SKÓLAMÁL „Ég hafði ekki áhuga á
því að vinna áfram í Landakots-
skóla við nýjar aðstæður; það varð
breyting á rekstrarforminu, ný
stjórn tók við. Ég kærði mig ekki
um að vinna áfram með þessari
nýju stjórn,“ segir séra Hjalti Þor-
kelsson, fráfarandi skólastjóri
Landakotsskóla, sem sagði starfi
sínu lausu 3. júní síðastliðinn.
Í maí sagði Gunnar Örn Ólafs-
son, formaður rekstrarfélags skól-
ans, Bessí Jónsdóttur aðstoðar-
skólastjóra upp störfum. Bessí leit-
ar nú lagalegs réttar síns því hún
telur að með uppsögninni hafi ver-
ið brotið á sér bæði lagalega og sið-
ferðislega.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins undi Hjalti uppsögn Bessí-
ar illa og óskaði eftir því í kjölfarið
að fá óskorað umboð til að sjá um
starfsmannamál í skólanum. Ósk
Hjalta um umboðið var hafnað af
Gunnari Erni í byrjun mánaðarins.
Í gærdag fóru fram fundir í
Landakotsskóla vegna breyting-
anna í skólanum. Irena Kojic,
formaður kennararáðs Landa-
kotsskóla, segir að á fundum
dagsins hafi skólayfirvöld
ákveðið einhuga að halda áfram
því góða starfi sem unnið sé í
skólanum. Hún segir undirbún-
ing fyrir næsta skólaár vera haf-
inn og kennararáð hafi umboð til
að ráða nýjan skólastjóra og
kennara.
Foreldrar barna í Landakots-
skóla efndu til fundar í Reykja-
víkurakademíunni síðdegis í gær.
Um 90 manns mættu á fundinn.
Séra Hjalti tók til máls í byrjun
fundar og lýsti þar ástæðum
ákvörðunar sinnar. Á fundinum
var samin ályktun þar sem því var
lýst yfir að foreldrar barna við
skólann hefðu þungar áhyggjur af
því ófremdarástandi sem skapast
hefði í skólanum síðustu vikurnar.
Skorað var á stjórn Landakots-
skóla að ráða Hjalta á ný sem
skólastjóra og að frumforsenda
fyrir því væri að skólastjórn
veitti Hjalta fullt og óskorað um-
boð til að fara með starfsmanna-
mál. Að lokum var farið fram á
það að skólastjórn héldi fund með
foreldrum barna við Landakots-
skóla. Áskorunin var samþykkt
einróma af viðstöddum.
ingi@frettabladid.is
Stjórnarskrársáttmáli ESB:
Bretar slá
kosningu af
BRETLAND Jack Straw, utanríkis-
ráðherra Bretlands, tilkynnti
breskum þingmönnum í gær að
ríkisstjórnin hefði ákveðið að
fresta öllum áformum um þjóðar-
atkvæðagreiðslu um stjórnar-
skrársáttmála Evrópusambands-
ins. Í ljósi úrslitanna í Frakklandi
og Hollandi í síðustu viku væri
enginn tilgangur með slíkri kosn-
ingu.
Ákvörðun bresku stjórnarinn-
ar er þvert á hvatningu Jacques
Chirac Frakklandsforseta og Ger-
hards Schröder, kanslara Þýska-
lands, sem hafa hvatt þau ríki sem
eiga eftir að staðfesta sáttmálann
til að halda sínu striki.
Liam Fox, talsmaður íhalds-
manna í utanríkismálum, kallaði
þá félaga „pólitískar risaeðlur“ og
skoraði á Straw að lýsa því yfir að
sáttmálinn væri dautt plagg. ■
Fékk fangelsisdóm:
Stakk mann
sinn í baki›
DÓMSMÁL Kona á fertugsaldri var í
gær dæmd í fimmtán mánaða
fangelsi fyrir að stinga sambýlis-
mann sinn í bakið með búrhnífi.
Atvikið átti sér stað í íbúð þeirra
við Kleppsveg. Bæði voru þau
undir áhrifum áfengis og var
maður hennar búinn að beita konu
sína líkamlegu ofbeldi skömmu
áður. Konan játaði að hafa reiðst
snögglega og stungið mann sinn
en dró úr játningunni með því að
segjast hafa verið að hræða hann
með verknaðinum og hann fram-
inn í ógáti. Tólf mánuðir af dómn-
um eru skilorðsbundnir. - mh
Á að leysa þjálfara landsliðs-
ins í knattspyrnu frá störfum
eftir tapið gegn Ungverjum?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að færa þeim sjávarbyggðum
sem ekki njóta góðs af stóriðju-
framkvæmdum viðbótarkvóta?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
61,44%
38,56%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
RÚSTIR EINAR Rútan gereyðilagðist í sprengingunni og miðað við verksummerki er engin
furða að manntjón hafi orðið svo mikið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
Jarðsprengja sprengd undir rútu fullri af fólki:
Tugir Nepala t‡na lífi í sprengingu
JACK STRAW Hann sér engan tilgang með
þjóðaratkvæðagreiðslu úr því sem komið er.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
AUSTURRÍKI
KRUFNINGU BARNANNA LOKIÐ
Krufning á líkum reifabarnanna
tveggja sem fundust í
frystikistu í Graz í Austurríki í
síðustu viku hefur leitt í ljós að
þau voru á lífi þegar þau fædd-
ust. Móðir þeirra hefur játað að
hafa banað þeim og tveimur
systkinum þeirra til viðbótar
strax að lokinni fæðingu þeirra.
Hún leyndi óléttunni meðan á
meðgöngunni stóð og fæddi svo
börnin á heimili þeirra.
LÖGREGLAN
ERILL Á ESKIFIRÐI Mikill mann-
fjöldi var saman kominn á Eski-
firði um helgina og hafði lögregla
í nógu að snúast. Sérstaklega var
mikið að gerast á dansleik á laug-
ardagskvöldið og þurfti lögreglan
að grípa inn í ryskingar milli
gesta á ballinu.
TEKINN MEÐ LÍTILRÆÐI FÍKNI-
EFNA Lögreglan í Kópavogi tók
einn mann með lítilræði af fíkni-
efnum í fyrrinótt. Ljóst þykir að
efnin hafi verið ætluð til eigin
neyslu eingöngu. Maðurinn hef-
ur áður komið við sögu lögreglu
vegna fíkniefnabrota.
LAGT ÚR HÖFN Kjartan Jakob Hauksson lagði af stað í hringróðurinn frá Bolungarvík í
góðu veðri á sjómannadaginn.
SÉRA HJALTI ÞORKELSSON „Það tíðkast hvergi nokkurs staðar í skólakerfinu að formaður
skólanefndar geti gengið inn á gólf og sagt: „ég vil að þessi starfsmaður víki,“ eins og gerð-
ist í tilviki Bessíar,“ sagði skólastjórinn fráfarandi m.a. á fundinum í Reykjavíkurakademíunni.