Fréttablaðið - 23.05.2005, Qupperneq 12
12 23. maí 2005 MÁNUDAGUR
KRAFTVÉLAR EHF. · Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3509 · www.kraftvelar.is
Sterkur leikur
Nánari uppl‡singar á www.komatsu.is
Fyrstir til a› tryggja kaupendum fast endursöluver›
Hvert áfallið
á fætur öðru
– hefur þú séð DV í dag?
Össur missti móður sína klukkutíma
eftir að hann tapaði í formannskjöri
SVONA ERUM VIÐ
Fréttablaðið greindi frá því fyrir fjórum
árum að Kópavogsbær væri að skoða
þann möguleika að steypa þær götur
sem tíu þúsund bílar eða fleiri aka um
á degi hverjum. Það ár var lokið við
að steypa breikkun Fífuhvammsvegar
og Smárahvammsvegar.
Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs
Kópavogs, sagði þá að þrátt fyrir meiri
stofnkostnað miðað við malbik borg-
aði það sig upp á áratug en ekki þurfi
að gera við steyptan veg í fimmtán ár
eða lengur.
„Við erum búin að steypa töluvert
mikið af götum og nú er að sjá hvern-
ig þessu reiðir af,“ segir Gunnar en
einhver hluti gatna, með tíu þúsund
bíla umferðarþunga á dag, er malbik-
aður til samanburðar. „Þetta er tilraun
í fullri stærð,“ segir Gunnar, en um sex
ár eru síðan byrjað var að steypa göt-
ur í Kópavogi. Hefur slitlagið haldið
sér vel en nokkrar skemmdir hafa að
sögn Gunnars komið í götur vegna
lélegs undirlags. Hann gerir ráð fyrir
að eftir fimm ár verði komin reynsla á
hvort sé hentugra, steypa eða malbik.
Fyrir fjórum árum voru ein rökin fyrir
steyptum götum þau að kostnaður við
malbikun myndi hækka samfara
hækkun olíuverðs. Gunnar segir að í
dag sé orðið enn hagstæðara að
steypa götur vegna þess.
Ennflá hagstæ›ara í dag
EFTIRMÁL: KÓPAVOGUR STEYPIR GÖTUR
Golfi› hefur aldrei
veri› vinsælla
Um 30 þúsund Íslendingar stunda golf á hverju sumri og áhuginn eykst dag frá
degi. Biðlistar í golfklúbba lengjast stöðugt og virðist sem gripið hafi um sig hálf-
gert golfbrjálæði.
Síðustu ár hefur áhuginn á golf-
íþróttinni aukist gríðarlega.
Þannig eru skráðir golfklúbbs-
meðlimir orðnir 13.000 á lands-
vísu og fer ört fjölgandi. Golfvell-
ir eru úti um allt land, og eru þeir
nú orðnir 60 talsins, sem gerir um
einn golfvöll á hverja 5.000 íbúa á
landinu.
Hörður Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Golfsambands Ís-
lands, segir fjölda golfvalla á
landinu staðfesta þann mikla upp-
gang sem átt hafi sér stað innan
golfhreyfingarinnar síðustu ár.
„Þrátt fyrir þennan fjölda er
mikil þörf fyrir fleiri golfvelli,
sérstaklega hér á höfuðborgar-
svæðinu, þar sem biðlistar eftir
því að komast í golfklúbba eru
mjög langir,“ segir Hörður en
leggur jafnframt áherslu á það að
klúbbar í grennd við höfuðborg-
arsvæðið geti tekið á móti fleiri
félögum.
Hinrik Gunnar Hilmarsson,
þjónustustjóri Golfsambands Ís-
lands, segir aukinn áhuga á golf-
inu mega meðal annars rekja til
stjórstjörnunnar Tiger Woods.
„Tilkoma hans fram á sjónarsvið-
ið fyrir nokkrum árum hafði gríð-
arleg áhrif á golfið og það virðist
sem hann hafi komið af stað
mikilli vinsældabylgju sem ekki
sér enn fyrir endann á, sem betur
fer,“ segir Hinrik og nefnir að um
30.000 Íslendingar spili golf fimm
sinnum eða oftar yfir sumartím-
ann, sem sé ótrúlega há tala.
Golfvertíðin fer annars vel af
stað, þótt vellir mættu koma betur
undan vetri. „Vellirnir eru ekki
eins góðir og oft áður, sérstaklega
hér á höfuðborgarsvæðinu. Það er
ekki gott að segja af hverju þetta
er,“ segir Hinrik en tekur jafn-
framt fram að vallarstjórar vinni
gríðarlega gott starf. „Menntun
vallarstjóra er komin í gott horf
núna og er óhætt að segja að vall-
arstjórar séu að vinna frábært
starf við viðhald á völlunum, við
nokkuð erfiðar aðstæður sem eru
hér á Íslandi.“
Hinrik skorar á byrjendur að
nýta sér frábæra aðstöðu til æf-
inga sem nú hefur verið komið
upp í Grafarholtinu og segir
aldrei of seint að byrja. „Þetta er
íþrótt fyrir alla fjölskylduna og
ég skora á alla þá sem ekki hafa
kynnt sér íþróttina að gera það,
því þetta er íþrótt sem getur fylgt
manni í gegnum allt lífið,“ segir
Hinrik að lokum. ■
Í fyrra voru innfluttar vörur frá Kína 0,5
prósent af heildarinnflutningi Íslendinga.
HEIMILD: HAGSTOFAN
GUNNAR BIRGIS-
SON Segir steyptu
göturnar endast vel.
HINRIK GUNNAR HILMARSSON Þjónustustjóri Golfsambands Íslands segist vel geta
hugsað sér að spila meira golf, en hann reynir að halda sér við með því að pútta reglu-
lega á skrifstofunni.