Fréttablaðið - 23.05.2005, Qupperneq 64
Algjör
snilld!
Ég fór á frumsýningu nýjustu
myndar Dags Kára um daginn
og varð svona líka ofsaglaður
með okkar mann. Það er örugg-
lega erfitt að fylgja eftir vel-
gengni Nóa albinóa, væntingar
fólks hljóta að setja mikla
pressu á ungan leikstjóra og
auðvelt að ímynda sér hvernig
slík pressa gæti haft neikvæð
áhrif. Það var því mikill léttir að
heyra fólk hlæja og klappa á
mörgum stöðum í myndinni og
stöðugt lófaklapp eftir sýning-
una gaf til kynna ánægju fólks,
allan tímann sem tók að fá að-
standendur myndarinnar upp á
svið eins og venja er klappaði
fólk látlaust og flautaði.
Það var líka greinilegt að
Dagur nýtur mikillar virðingar
meðal samstarfsmanna sinna
sem ég ræddi við í frumsýning-
arpartíinu, það skipti ekki máli
við hvern maður talaði, leikara
eða aðra sem unnu að gerð
myndarinnar, allir voru á einu
máli um að Dagur væri einfald-
lega snillingur sem næði að
virkja alla með sér með sínu
hægláta fasi og tilgerðarleysi.
Myndin fjallar um ungan
mann sem lifir á því að spreyja
ástarjátningar á veggi borgar-
innar fyrir ástsjúka kærasta og
besti vinur hans er aðeins of
þungur svefnrannsakandi sem
langar mikið að verða fótbolta-
dómari. Inn í myndina blandast
svo hinir ýmsustu karakterar og
heildin er svona líka helvíti góð.
Ég las svo dómana í dönsku
blöðunum daginn eftir og tvö
stærstu blöðin gáfu fjórar
stjörnur af fimm og eitt fimm af
fimm. Í frumsýningarpartýinu
var mikið spurt um Ísland og ég
sem Íslendingur fékk ótal marg-
ar spurningar um landið og
landann. Þarna kom það skýrt
fram hvað bíómyndir hafa mik-
ið gildi varðandi landkynningu,
þó að myndin hafi verið tekin
hér í Danmörku og leikarar og
flestir aðstandendur myndar-
innar hafi verið Danir.
Þetta endaði sem sagt í
mikilli gleði og eftir nokkrar
kampavínsflöskur og nokkra
Cohiba-vindla fór ég glaður
heim og ætlaði sko að panta far
til Cannes daginn eftir til að
vera viðstaddur sýningu mynd-
arinnar þar. Ég varð að fresta
förinni en er búinn að ákveða að
fara næst og er þess fullviss að
næsta mynd Dags verði valin til
sýningar þar einnig. Ég get þá
tékkað við Cannes á „been
there, done that“ listanum mín-
um yfir það sem ég ætla að vera
búinn að gera áður en ég drepst.
Allir í bíó.
HÚSIN Í BÆNUM
FRIÐRIK WEISSHAPPEL
Vídalínskirkja
Vídalínskirkja er í
Garðaprestakalli í
Kjalarnesprófasts-
dæmi. Kirkjan ber
nafn Jóns Vídalín
(1666-1720), sem var
prestur í Görðum á
Álftanesi áður en
hann varð biskup í
Skálholti. Fyrsta
skóflustungan að
kirkjunni var tekin
árið 1990 af Svein-
birni Jóhannessyni,
bónda á Hofsstöðum í Garðabæ, en hann gaf lóðina undir kirkjuna. Arkitekt var
Skúli Norðdahl. Hornstein að kirkjunni lagði þáverandi sóknarprestur og prófastur
Kjalarnessprófastsdæmis, séra Bragi R. Friðriksson.
Kirkjan var vígð 30. apríl 1995 af þáverandi biskupi Íslands, herra Ólafi Skúlasyni.
Kirkjan tekur 300 manns í sæti og er opnanlegt milli kirkjuskips og safnaðarheim-
ilis og rúmast þá 600 manns í kirkjunni. Sóknarprestur er séra Hans Markús Haf-
steinsson.
SPURNING
VIKUNNAR
á fasteignavef Visis
Hefurðu hug á að
stækka við þig á
árinu?
75%
Nei
Já
SPURNING SÍÐUSTU VIKU:
Langar þig að eiga sumarhús?
25%
SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU*
*Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins.
0
50
100
150
200
250
300 FJÖLDI
18/3-24/3
239
25/3-31/3
124
8/4-14/4
229
15/4-21/4
190
29/4-5/5
132
6/5-12/5
188