Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 70
FÓTBOLTI „Tryggvi er framlínumað-
ur og það er hans hlutverk að skora
mörk. Á meðan hann gerir það er
ég sáttur,“ sagði Ólafur Jóhannes-
son, þjálfari FH, við Fréttablaðið
og setti þannig afrek Tryggva Guð-
mundssonar í einfalt samhengi.
„Mörkin eða markatalan skipta
mig engu máli. Við stefndum að því
að fá sex stig frá Suðurnesjunum í
þessum tveimur fyrstu umferðum.
Það gekk eftir og ég get ekki annað
en verið sáttur við það,“ bætti Ólaf-
ur við.
Það tók lærisveina Ólafs
nokkurn tíma að komast í gang í
Grindavík í gær. Liðið spilaði
undan miklum strekkingsvindi í
fyrri hálfleiknum í gær og réðu
leikmenn liðsins illa við þann vind
framan af leik. Heimamenn áttu í
fullu tré við Íslandsmeistara þrátt
fyrir að vera með vængbrotið lið
með þrjá fastamenn frá vegna
meiðsla. Sinisa Kekic var reyndar
kominn aftur í öftustu vörn eftir að
hafa misst af fyrsta leiknum gegn
Val og gefur nærvera hans leik
Grindavíkur ákveðið öryggi.
Það var ekki fyrr en Tryggvi
hafði skorað fyrsta markið sem
FH-ingar fóru fyrst að spila sinn
leik. Þeir náðu öllum tökum á vell-
inum og rétt fyrir hálfleik bætti
Allan Borgvardt við öðru marki og
gerði hann það með glæsilegri
hælspyrnu eftir hornspyrnu.
Milan Jankovic gerði rétt með
því að færa Kekic í fremstu víg-
línu í síðari hálfleik enda hafði
liðið engu að tapa. Kekic átti eftir
að reynast sóknarleik liðsins mjög
vel og sóttu Grindvíkingar hart að
marki gestanna framan af síðari
hálfleik. En brotthvarf hans úr
vörninni átti eftir að vega þungt.
Án hans fór allt jafnvægi úr vörn-
inni og eftir að Tryggvi hafði
bætti við þriðja markinu úr fyrstu
alvöru sókn FH í síðari hálfleik
datt allur botn úr leik
Grindvíkinga og þeir hreinlega
gáfust upp. FH-ingar gengu á lag-
ið og bættu við tveimur mörkum
áður en yfir lauk en Ian Paul
McShane náði að skora eitt sára-
bótarmark í lokin.
„Þetta er spurning um heppni.
Það féll allt þeirra megin í dag og
það átti eftir að skipta miklu,“
sagði Óli Stefán Flóventsson, leik-
maður Grindavíkur, við Fréttablað-
ið í leikslok. Hlutskipti Óla og fé-
laga hans er ekki öfundsvert – liðið
er neðst með markatöluna 1-8 og
þarf sannarlega að hysja upp um
sig buxurnar ef leiðin á ekki að
liggja beint niður í 1. deild að ári.
„Við verðum bara að þjappa
okkur saman og hugsa um næsta
leik. Þetta er erfitt en andinn í lið-
inu er fínn þrátt fyrir allt mótlætið.
Við vitum alveg nákvæmlega hvað
við getum en við verðum að koma
þessu inn á völlinn. Ég hef fulla trú
á að það gerist fljótlega,“ sagði Óli
jafnframt.
Öðruvísi horfir við hjá FH-ing-
um. Þeir eru á toppnum með átta
mörk skoruð í tveimur leikjum
þrátt fyrir að hafa spilað töluvert
undir getu og ljóst að liðið er gríð-
arlega sterkt. Lið sem getur leyft
sér að skilja menn á borð við Ár-
mann Smára Björnsson og Jónas
Grana Garðarsson utan hóps, eins
og raunin var í gær, er líklegt ís-
landsmeistaraefni og með Tryggva
og Borgvardt í stuði eins og í gær
hafa fá lið, ef nokkur, burði til að
stöðva FH.
vignir@frettabladid.is
FÓTBOLTI Keflvíkingar sóttu þrjú
dýrmæt stig til Vestmannaeyja í
dag þar sem þeir sigruðu slaka
Eyjapeyja 3–2 í Landsbankadeild
karla í knattspyrnu. Keflavíkur-
liðið byrjaði með miklum látum
og var búið að koma knettinum í
netið hjá ÍBV eftir aðeins 6 mín-
útna leik en þar var að verki
Hörður Sveinsson. Hann renndi
knettinum í hornið framhjá Birki
Kristinssyni, markverði ÍBV, sem
átti eftir að sækja boltann oftar í
netið þennan daginn. Eyjamenn
settu aðeins í gír eftir markið og
þeirra besti maður, Atli Jóhanns-
son, var nálægt því að jafna metin
á 16. mínútu þegar hann átti skot í
slá langt utan af velli. Stangirnar
reyndust Keflvíkingum líka erfið-
ar en Guðmundur Steinarsson,
besti maður vallarins, skaut bæði
í slá og stöng áður en Steingrímur
Jóhannesson náði að jafna leikinn
fyrir ÍBV talsvert gegn gangi
leiksins. Eyjamenn náðu hins veg-
ar ekki að fylgja markinu eftir og
á 34. mínútu kom Guðmundur
Steinarsson Keflavík í 2-1 þegar
hann slapp einn inn fyrir vörn
ÍBV og kom boltanum framhjá
Birki. Keflavík sóttu stíft fram að
leikhléi og voru óheppnir að bæta
ekki við fleiri mörkum.
Keflvíkingar hófu seinni hálf-
leikinn eins og þann fyrri og Ingvi
Rafn Guðmundsson skoraði þriðja
mark liðsins á 50. mínútu. Eftir
markið virtist allur vindur vera
úr Eyjamönnum, sem náðu lítið að
skapa sér af færum. Guðlaugur
Baldursson, þjálfari ÍBV, bætti í
sóknina en Keflavíkurvörnin hélt
allt þar til á lokamínútu leiksins,
þegar Andri Ólafsson minnkaði
muninn fyrir Eyjamenn. Það
mark kom hins vegar of seint.
Lewis Dodds, leikmaður ÍBV,
fékk að líta rauða spjaldið á 88.
mínútu fyrir gróft brot á Hólmari
Erni Rúnarssyni en Páll Þorvald-
ur Hjarðar hefði átt að fá að líta
sama litinn þegar hann braut
gróflega á Ingva Rafni Guð-
mundssyni, sem þurfti að yfirgefa
völlinn í kjölfarið. -jiá
22 23. maí 2005 MÁNUDAGUR
-Stærsti fjölmiðillinn
Fréttablaðið
er leiðandi
0
5
10
15
20
25
30
35
40
37%
11%
Lestur á leiðarasíðu
Íslendingar 18-49 ára
Tölurnar tala sínu máli.
Mun fleiri Íslendingar lesa
leiðarasíðu Fréttablaðsins en
leiðarasíðu Morgunblaðsins.
Mælingin er byggð á meðallestri á leiðarasíðu Fréttablaðsins þriðjudaga,
miðvikudaga, föstudaga, laugardaga og sunnudaga og lestri á leiðarasíðu
Morgunblaðsins á fimmtudögum. Fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005
Keflvíkingar sóttu sigur til Eyja
Keflvíkingar innbyrtu sín fyrstu stig í sumar me› gó›um 3–2 útisigri á ÍBV.
Eyjapeyjar voru slakir og er útliti› svart í Eyjum.
*BESTUR Á VELLINUM
ÍBV 4–3–3
Birkir 5
Bjarni Hólm 5
(30. Lewis Dodds 4)
Páll Þorvaldur 4
Einar Hlöðver 4
(80. Pétur –)
Bjarni Geir 4
Andri 5
Atli 6
Magnús Már 5
Ian Jeffs 5
(55. Platt 4)
Andrew Sam 5
Steingrímur 6
KEFLAVÍK 4–4–2
Ómar 6
Milicevic 6
Johansson 7
O’Callaghan 6
Guðjón 6
Gestur 7
Jónas Guðni 6
Ingvi Rafn 7
(54. Baldur 6)
Hólmar 6
Guðmundur 8
(80. Ásgrímur –)
Hörður 7
(90. Atli Rúnar –)
2–3
Hásteinsv., áhorf: 250 Kristinn Jakobsson (8)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 8–10 (3–4)
Horn 4–7
Aukaspyrnur fengnar 15–15
Rangstöður 3–4
0–1 Hörður Sveinsson (6.)
1–1 Steingrímur Jóhannesson (24.)
1–2 Guðmundur Steinarsson (34.)
1–3 Ingvi Rafn Guðmundsson (50.)
2–3 Andri Ólafsson (90.)
ÍBV Keflavík
Tryggvi skoraði þrennu
FH-ingar s‡ndu mátt sinn og megin flegar fleir gjörsigru›u Grindavík á útivelli
í gær, 5-1. Tryggvi Gu›mundsson skora›i flrennu í leiknum og er flá búinn a›
skora fjögur mörk í fyrstu tveimur umfer›unum.
1-5
Grindav., áhorf: 820 Egill M. Markússon (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 5–18 (1–6)
Horn 2–12
Aukaspyrnur fengnar 7–13
Rangstöður 2–4
0–1 Tryggvi Guðmundsson (33.)
0–2 Allan Borgvardt (43.)
0–3 Tryggvi Guðmundsson (63.)
0–4 Tryggvi Guðmundsson (76.)
0–5 Baldur Bett (77.)
1–5 Paul McShane (85.)
Grindavík FH
*BESTUR Á VELLINUM
GRINDAVÍK 4–5–1
Savic 5
Óðinn 5
Kekic 7
Óli Stefán 5
Eyþór Atli 4
Nistroj 5
Eysteinn 5
Óskar Örn 6
Jóhann Helgi 4
(85. Andri Hjörvar –)
McShane 5
Ahandour 5
(85. Emil Daði 5
FH 4–3–3
Daði 6
Guðmundur 7
Auðun 7
Nielsen 5
Freyr 6
Heimir 5
(77. Siim –)
Ásgeir 6
(69. Baldur 7)
Davíð Þór 5
Jón Þorgrímur 5
(75. Ólafur Páll 6)
Tryggvi 8
Borgvardt 7
4 MÖRK Í 2 LEIKJUM Tryggvi Guðmundsson hefur
skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur deildarleikjum
sínum með FH en hann skoraði þrennu í Grindavík
í gær. Tryggvi hefur nú skorað í átta leikjum í röð í
úrvalsdeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN