Fréttablaðið - 23.05.2005, Side 71

Fréttablaðið - 23.05.2005, Side 71
MÁNUDAGUR 23. maí 2005 23 LANDSBANKADEILDIN Handboltalandslið karla og kvenna voru í eldlínunni í Færeyjum um helgina: Au›veldir sigrar hjá bá›um li›um HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik spilaði tvo æfinga- leiki við Færeyinga um helgina og voru leikirnir liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina við Hvít-Rússa í sumar. Lið Íslands var eingöngu skipað leikmönnum sem leika hérlendis og eftir auð- veldan sigur í fyrri leiknum á laugardag sigruðu Íslendingar aftur í Þórshöfn í gær, 36-27, eftir að staðan hafði verið 18-8 í hálf- leik. Þórir Ólafsson og Baldvin Þor- steinsson voru markahæstir í ís- lenska liðinu í gær með níu mörk hvor og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk. Það var Birkir Ívar Guðmundsson sem lagði grunninn að góðum sigri íslenska liðsins með því að verja 14 skot í fyrri hálfleiknum, sem skilaði mörgum hraðaupphlaupum sem kafsigldu heimamenn. „Strákarnir léku mjög vel og ég er mjög sáttur við þessa tvo leiki hérna um helgina,“ sagði Viggó Sigurðsson, sem þó hefði eflaust óskað sér meiri mót- spyrnu fyrir lið sitt. „Færeying- arnir voru slakari en ég átti von á, þeir voru með sitt A-lið og ég verð að segja að ég átti von á meiru frá þeim. Þetta gekk heilt yfir bara mjög vel hjá okkur í sókn og vörn. Við spiluðum 5-1 vörn allan tím- ann og ætlum að reyna að byggja á því,“ sagði Viggó, sem mun á miðvikudaginn tilkynna liðið sem mætir Hvít-Rússum í umspilinu um sæti á EM. Kvennalandsliðið lék einnig síðari leik sinn við Færeyinga í gær og hafði auðveldan sigur 24- 14, þar sem Hekla Daðadóttir var markahæst með sjö mörk. baldur@frettabladid.is STIGAHÆST Hildur Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Ísland í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Vináttulandsleikir í körfu: Tap í lokaleik KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta vann tvo af þremur vináttulandsleikjum við England sem fram fóru um helg- ina. Eftir tvo góða sigar í fyrstu tveimur leikjunum vann enska liðið öruggan 14 stiga sigur, 63-77, í lokaleiknum í Njarðvík í gær. Ís- lenska liðið byrjaði þó leikinn vel og náði mest 12 stiga forskoti, 23- 11, í upphafi annars leikhluta.. Birna Valgarðsdóttir bætti tvö landsliðsmet í sigri íslenska liðs- ins á laugardaginn en hún lék þá sinn 61. landsleik og bætti þar með landsleikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur. Birna bætti einnig met Bjargar Hafsteinsdóttur yfir flestar 3ja stiga körfur skoraðar fyrir A-landsliðið. -ooj MARKAHÆSTUR Í BÁÐUM LEIKJUM Baldvin Þorsteinsson var markahæstur í báðum sigurleikjunum gegn Færeyingum og skoraði samtals 19 mörk í leikjunum tveimur. Hér sést hann í leik með Val gegn Haukum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.