Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 23.05.2005, Blaðsíða 71
MÁNUDAGUR 23. maí 2005 23 LANDSBANKADEILDIN Handboltalandslið karla og kvenna voru í eldlínunni í Færeyjum um helgina: Au›veldir sigrar hjá bá›um li›um HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik spilaði tvo æfinga- leiki við Færeyinga um helgina og voru leikirnir liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina við Hvít-Rússa í sumar. Lið Íslands var eingöngu skipað leikmönnum sem leika hérlendis og eftir auð- veldan sigur í fyrri leiknum á laugardag sigruðu Íslendingar aftur í Þórshöfn í gær, 36-27, eftir að staðan hafði verið 18-8 í hálf- leik. Þórir Ólafsson og Baldvin Þor- steinsson voru markahæstir í ís- lenska liðinu í gær með níu mörk hvor og Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk. Það var Birkir Ívar Guðmundsson sem lagði grunninn að góðum sigri íslenska liðsins með því að verja 14 skot í fyrri hálfleiknum, sem skilaði mörgum hraðaupphlaupum sem kafsigldu heimamenn. „Strákarnir léku mjög vel og ég er mjög sáttur við þessa tvo leiki hérna um helgina,“ sagði Viggó Sigurðsson, sem þó hefði eflaust óskað sér meiri mót- spyrnu fyrir lið sitt. „Færeying- arnir voru slakari en ég átti von á, þeir voru með sitt A-lið og ég verð að segja að ég átti von á meiru frá þeim. Þetta gekk heilt yfir bara mjög vel hjá okkur í sókn og vörn. Við spiluðum 5-1 vörn allan tím- ann og ætlum að reyna að byggja á því,“ sagði Viggó, sem mun á miðvikudaginn tilkynna liðið sem mætir Hvít-Rússum í umspilinu um sæti á EM. Kvennalandsliðið lék einnig síðari leik sinn við Færeyinga í gær og hafði auðveldan sigur 24- 14, þar sem Hekla Daðadóttir var markahæst með sjö mörk. baldur@frettabladid.is STIGAHÆST Hildur Sigurðardóttir skoraði 17 stig fyrir Ísland í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL. Vináttulandsleikir í körfu: Tap í lokaleik KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta vann tvo af þremur vináttulandsleikjum við England sem fram fóru um helg- ina. Eftir tvo góða sigar í fyrstu tveimur leikjunum vann enska liðið öruggan 14 stiga sigur, 63-77, í lokaleiknum í Njarðvík í gær. Ís- lenska liðið byrjaði þó leikinn vel og náði mest 12 stiga forskoti, 23- 11, í upphafi annars leikhluta.. Birna Valgarðsdóttir bætti tvö landsliðsmet í sigri íslenska liðs- ins á laugardaginn en hún lék þá sinn 61. landsleik og bætti þar með landsleikjamet Önnu Maríu Sveinsdóttur. Birna bætti einnig met Bjargar Hafsteinsdóttur yfir flestar 3ja stiga körfur skoraðar fyrir A-landsliðið. -ooj MARKAHÆSTUR Í BÁÐUM LEIKJUM Baldvin Þorsteinsson var markahæstur í báðum sigurleikjunum gegn Færeyingum og skoraði samtals 19 mörk í leikjunum tveimur. Hér sést hann í leik með Val gegn Haukum í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.