Fréttablaðið - 23.05.2005, Side 75

Fréttablaðið - 23.05.2005, Side 75
Dagana 13.-25. júní býðst þér að setjast á skólabekk í Háskóla Íslands og taka þátt í umræðum, tilraunum, vettvangsferðum og heilabrotum um flest milli himins og jarðar. Hvað vekur áhuga þinn? Viltu vita meira? Skráning í Háskóla unga fólksins er hafin. Líttu inn á www.ung.is og skoðaðu þig um. Ertu á aldrinum 12-16 ára?* *Háskóli unga fólksins er opinn unglingum fæddum á árunum 1989 - 1993. HVER Á A‹ RÁ‹A? Fundaröð um eflingu íbúalýðræðis Reykjavíkurborg stendur þessa dagana fyrir fundaröð um eflingu íbúalýðræðis þar sem öllum sem áhuga hafa á íbúalýðræði er boðin þátttaka. Fundirnir eru haldnir í IÐNÓ, 2. hæð og hefjast kl. 8:30 og lýkur kl. 10:00. Aðgangur er ókeypis. Fjórði og síðasti fundurinn verður haldinn n.k. þriðjudag, 24. maí og er yfirskrift hans Íbúalýðræði í skipulagsmálum Dagskrá fundarins verður sem hér segir: Framsöguerindi: „Allir hafa hugmyndir um betri borg“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi í skipulagsráði Viðbrögð við erindi Hönnu Birnu: Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri Skipulagssviðs Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri Reykjavíkurakademíu Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt Dagur B. Eggertsson kynnir starf og tillögur starfshóps Reykjavíkurborgar um eflingu íbúalýðræðis Almennar umræður Fundarstjóri: Eiríkur Hjálmarsson, aðstoðarmaður borgarstjóra Áhugasamir geta kynnt sér ‡mis gögn og komi› sko›unum sínum á framfæri á heimasí›u Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is – sjá „Hver á a› rá›a?” Britney Spears og eiginmaður hennar Kevin Federline fóru sam- an í viðtal í spjallþætti í fyrsta sinn um daginn. Parið spjallaði við hina stórfyndnu Ellen DeGeneres um kosti og galla hjónabandsins en þau hafa nú verið gift síðan í september og munu eignast sitt fyrsta barn saman seinna á þessu ári. „Það besta er að sættast eftir rifrildi. Ég elska að eyða tíma með Britn- ey því að hún er svo skemmtileg og ljúf. Það er nauðsynlegt að vera ekki alltaf grafalvarlegur og hún getur verið svo hress. Lífið er of stutt til þess að vera alltaf al- varlegur,“ sagði Kevin, sem einnig sagði frá sinni nýfundnu frægð sem hefur látið á sér kræla eftir að hann giftist Britney. „Ég myndi ekki segja að þetta væri rosalega erfitt en stundum nær þetta til manns. Frægðin hefur sína kosti og sína galla en ég er umfram allt hamingjusamur með Britney. Ég elska hana og ekkert annað skiptir máli.“ DeGeneres var sjálfri sér lík í þættinum og gerði að gamni sínu. Hún grínað- ist meðal annars með að hún myndi verða guðmóðir barnsins og auk þess gaf hún hjónakornunum kveðjugjafir í lok þáttar- ins og var þar meðal ann- ars að finna bleyjur með áletruninni: „Oops... I did it again“ sem vísar í einn af mörgum slögurum Spears. Einnig gaf hún þeim gjafir sem myndu hjálpa þeim að forðast paparazzi-ljósmyndar- ana og voru það hafnaboltahúfur með áletrunum. Á húfu Britney stóð: „Ég er ekki Britney Spears“ og á húfu Kevins stóð: „Ég er ekki Kevin Federline“. Ófætt barn þeirra fékk líka litla húfu sem á stóð: „Ég er ekki barnið þeirra“. ■ Leikskólakennarar teknir upp í stó›lífi Kærasta Tom Cruise, KatieHolmes, hefur nú verið orðuð við hlut- verk í á móti Cruise í þriðju Mission Impossible-myndinni. Scarlett Johansson hefur þegar hafnað hlutverkinu og ný- lega sýndi Lindsay Lohan því áhuga og fór í prufu fyrir hlutverkið. Tökum hefur verið frestað vegna handrits- og leikstjóravanda- mála. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Leikskólakennarar í Rúmeníu voru gómaðir á myndband önn- um kafnir í villtum kynlífsleikj- um í herbergjum leikskóla í Cisnadie. Á myndbandinu sést hálfnakin kona íklædd búning- um barna, reykjandi sígarettur í vafasömum fullorðinsleikjum með nokkrum körlum. Kynlífs- veislan var haldin í leikskólan- um eftir að börnin voru farin heim síðdegis, eftir því sem kemur fram í dagblaðinu Eveni- mentul Zilei. Skólayfirvöld í Cisnadie hafa sett af stað lögreglurannsókn eftir að myndbandið var sent leikskólastjóranum. ■ HJÓNAKORNIN Britney og Kevin spjöll- uðu við Ellen DeGeneres í spjallþætti henn- ar og fór sú síðastnefnda víst á kostum og gaf parinu meðal annars gagnlegar gjafir. Spjöllu›u vi› DeGeneres FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.