Fréttablaðið - 23.05.2005, Side 78

Fréttablaðið - 23.05.2005, Side 78
» FA S T U R » PUNKTUR 30 23. maí 2005 MÁNUDAGUR Lárétt: 1 baðar, 6 sár, 7 nafnorð, sk.st., 8 tveir eins, 9 skordýraeitur, 10 drykkjar- tegund, 12 sjó, 14 amboð, 15 pípa, 16 eldsneyti, 17 fugl, 18 mjólkurafurð. Lóðrétt: 1 draga að, 2 tóm, 3 varðandi, 4 örlítil gola, 5 dá, 9 hluta sólarhrings, 11 lof, 13 geysist, 14 þvottaefni, 17 félaga- samtök. Lausn. Vinsæll kennari fannst látinn á skólaslitunum – hefur þú séð DV í dag? Nemendur og kennarar Fjölbrautaskóla Suðurnesja harmi slegnir Stefán Pálsson verður ekki dómari í spurn- ingakeppninni Gettu betur næsta vetur. Stef- áni, sem hefur gegnt starfinu undanfarin tvö ár, fannst vera kominn tími til að hætta og mun hann snúa sér að öðrum hlutum. Ekki er búið að ákveða hver tekur við af Stefáni og ekki held- ur hvort Steinunn Vala Sigfúsdóttir heldur áfram sem stigavörður. Logi Bergmann Eiðsson verður þó áfram í spyrilshlutverkinu eins og undanfarin ár. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um arf- taka Stefáns en forver- ar hans í starfinu und- anfarin ár eru Sveinn Guðmarsson, Eggert Þór Bernharðsson og Ár- mann Jakobsson. Hvort einhver þeirra mun endur- taka leikinn næsta vetur kemur í ljós á næstunni. „Það hefur ekki verið tek- in ákvörðun um þetta en það verður í maí eða júní,“ segir Andrés Indriðason, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV. „Forkeppnin byrjar á Rás 2 í byrjun janúar en það þarf að byrja að undir- búa spurningarnar sem fyrst. Sá sem semur spurningarnar þarf að taka sér sumarið í það,“ segir hann. ■ Stefán hættur sem dómari STEFÁN PÁLSSON Leit er hafin að arftaka Stefáns Pálssonar sem dómara í Gettu betur. Í kvöld verður rifjaður upp merkilegur atburður úr íslensku listalífi í þætti Evu Maríu Jóns- dóttur, Einu sinni var. Það var árið 1981 að gjörningagrúppan Bruni BB var ákærð fyrir að af- lífa hænur á tónleikum í Ný- listasafninu og misnota grís, ásamt því sem nafn hljómsveit- arinnar þótti umdeilt því menn töldu það vísun í brunann á Þingvöllum þegar Bjarni Bene- diktsson fórst ásamt eiginkonu og barnabarni. „Nafngift grúppunnar var viðkvæmt, en sjálfir skilgreind- um við nafnið aldrei. Okkur þótti það bara flott án þess að ræða það frekar,“ segir Björn Roth, gítarleikari og rótari hljómsveitarinnar, sem síðar fékk dóm fyrir misnotkun á svíni og hænsnum. „Hænurnar keyptum við á hænsnabúinu Reykjagarði en grísinn fengum við lánaðan af svínabúi á Kjalarnesi. Hann lék sitt hlutverk hundrað prósent því eftir að búið var að slátra fiðurfénu og maður búinn að kveikja í sér á sviðinu kom grís- inn inn. Þá var tónleikagestum virkilega nóg boðið og þeir treystu sér ekki til í grísaslátr- un líka. Ég man ekki betur en að grísinn, syngjandi kátur, hafi hrætt út helminginn af áhorf- endum. Get ímyndað mér að hefðum við komið með hest á sviðið hefði salurinn tæmst. Það var stígandi í konsertinum, hann byrjaði rólega og stigmagnaðist en allt varð vitlaust þegar grís- inn kom inn og löggan í kjölfar- ið til að stoppa samkvæmið,“ segir Björn brosmildur, en þeir Brunamenn geymdu grísinn í góðu yfirlæti á forláta klósetti maulandi hamborgara frá Brauðbæ. „Margir voru teknir til yfir- heyrslu, meðal annars kjúklinga- og svínabændurnir. Stofnanda Reykjagarðs fannst þetta ógeðslegt og sagðist grun- laus um hvaða ómannúðlega meðferð hefði beðið hænsnanna, en í sláturhúsum var hænum hans slátrað í hundraðatali, hangandi öfugar á færibandi. Svínabóndinn var hins vegar kátur enda kom grísinn heim hreinni en þegar hann fór, vel greiddur og fínn.“ Bruni BB lagði upp laupana eftir málsmeðferð, en þeir fé- lagar fengu málamyndasekt upp á 2.000 krónur, sem uppreiknað í dag væri 2.833 krónur, auk úr- skurðar um að mega ekki halda dýr um tíma. Verjandinn Ragn- ar Aðalsteinsson varði tjáning- arfrelsið og sýndi fram á að lík- amsbygging gríss hamlaði dýr- inu að svala meintum þorsta sín- um í klósettskál. „Að vissu leyti var synd að við skyldum hætta því það hefði verið gaman að halda áfram með músíkina. Þetta voru áhugaverðir hlutir. En það er vesen að standa í svona konsert- um og endurkoma útilokuð. Þessir menn fást ekki til að endurtaka leikinn, sumir alls- berir, aðrir logandi og af- hausandi hænur. Ég held það gengi ekki alveg upp í dag,“ segir Björn hugsi um allt þetta einkennilega mál. thordis@frettabladid.is HÆNSNASLÁTRUN Í NÝLISTASAFNINU Hér má sjá atriði úr kvikmyndinni Rokk í Reykjavík sem tekið var upp á umdeildum tónleikum Bruna BB og sem síðar leiddi til ákæru vegna dýramisnotkunar. BRUNI BB HJÁ EVU MARÍU Í KVÖLD: SLÁTRUÐU HÆNSNUM Á TÓNLEIKUM Áhorfendur treystu sér ekki í grísaslátrun líka Á miðvikudaginn varpa margar húsmæður landsins öndinni í feginleik yfir að fótboltavertíð Evrópu lýkur með úrslitaleik Liverpool og AC Milan í Meistaradeild Evrópu, en íslenskir karlar hafa setið í þúsundatali sem límdir yfir skjánum annað hvert kvöld síðan 5. ágúst í fyrra. „Ég geri nú ráð fyrir spennufalli hjá mörgum, en líka meiri friðsæld á heimilum landsmanna því þetta tek- ur óhemjutíma fyrir þá sem horfa á allt, og þeim fer sífellt fjölgandi,“ segir Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 og Sýn. „Fótbolti er lífsstíll og þetta mikla framboð sem Sýn hefur boðið upp á í fótboltanum hefur gert að verk- um að Íslendingar eru orðnir galnir í fótbolta. Það hafa allir skoðanir á boltanum, sem gerir hann skemmtilegri fyri vikið.“ Guðjón er harður Liverpool-aðdáandi og sannfærður um að liðið sitt sigri AC Milan á miðvikudag. „Ég hef verið sannfærður um það í allan vetur að Liverpool fari alla leið í keppninni. Yfir heilt er AC Milan með sterkara lið, en það hefur verið að gefa svolítið eftir síðustu vikur, sem er hættumerki fyrir Liverpool. Hins vegar hefur eitthvað unnið með Liverpool í þessari keppni og ég býst hiklaust við sigri,“ segir Guðjón, sem er af Bítlakynslóðinni eins og margir Liverpool-aðdáendur. „Liverpool á sterkar rætur á Íslandi og ekkert lið í heiminum á jafn marga stuðningsmenn hér heima. Þetta byggist á velgengni þess hér áður fyrr og skemmir ekki fyrir að liðið er úr Bítlaborginni. Það helst í hendur.“ Að sögn Guðjóns mun Lands- bankadeildin fylla tómarúm fót- boltaáhugamanna í sumar. „Áhugi fyrir íslenskri knattspyrnu er alltaf að aukast og æ fleiri mæta á leiki og fylgjast með í sjónvarpi. Mér finnst fótboltinn vera orðinn fjöl- skylduvænn. Síðan byrjar boltinn aftur að rúlla í Evrópu í byrjun ágúst og þá fara menn að hlamma sér í sófann til að fylgjast með bestu félagsliðum heims.“ GUÐJÓN GUÐMUNDSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR TELUR LIVERPOOL MUNU STANDA UPPI SEM EVRÓPUMEISTARA. SÉRFRÆÐINGURINN Spennufall fram undan ...fær fræga og „feita“ fólkið sem mótmælti viðhorfi stjórnvalda gagnvart Lilju Sæmundsdóttur sem fær ekki að ættleiða barn vegna þess að hún er of þung að mati yfirvalda. Meðal frægra og „feitra“ mótmælenda í DV á föstu- dag voru Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Gaui litli, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Herdís Storgaard og Ylfa Lind Gylfadóttir. HRÓSIÐ Blaðið fagnar um þessar mundirtíu daga afmæli sínu. Karl Garð- arsson, sem er einn eigenda ásamt Sigurði G. Guðjónssyni og Steini Kára Ragnarssyni, hefur setið í rit- stjórastóli Blaðsins frá byrjun en fyrir liggur að hann muni stíga úr honum áður en langt um líður. Miklar vangaveltur hafa verið uppi um hver taki við af Karli en sagan segir að nafni hans Karl Th. Birg- isson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, muni taka við. Karl Th. er alls ekki óvanur blaðamað- ur en hann var meðal annars rit- stjóri Press- unnar sálugu. Samkvæmt opinberri heimasíðutónlistarhátíðarinnar í Amsterdam mun íslenska krúttsveitin Múm spila á einstökum tónleikum ellefta júní næstkomandi. Mun sveitin verða á sviði með kammersveit hollenska útvarpsins sem stjórnað verður af einum fremsta hljómsveitarstjórn- anda Hollendinga, Peter Eötvös. Mun dagskráin vera tileinkuð franska tónskáldinu Iannis Xenakis. Útrás íslenskra tónlist-armanna er því ekki síðri en íslenskra við- skiptamanna því eins og greint var frá í Fréttablaðinu á föstudaginn spilar hljómsveitin Ske á Spot 11 hátíð- inni í Árósum og Brúðar- bandið og Mugison á Hróarskeldu. Lárétt: 1laugar, 6aum,7no,8ðð, 9ddt,10tab,12glæ,14orf, 15æð, 16mó,17ari,18osta. Lóðrétt: 1laða,2auð,3um,4andblær, 5rot,9dag,11hrós,13æðir, 14omo, 17aa. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Ágúst Ólafur Ágústsson. Tyrkland. Íslensk olíumiðlun ehf. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.