Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 26.05.2005, Qupperneq 2
2 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR MADRÍD, AP Aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, sprengdu öfluga bíl- sprengju í Madríd í gær. Átján særðust í tilræðinu en enginn mjög alvarlega. Þetta er sjötta árás ETA síðan forsætisráðherra Spánar sagðist reiðubúinn til að hefja við- ræður við samtökin að vissum skil- yrðum uppfylltum. Bílsprengjan sprakk í verka- mannahverfi í norðausturhluta höfuðborgarinnar snemma í gær- morgun. Áður hafði þó baskneska dagblaðinu Gara borist tilkynning um að tilræði væri í uppsiglingu og því gafst lögreglu svigrúm til að girða svæðið af. Þrátt fyrir viðvörunina meidd- ust átján manns í tilræðinu. Örygg- isvörður á nálægri bílasölu slasað- ist sýnu mest enda þurfti að flytja hann á sjúkrahús. Jose Luis Rodriguez Zapatero forsætisráðherra fordæmdi tilræð- ið í spænska þinginu í gærmorgun og sagði að „eini valkostur ETA væri að leggja niður vopn sín“. Fyrr í þessum mánuði lýsti Zapatero því yfir að hann væri reiðubúinn til að hefja viðræður við ETA en aðeins ef samtökin af- vopnuðust og létu af ofbeldisverk- um. Síðan þá hefur ETA staðið fyr- ir sex sprengjutilræðum. 800 manns hafa fallið í árásum ETA síðan 1960 en frá því í maí 2003 hefur enginn beðið bana af þeirra völdum. Hermannaveiki á Íslandi: Íslenskur ma›ur flungt haldinn HERMANNAVEIKI Íslenskur karlmað- ur sem greinst hefur með her- mannaveiki liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Að sögn vakt- hafandi læknis er ástand manns- ins stöðugt. Maðurinn kom heim frá Rómar- borg í síðustu viku og veiktist fljót- lega eftir heimkomuna. Ekki er vit- að hvar maðurinn smitaðist og jafnvel ógjörningur að komast að því þar sem bakteríur sem valda hermannaveiki eru víða í umhverf- inu. Grunur beinist þó að hóteli sem maðurinn dvaldi á. Ferðir mannsins verða kortlagðar af ís- lenskum heilbrigðisyfirvöldum. Hermannaveiki hefur áður komið upp hérlendis og að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis koma upp tilfelli af veikinni af og til en þau eru þó frekar sjaldgæf. Eitt dæmi er um hópsýkingu en það var á Landspítalanum fyrir um 15 árum en sýkingin var rakin til vatns sem safnast hafði fyrir í sturtuhausum. Hiti og raki er helsta gróðrarstía baktería sem valda hermannaveiki. - ssal LÖGREGLUFRÉTTIR KVEIKT Í SINU Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var til- kynnt um sinubruna í Breiðholti á áttunda tímanum í gærkvöld. Reyndist hafa verið kveikt í á þremur stöðum, á svæði milli Þorskabakka og Stekkjarbakka. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn en nokkrar gróðurskemmdir urðu, að sögn slökkviliðs. Nokk- uð hefur borið á íkveikjum í sinu í borgarlandinu í þurrviðr- inu að undanförnu. HRAÐAKSTUR Á REYKJANES- BRAUT Tveir ökumenn voru kærðir eftir að hafa verið gripnir við of hraðan akstur á Reykjanes- braut. Mældist sá sem hraðar ók á 121 km hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km, að sögn lögreglu. Hermannaveikin í Noregi: Smithætta li›in hjá HERMANNAVEIKI Norsk stjórnvöld telja sig hafa komist fyrir frekari útbreiðslu hermannaveikinnar sem kom upp á Østfoldsvæðinu sunnan við Ósló um síðustu helgi. Milli 30 og 40 manns hafa sýkst og fimm hafa látist. Uppspretta veikinnar er ófund- in en talið er að búið sé að koma í veg fyrir frekara smit. Verið er að kortleggja ferðir þeirra sem smit- ast hafa og beinist athyglin sér- staklega að þremur einstakling- um sem voru í Friðriksstað og ná- grenni um helgina en veiktust eftir að þeir komu heim, en þeir búa ekki á smitsvæðinu. Bendir allt til þess að upp- sprettu smitsins sé að finna í mið- bæ Friðriksstaðar eða rétt sunnan við hann. Þá er verið að rannsaka hvort smit hafi borist með ánni Glommu sem er lengsta á Noregs og rennur til sjávar gegnum Østfold. ■ SPURNING DAGSINS Björk, er Alfre› orkufrekur? „Já, en hann á það líka til að virkja fólk.“ Björk Vilhelmsdóttir er fulltrúi Vinstri-grænna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Alfreð Þorsteinsson stjórnarformaður vill selja rafmagn til stóriðju í Helguvík en Vinstri-grænir eru á móti því. M yn d/ AP ÓSKEMMTILEG LÍFSREYNSLA Átján manns meiddust í tilræðinu en enginn mjög al- varlega. Samfylking: Kosning ver›- ur sko›u› STJÓRNMÁL „Fyrsti fundur fram- kvæmdastjórnar fer fram á mánudaginn kemur og þá verður þetta mál skoðað og ákvörðun tek- in,“ segir Gunnar Svavarsson, for- maður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Ásakanir hafa komið fram um meint kosningasvindl í kosningu um varaformannssæti flokksins en þar hafði Ágúst Ólafur Ágústs- son sigur á Lúðvík Bergvinssyni. Gunnar segir að kosninga- stjórn hafi ekki tilkynnt um neitt óeðlilegt og ekkert hafi heldur borist skrifstofu flokksins sem styðji ásakanir þær er fram hafa komið í fjölmiðlum. Engu að síður verður málið skoðað ofan í kjöl- inn. - aöe Fr ét ta bl að ið /H ar i NÝKJÖRINN VARAFORMAÐUR Samfylkingin hyggst rannsaka hvort ásak- anir um kosningasvindl eigi sér stoð í raunveruleikanum. LANDSPÍTALINN HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Eldri maður með hermannaveiki liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild spítalans. ETA enn við sama heygarðshornið: Öflug bílsprengja sprengd í Madríd BANDARÍKIN SMÁBARN FINNUR KANNABIS Lögregla í Albuquerque í Nýju- Mexíkó fann rúm 800 kíló af marijúana í tengivagni í bílskúr þökk sé tveggja ára snáða. Drengurinn var læstur inni í Ká- dilják föður síns og ýtti fyrir slysni á svokallaðan OnStar- takka, sem er öryggishnappur sem sendir útvarpskall til lög- reglu ef hjálpar er óskað. Lög- reglan losaði drenginn úr prís- undinni og fann í leiðinni efnin, sem eru rúmlega hálfrar milljón- ar dala virði. Mið-Afríkulýðveldið: Bozize kjör- inn forseti BANGVÍ, AP Jean-Francoise Bozize sigraði í síðari umferð forseta- kosninganna í Mið-Afríkulýðveld- inu og er því réttkjörinn forseti landsins. Bozize hlaut um 65 pró- sent atkvæða en helsti keppinaut- ur hans, Martin Ziguele, fékk 35 prósent. Bozize er reyndar nokkuð hag- vanur í forsetaembættinu því fyr- ir rúmum tveimur árum rændi hann völdum af Ange-Felix Patasse, þáverandi forseta, en Ziguele var forsætisráðherra í valdatíð hans. 3,6 milljónir manna búa í Mið- Afríkulýðveldinu. Þrátt fyrir margvíslegar náttúruauðlindir er fátækt mikil í landinu. ■ Fuglaflensuveiran í fuglum hér á landi Fuglaflensuveiran er án vafa til sta›ar í villtum fuglum hér á landi, segir sótt- varnalæknir. Hann segir fló nær útiloka› a› hér skapist hætta á faraldri e›a a› hún brei›ist út. Tiltekin skilyr›i flurfi til a› slíkt geti gerst. HEILBRIGÐISMÁL „Við munum væntanlega finna fuglaflensu- veiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum,“ segir Haraldur Briem sóttvarna- læknir hjá Landlæknisembætt- inu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér á landi og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hef- ur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér- lendis. Þetta er ein af fjölmörg- um varúðarráðstöfunum hér á landi til varnar fuglaflensunni. Landbúnaðarráðuneytið fram- lengdi í fyrradag bann við inn- flutningi á lifandi fuglum, frjó- eggjum og hráum afurðum ali- fugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur gert vart við sig. Haraldur segir að þótt inflú- ensuveiran finnist í farfuglum hér á landi þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að farald- ur verði og vírusinn breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar hér. „Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósan- legir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkj- unum,“ segir hann. „Hún er í miklu magni í saur þeirra, eink- um þegar þeir halda á suðurslóð- ir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum.“ Haraldur bendir á að aðstæð- ur veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA–Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slík- ar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur að drepast af völdum hennar og jafnvel að smit berist milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuð- um búum. Yrði einhverrar skæðrar pestar vart hér væri hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með væri hætt- an úr sögunni. Miklu erfiðara er um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. jss@frettabladid.is Sjá einnig síðu 8 VATNAFUGLAR Fuglaflensuveiran tekur sér einkum bólfestu í hænsnfuglum og vatnafuglum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.