Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2005, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 26.05.2005, Qupperneq 6
6 26. maí 2005 FIMMTUDAGUR Ársskýrsla Amnesty International: Bandaríkin fá skömm í hattinn MANNRÉTTINDI Bandarísk stjórn- völd fá skömm í hattinn í nýrri skýrslu Amnesty International fyrir árið 2004. Þar eru sérstak- lega tiltekin mannréttindabrot á föngum í Guantanamo-flóa á Kúbu sem þar er haldið án dóms og laga. Í skýrslunni segir að við árslok 2004 hafi fleiri en 500 föngum af um 35 þjóðernum verið haldið án ákæru eða dóms vegna óstað- festra tengsla við al-Kaída- hryðjuverkasamtökin eða talí- banastjórnina í Afganistan. Einnig er sértaklega tekið fram að bandarísk stjórnvöld hafi nú leyft yfirheyrsluaðferðir sem stríða gegn sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Jó- hanna K. Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am- nesty, benti á að Bandaríkjamenn hefðu orðið uppvísir af því að flytja fanga til landa þar sem mannréttindi eru ekki virt til þess eins að geta farið á svig við al- þjóðasáttmála án þess að eftir því sé tekið. Amnesty berst nú fyrir því að fangar í Guantanamo verði kærð- ir og fái lagalega meðferð ellegar látnir lausir. Nánar verður fjallað um ársskýrslu Amnesty í Frétta- blaðinu um helgina. - oá Strandsiglingaskip í banni í Vesturbyggð: Hafa ekki borga› hafnargjöld VANSKIL Hafnarstjórn Vestur- byggðar hefur ákveðið að hætta að þjónusta strandferðaskipið Jaxlinn, sem er í eigu Sæskipa ehf., vegna skulda útgerðarfé- lagsins við hafnir. Einnig er út- gerðarfélagið sagt ekki hafa sýnt nein viðbrögð við samn- ingaumleitunum Vesturbyggðar en hafnarstjórnin bauð Sæskip- um að fella niður áfallna drátt- arvexti ef samið yrði um greiðslu skulda fyrir lok mars- mánaðar. Málið var tekið upp á fundi hafnarstjórnar í síðustu viku þar sem ákveðið var, að sögn Guð- mundar Guðlaugssonar hafnar- stjóra, að leyfa Jaxlinum áfram að leggja að bryggju gegn inn- heimtu lögboðinna gjalda en starfsmenn hafnarinnar muni ekki þjónusta skipið. Guðmund- ur gefur ekki upp hvað Sæskip skulda mikið en fyrirtækið hef- ur frest til 10. júní til að gera upp eða semja um skuldina áður en hún verður send lögfræðingi til innheimtu. Jaxlinn skuldar einnig hafnargjöld í Ísafjarðar- bæ. Forsvarsmenn Sæskipa gáfu blaðamanni ekki kost á því að spyrja um fyrirhugaðar aðgerðir af hálfu útgerðarfélagsins. - oá Gengi› flvert gegn vilja Bush George W. Bush gæti beitt neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn ef Bandaríkjafling samflykkir a› afnema takmarkanir á opinberum fjárframlögum til stofnfrumurannsókna. Fulltrúadeildin hefur fyrir sitt leyti lagt blessun sína yfir fla›. Reikna› er me› a› öldungadeildin geri hi› sama. BANDARÍKIN Fulltrúadeild Banda- ríkjaþings hefur samþykkt að af- nema takmarkanir á opinberum fjárframlögum til stofnfrumu- rannsókna. George W. Bush for- seti hótar að beita neitunarvaldi sínu verði frumvarpið að lögum í meðförum öldungadeildarinnar. Umræðurnar voru heitar í full- trúadeildinni í fyrradag um hvort afnema ætti þær takmarkanir sem Bush forseti setti árið 2001 á opinber fjárframlög til rannsókna á stofnfrumum úr fósturvísum. Þótt þingmennirnir hefðu venju samkvæmt skipst í tvær fylking- ar þá var skiptingin þverpólitísk. Þegar yfir lauk höfðu fimmtíu þingmenn úr röðum repúblikana snúist á sveif með þorra demókrata og frumvarpið var því samþykkt með 238 atkvæðum gegn 194. Deilan snýst um hvort réttlæt- anlegt sé að nota vísi að mannslífi til að þróa lækningar við alvarleg- um sjúkdómum á borð við Parkin- sons-veiki og sykursýki. Því voru umræðurnar í þinginu óvenju per- sónulegar þar sem þingmenn létu óspart í ljós trúarskoðanir sínar og fjölskylduaðstæður. „Í fyrsta sinn í sögu þjóðar okkar á að nota peninga skatt- borgarana til að eyða saklausum mannslífum,“ sagði Henry J. Hyde, repúblikani frá Illinois. Joe Barton, repúblikani frá Texas, kvaðst hins vegar styðja frum- varpið þar sem faðir hans hefði dáið úr sykursýki og bróðir úr lifrarsjúkdómi. 290 atkvæði fulltrúadeildar- þingmanna þarf til að forseti geti ekki beitt neitunarvaldi sínu en George W. Bush hefur lýst því yfir að hann muni gera það nái frum- varpið fram að ganga. Þá skoðun lét hann í ljós á blaðamannafundi í fyrradag umkringdur börnum sem höfðu verið ættleidd þegar þau voru enn á fósturstigi. Fastlega er búist við að frum- varpið nái fram að ganga í öld- ungadeildinni en skoðanakannan- ir benda auk þess til að þorri al- mennings sé hlynntur stofn- frumurannsóknum. Það er ekki síst stuðningur Nancy Reagan við rannsóknirnar sem hefur aflað málinu fylgis hjá íhaldssamari hluta þjóðarinnar. sveinng@frettabladid.is Skattsviksmál: Bent á fjár- málastjóra DÓMSMÁL Ríkislögreglustjóri hef- ur krafist refsingar til handa fyrr- verandi eigendum og forsvars- mönnum Allrahanda – Ísferða vegna brota á lögum um virðis- aukaskatt og staðgreiðslu opin- berra gjalda. Aðalmeðferð fór fram í gær en ákærðu er gefið að sök að hafa ekki staðið skil á tæplega fimmt- án milljóna króna kröfu Tollstjór- ans í Reykjavík. Báru ákærðu fyr- ir sig sakleysi þar sem fjármála- stjóri bæri ábyrgð á þeim vanskil- um sem urðu en samkvæmt laga- bókstafnum liggur ábyrgð í slík- um málum hjá framkvæmda- stjóra og stjórnarformanni. - aöe Umdeildar rannsóknir BANDARÍKIN Á síðustu árum hefur áhugi vísindamanna á stofnfrumum vaxið hröðum skrefum en stofnfrumur eru ósérhæfðar frumstæðar frumur sem geta bæði fjölg- að sér og breyst í sérhæfðar frumur, til dæmis brisfrumur og lifrarfrumur. Ef fundin verður leið til að rækta stofn- frumur og stýra þróun þeirra í sérhæfðar frumur binda menn vonir við að hægt verði að lækna ýmiss konar áverka og sjúkdóma á borð við brunasár, sykursýki og Alzheimer. Vísindamenn hafa unnið bæði með dýrastofnfrumur og stofnfrumur úr mönnum. Af þeim síðarnefndu eru frumur sem eru unnar úr fósturvísum taldar heppi- legri en þær sem finnast í beinmerg fullorðins fólks því þær eiga betri möguleika á að þróast í aðrar frumugerðir. Fósturvísar sem frumurn- ar eru teknar úr eru yfirleitt aðeins 4-5 daga gamlir og eru búnir til á tilraunastofum úr gjafaeggjum og sæði. Engu að síður benda gagnrýnendur slíkra tilrauna á að í þeim sé fólginn möguleiki til mann- legs lífs og hann sé friðhelg- ur, jafnvel heilagur. ■ NÝTT 7UP FREE Laust við allt sem þú vilt ekki! Ekki kaloríur Ekki sykur Ekki koffein Ekki kolvetni Ekki litarefni PRÓFAÐUNÝTT SYKURLAUST7UP FREE TÖLVUTÆKNI Telur›u a› íslenskir kaup- menn leggi óe›lilega miki› á föt og skó? SPURNING DAGSINS Í DAG: Eigum vi› a› byggja fleiri ál- ver á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 4,5%Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN 95,5% FYRRVERANDI FÓSTURVÍSAR Blaðamannafundur var haldinn í Capitol Hill á þriðjudaginn um stofnfrumurannsóknir. Til hans mættu börn sem höfðu verið ættleidd á meðan þau voru enn „fyrrverandi fósturvísar“, eins og stendur á bolum þeirra. Fósturvísarnir sem notaðir eru til stofnfrumurannsókna eru hins vegar aldrei teknir úr móðurkviði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P STRANDFERÐASKIPIÐ JAXLINN Hafnar- stjórn Vesturbyggðar hefur nú tekið fyrir það að hafnarstarfsmenn þar þjónusti strandferðaskipið Jaxlinn vegna vangold- inna hafnargjalda. JÓHANNA K. EYJÓLFSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International kynnti ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2004. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÍSLAND Í FJÓRÐA SÆTI Ísland er í fjórða sæti í útbreiðslu breið- bands og njóta 18,3 prósent landsmanna þjónustunnar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efna- hags- og framfarastofnunar Evr- ópu. Mest er breiðbandsvæðingin í Suður Kóreu, þar sem 29,4 pró- sent landsmanna eru áskrifendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.