Fréttablaðið - 03.06.2005, Blaðsíða 4
HEILBRIGÐISMÁL Vá er fyrir
dyrum á Norðurlöndum vegna
mikillar aukningar á fjölónæm-
um bakteríum, ef ekki verður að
gert. Þetta er niðurstaða vinnu-
hóps norrænna sýklafræðinga
og smitsjúkdómalækna. Karl G.
Kristinsson, yfirlæknir á sýkla-
fræðideild Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss, segir þetta ekki
koma á óvart því menn hefðu
vitað hvert stefndi.
Í skýrslu vinnuhópsins
kemur fram að staðan er lang-
verst í Finnlandi. Hér á landi
var ástandið nokkuð stöðugt á
árunum 1986-1999 með 0-5 ný
tilvik á ári. Aukningar á þessum
fjölónæmu bakteríum varð vart
hér á árunum 2000-2002, en á
næstu tveimur árum fækkaði
sýkingum aftur. Á þessu ári hef-
ur MÓSA-sýkingum fjölgað hér
á nýjan leik og á fyrstu þremur
mánuðum þessa árs voru þær
orðnar 16 á móti 8 í fyrra.
„Ef ekkert yrði að gert frekar
en við gerum í dag myndum við
enda líkt og hinar Evrópuþjóð-
irnar sem eru í verulegum vand-
ræðum með þessa bakteríu,“
sagði Karl. „Við viljum ekki fara
í það far því þegar þessar bakt-
eríur eru einu sinni orðnar land-
lægar á spítölum er mjög erfitt
að uppræta þær.“
Karl sagði að vinnuhópurinn
hefði sent niðurstöður sína til
heilbrigðisyfirvalda allra
Norðurlandanna.
„Tilgangurinn er að fá stjórn-
málamenn og almenning í lið
með okkur,“ sagði hann enn
fremur. „Það mun kosta meiri
pening að halda í horfinu en við
erum að eyða í varnir í dag. Það
þarf að samhæfa reglurnar milli
Norðurlandanna. Það þurfa að
vera skýrar reglur um leit og
einangrun á MÓSA-tilfellum.
Aðstæður eru víða slæmar. Það
skortir einangrunarherbergi á
sjúkrahúsum og samræmda
eftirfylgni með reglunum.“
Karl kvaðst ekki geta sagt til
um hver kostnaðurinn gæti orðið
við nauðsynlegar aðgerðir hér á
landi. Í hugmyndum um nýtt
sjúkrahús LSH væri gert ráð
fyrir einmenningsherbergjum
að stærstum hluta, sem væri
mjög þýðingarmikið. Fram að
því þyrfti að gera ráð fyrir
kostnaðarsömum aðgerðum til
að mynda með leit að MÓSA-
bakteríunni, einangrunarvist
fyrir þá sem væru með hana og
jafnvel að loka deildum.
jss@frettabladid.is
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,74 65,04
117,56 118,14
79,43 79,87
10,67 10,74
10,03 10,09
8,68 8,73
0,60 0,60
95,27 95,83
GENGI GJALDMIÐLA 02.06.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
111,40 +0,60%
4 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Forseti bæjarstjórnar Kópavogs vísar gagnrýni leikskólastjóra á bug:
Ekki nota›ir til uppfyllingar
FÉLAGSMÁL „Ég get fullyrt að leik-
skólastjórar njóta virðingar hér í
bæjarfélaginu og þeir eru ekki
notaðir til uppfyllingar frekar en
aðrir,“ segir Gunnsteinn Sigurðs-
son forseti bæjarstjórnar Kópa-
vogs vegna óánægjubréfs sem
fjórtán leikskólastjórar hafa ritað
honum.
Í bréfinu segir að leikskóla-
stjórar hafi verið boðnir á afmæl-
ishátíð bæjarins 18. maí með dags
fyrirvara. Almennt hafi boð til
annarra hins vegar verið send út
með góðum fyrirvara.
„Það lítur því út fyrir að leik-
skólastjórum hafi verið boðið til
að fylla út í tóm sæti þegar í ljós
kom að aðrir gestir höfðu afþakk-
að boðið,“ segir í bréfinu. Þá
segja leikskólastjórarnir það
hafa vakið undrun sína, að þeim
hafi ekki verið boðið til hátíðar-
kvöldverðar eins og öðrum
stjórnendum bæjarins, svo sem
stjórnendum grunnskóla og tón-
listarskóla.
Gunnsteinn sagði, að hátíðar-
höldunum hefði verið skipt í
þrennt. Menn hefðu viljað koma
miklu fleirum að, en til stæði að
gera eitthvað meira fyrir starfs-
fólk bæjarins þegar liði á árið.
Bæjarráð myndi ræða bréf leik-
skólastjóranna og svara því.
-jss
Læknar or›nir uggandi
S‡kingum af völdum fjölónæmrar bakteríu, MÓSA, hefur fari› hratt fjölgandi á Nor›urlöndunum á
sí›ari árum. Í ö›rum Evrópulöndum er flessi veira or›in landlæg. Sérfræ›ingar á Nor›urlöndum vilja
skera upp herör gegn henni, ella sé vá fyrir dyrum.
Tölvunet Landspítalans:
fiolir ekki
auki› álag
HEILBRIGÐISMÁL Stjórnendur Land-
spítala-háskólasjúkrahúss bíða nú
eftir greinargerð frá tæknideild
spítalans vegna bilunarinnar sem
varð í netkerfi hans í vikunni, að
sögn Jóhannesar M. Gunnarsson-
ar lækningaforstjóra.
„Við vissum það fyrir að það
þarf að styrkja netið betur og
leggja í það heilmikið fé,“ sagði
hann, en kvaðst ekki geta nefnt
upphæðir í því sambandi. „Það er
hægt að gera það í áföngum og
hefur verið gert þannig,“ sagði
hann enn fremur. „Þörfin fyrir það
að setja upp og tengja tæki sem
þjóna þessari flutningsleið er svo
mikil og vaxandi að við höfum
hreinlega ekki við.“ - jss
ÍSLANDSVINUR
2.220.000 kr.
2.320.000 kr.
Sedan:
Wagon:
Ver› frá:
Öllum n‡jum Subaru Legacy bílum fylgir nú 50.000 króna
úttekt í Intersport e›a Nevada Bob. Bættu vi› tjaldi, grilli,
golfsetti e›a flugustöng og borga›u ekki krónu!
50.000 króna gjafabréf
Fer›agasgrill fylgir öllum n‡jum Subaru Legacy.
VEÐRIÐ Í DAG
GUNNSTEINN SIGURÐSSON Segir leikskóla-
stjóra í Kópavogi njóta virðingar
VÍTAHRINGUR Karl G. Kristinsson yfirlæknir segir að MÓSA-bakteríur hafi orðið landlægar á öldrunarstofnunum erlendis, þar sem aðstæður til varnar séu erfiðar. Veikt fólk komi inn á
spítala með bakteríuna, sem ekki takist að uppræta í öllum tilvikum, fari síðan aftur til síns heima og þannig geti skapast vítahringur, sem koma þurfi í veg fyrir.
FJÖLDI NÝRRA MÓSA-TILFELLA
Á ÍSLANDI
2001 10
2002 46
2003 18
2004 8
2005 16
FJÖLDI NÝRRA MÓSA-TILFELLA
Á NORÐURLÖNDUM 2004
Finnland 1468
Svíþjóð 712
Danmörk 577
Noregur 221
Ísland 8
Hvað er MÓSA?
Klasakokkar eru algengar spítala-
bakteríur, sem geta valdið alvarleg-
um sýkingum til dæmis blóðsýking-
um. Hluti af þessum bakteríum er
ónæmur fyrir mörgum sýklalyfjum
og því eru bakteríurnar nefndar
fjölónæmar eða MÓSA. Meira en 30
prósent af þeim blóðsýkingarbakter-
íum sem fundust í tíu Evrópulönd-
um reyndust vera fjölónæmar og allt
upp í 90 prósent á einstökum
sjúkrahúsum, að því er fram kemur í
skýrslu norræna vinnuhópsins.
JÓHANNES M. GUNNARSSON Styrkja þarf
netkerfi Landspítalans og leggja í það heil-
mikið fé.
LÖGREGLUFRÉTT
BÍLVELTA Í FAGRADAL Umferðar-
slys varð á þjóðveginum í Fagra-
dal, milli Reyðarfjarðar og Egils-
staða, þegar bíll fór út af og valt.
Tvennt var í bílnum og voru þau
flutt á sjúkrahús, töluvert slösuð.
Bíllinn er ónýtur eftir veltuna.
BÍLVELTA Á EYRARBAKKAVEGI
Bíll valt á Eyrarbakkavegi, á
móts við bæinn Stekka, þegar
ökumaður bílsins missti stjórn á
honum. Ökumaðurinn, sem var
einn í bílnum, meiddist lítið. Bíll-
inn er ónýtur og þykir mildi að
ekki fór verr.
Breyttar vefslóðir:
Klámsí›ur fái
.xxx endingu
NETIÐ Nú hillir undir að þeir sem
halda úti erótískum síðum eða
klámsíðum á netinu fái kost á því
að fá heimasvæði með endingunni
.xxx. ICANN (Internet Cor-
poration for Assigned Names and
Numbers) hefur samþykkt að boð-
ið verði upp á .xxx endingu og
verða hlutaðeigandi hvattir til að
nýta sér það. ICANN hefur áður
hafnað hugmyndum sem þessum
vegna ónógrar eftirspurnar.
Vonir standa til þess að allt
klám á netinu muni með tímanum
fara á þessi svæði, en óvíst er
hvernig þeir sem standa í þessu
taka breytingunni. ■