Fréttablaðið - 03.06.2005, Page 47
FÖSTUDAGUR 3. júní 2005 31
Fjögur gull í frjálsum í gær
firi›ji keppnisdagur Smáfljó›aleikanna skila›i af sér 17 íslenskum ver›laun-
um, 8 í frjálsum og 7 í sundi og júdóstelpurnar unnu auk fless li›akeppnina.
SMÁÞJÓÐALEIKAR Íslenska íþrótta-
fólkið hélt áfram að safna að sér
verðlaunum á þriðja keppnisdegi
Smáþjóðaleikanna. Ísland vann
alls 17 verðlaun í gær og hafa því
18 gull og alls 49 verðlaun komið í
hlut Íslendinga á leikunum.
Það gekk vel á frjálsíþróttavell-
inum í gær og fjögur íslensk gull
litu dagsins ljós. Björgvin Víkings-
son vann glæsilegan sigur í 400
metra grindahlaupi og varð þar á
undan tveimur Kýpverjum. Þórey
Edda Elísdóttir vann öruggan sig-
ur í stangarstökki, stökk 30 sentí-
metrum hærra en silfurhafinn frá
Kýpur og átti auk þess þrjár góðar
tilraunir við eigið Norðurlanda-
met. Óðinn Björn Þorsteinsson
vann gull þegar hann kastaði kúl-
unni 17,15 metra og vann með
miklum yfirburðum en Jón Arnar
Magnússon varð í fjórða sæti.
Þetta eru önnur verðlaun Óðins á
leikunum, hann hlaut silfur í
kringlukasti í fyrradag. Jón Arnar
vann síðan brons þegar hann stökk
7,30 metra í langstökki og Vilborg
Jóhannsdóttir vann silfur í
sleggjukasti.
Ásdís Hjálmsdóttir var aðeins
fimm sentimetrum frá fimm daga
gömlu Íslandsmeti sínu í spótkasti
þegar hann vann gull í gær en í
öðru sæti varð Vigdís Guðjónsdótt-
ir. Þetta voru önnur verðlaun Ás-
dísar en hún vann brons í kúlu-
varpi á þriðjudaginn. Hin 15 ára
gamla Íris Anna Skúladóttir vann
einnig sín önnur verðlaun þegar
hún bætti bronsverðlaunum í 1.500
metra hlaupi við gullið sem hún
vann svo eftirminnilega í fyrra-
kvöld.
Ragnheiður Ragnarsdóttir vann
eina gullið í einstaklingskeppni
sundsins í gær þegar hún vann 50
metra skriðsundið. Ísland vann
silfur (Erla Dögg Haraldsdóttir)
og brons (Helena Ósk Ívarsdóttir)
í 200 metra bringusundi kvenna,
Jakob Jóhann Sveinsson vann silf-
ur í 200 metra bringusundi, stráka-
sveitin vann silfur í 4x100 metra
fjórsundi og þá vann Sigrún Brá
Sverrisdóttir brons í 200 metra
skriðsundi.
Íslandsmet hjá Önju
Hitt gull dagsins vann kvenna-
sveit í 4x100 metra fjórsundi en
Anja Ríkey Jakobsdóttir gerði sér
lítið fyrir og bætt þar íslandsmetið
í 100 metra baksundi í fyrsta
sprettium. Anja synti á 1.05.29
mínútum og bætti gamla metið um
19/100 úr sekúndu.
Kvennalandsliðið í júdó vann
gull í liðakeppninni en strákarnir
urðu að sætta sig við fjórða sætið.
Kvennasveitin skipa þær Gígja
Guðbrandsdóttir og Margrét
Bjarnadóttir en Margrét vann
þarna sitt annað gull á leikunum.
Kvennalandsliðið í körfubolta
varð að sætta sig við silfur eftir 48-
57 tap fyrir Lúxemborg í úrslita-
leik. Birna Valgarðsdóttir var
stigahæst með 19 stig og Helena
Sverrisdóttir skoraði 11 stig.
Karlaliðið vann sinn annan leik, nú
nauman 73-69 sigur á Lúxemborg.
Sigurður Þorvaldsson var stiga-
hæstur með 14 stig. -ooj
Sumarhappdrætti
Krabbameinsfélagsins www.krabb.is
Vertu með og styrktu gott málefni!
Dregið 17. júní 2005
vinningar:
Glæsilegir
900 kr.
Uppl‡singar um vinningsnúmer í
símum 540 1918 (símsvari) og
540 1900 og á vefsí›unni
krabbameinsfelagid.is/happ
Honda CR-V ES
Ver›mæti 2.995.000 kr.
Bifrei› e›a grei›sla
upp í íbú›
Ver›mæti 1.000.000 kr.
Úttekt hjá fer›askrifstofu
e›a verslun
Hver a› ver›mæti 100.000 kr.
148
skattfrjálsir vinningar
að verðmæti
150
18.795.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
16
5
6
1
BOLTAVAKTIN Ný þjónusta fyrir boltafíkla.
Frímiðar á landsleikina:
Vísir b‡›ur
á völlinn
FÓTBOLTI Í tilefni af opnun Bolta-
vaktarinnar á vísi.is býður Vísir
notendum sínum fjóra tvennumiða
á landsleiki Íslands við Ungverja-
land og Möltu.
Það eina sem þarf að gera er að
fara inn á visi.is, svara laufléttri
spurningu úr Boltavaktinni og þá
kemst fólk í pott sem síðar verður
dregið úr. Fyrir þá sem ekki komast
á völlinn er bent á að hægt verður
að fylgjast með leiknum í beinni á
boltavakt Vísis.
FÓTBOLTI Botnlið ÍBV í Landsbanka-
deildinni hefur bætt við sig leik-
manni en Heimir Snær Guðmunds-
son fer til liðsins á lánssamningi frá
FH og verður út þetta sumar. Heim-
ir verður 21 árs um miðjan mánuð-
inn en hann var fyrirliði 2. flokks
FH sem fór taplaus í gegnum Ís-
landsmótið 2003.
Heimir er miðjumaður en einnig
er vel hægt að nota hann í hægri
bakverði. Guðlaugur Baldursson,
þjálfari ÍBV, var ekki í vafa um að
þetta væri liðsstyrkur fyrir ÍBV.
„Ég þekki þennan strák vel og það
er klárt mál að hann styrkir okkur. “
- egm
ÍBV fær liðsstyrk úr Firðinum:
Heimir Snær
til Eyja
Framtíð Snorra Steins ráðin:
Mun semja
vi› Minden
HANDBOLTI Snorri Steinn Guðjóns-
son, landsliðsmaður í handknatt-
leik, hefur náð munnlegu sam-
komulagi við þýska liðið Minden
og mun líklegast skrifa undir
tveggja ára saming við liðið á
allra næstu dögum.
Mörg lið sýndu honum áhuga
eftir að ljóst varð að Grosswall-
stadt ætlaði ekki að framlengja
samning hans en hans vilji var að
vera áfram í Þýskalandi. Topplið í
Þýskalandi sýndi honum áhuga en
fékk svo annan mann í staðinn og
því varð ekkert af því að hann
færi þangað. Minden var í vand-
ræðum í þýsku deildinni á nýliðnu
tímabili og endaði í 16. sæti af 18
liðum, nú á samt að rétta úr kútn-
um og má reikna með að fleiri
leikmenn muni ganga til liðs við
félagið á næstu dögum. - egm
SNORRI STEINN GUÐJÓNSSON Gengur til
liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Minden
í sumar.
SLÓ KÝPURBÚNUM VIÐ Kýpurbúar hafa
verið mjög sterkir í Andorra en réðu þó
ekkert við Björgvin Víkingsson í 400 metra
grindahlaupinu.
TVÖ GULL Í GÆR Ragnheiður Ragnarsdóttir
vann tvö gull í gær, í 50 metra skriðsundi
og svo með íslensku sveitinni í 4 x 100
metra fjórsundi.