Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 20
Hollendingar greiddu stjórnar- skrársáttmála Evrópusambandsins náðarhöggið í fyrrakvöld þegar þeir kolfelldu plaggið í þjóðaratkvæða- greiðslu sinni. 62 prósent þjóðarinn- ar höfnuðu skránni á meðan aðeins rúmur þriðjungur sagði já. Engar líkur eru á að stjórnarskrársáttmál- inn taki gildi í núverandi mynd heldur er fyrirsjáanlegt að verulegt bakslag komi nú í Evrópusamrun- ann. Strax að lokinni atkvæðagreiðsl- unni í Hollandi létu viðbrögð ráða- manna ekki á sér standa. Þrátt fyrir að fæstir þeirra reyndu að dylja vonbrigði sín hvöttu þeir samt til að fullgildingarferlinu yrði haldið áfram. Fullgildingarferlið haldi áfram... Þótt skýrt sé á um það kveðið að öll aðildarríkin 25 verði að staðfesta stjórnarskrána til að hún öðlist gildi er út af fyrir sig ekki fráleitt að halda ferlinu áfram. Þegar þjóðar- leiðtogarnir 25 undirrituðu sáttmál- ann í Róm í október síðastliðnum lýstu þeir því jafnframt yfir að ef að minnsta kosti tuttugu ríki stað- festu hann þá mætti gera á honum einhverjar breytingar til að mæta óskum þeirra leiðtoga sem rötuðu í vandræði með staðfestinguna heima fyrir. Þegar eru tíu ríki búin að staðfesta sáttmálann, síðast Lett- land í gærmorgun, en þrettán eiga það ennþá eftir. ...þótt það sé í raun fráleitt Þegar betur er að gáð virðist hins vegar tilgangslaust að halda ferlinu áfram. Í fyrsta lagi er fráleitt að ætla almenningi í þeim ríkjum sem þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í að kjósa um plagg sem svo mikil óvissa ríkir um. Í öðru lagi virðist niðurstaðan í Frakklandi og Hollandi hafa breytt svo pólitísku andrúmslofti álfunnar að útlit er fyrir að aðrar þjóðir sem áður voru hlynntar sáttmálanum muni nú fella hann. Þegar skoðan- anakannanir benda til að Lúxem- borgarar, sem eru með áköfustu ESB-sinnum, gætu sagt nei í at- kvæðagreiðslu sinni 10. júlí þá er heldur bjartsýnt að reikna með að efasemdaseggir á borð við Dani og Breta muni leggja blessun sína yfir sáttmálann. Í þriðja lagi þá gerði enginn ráð fyrir því að sáttmálanum yrði hafn- að í sjálfum kjarnaríkjum sam- bandsins heldur var búist við and- stöðu í smærri ríkjum þess eins og Danmörku, eða Bretlandi sem hefur alltaf verið á jaðri sambandsins bæði í landfræðilegum og pólitísk- um skilningi. Vissulega er mögulegt fyrir óánægð ríki að taka pokann og yfirgefa sambandið en útilokað er að ímynda sér ESB án þátttöku Frakka. Lífgunartilraunir hugsanlegar Hvað sem þessu líður hafa nokkrar leiðir verið nefndar til að bjarga sáttmálanum, eða að minnsta kosti leifunum af honum. Giuliano Amato, fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu og einn höfunda stjórn- arskrársáttmálans, hefur stungið upp á að hlutum hennar verði ein- faldlega bætt við Nice-sáttmálann sem nú er í gildi. Hefur staða utan- ríkisráðherra sambandsins sérstak- lega verið nefnd í þessu samhengi en talið er að hægt sé að stofna hana án flókinna lagabreytinga. Það þýddi auðvitað að metnaðarfyllri ákvæði plaggsins sem ganga þyrftu í gegnum fullgildingarferli yrðu látin lönd og leið. Nokkrir hafa lagt til að samið verði að nýju um ákveðin ákvæði stjórnarskrárinnar og svo verði ein- faldlega kosið aftur, líkt og Írar gerðu árið 2002 þegar þeir kusu í annað sinn um Nice-sáttmálann. Hins vegar þykir ólíklegt að nokkur sátt náist um þau ákvæði sem helst hefur staðið styr um. Frakkar vilja að sáttmálinn tryggi félagsleg rétt- indi betur en nú stendur til. Þessu eru á hinn bóginn mörg aðildarríkj- anna andvíg, ekki síst Bretar, því þau óttast að slíkar ráðstafanir verði á kostnað frjálsræðis í við- skiptum. Hurðum sambandsins skellt Höfnun stjórnarskrársáttmálans er eitthvert mesta áfall sem Evópu- sambandið hefur orðið fyrir og lík- legt er að bakslag komi í samrunann á næstu árum. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hitti senni- lega naglann á höfuðið í gær þegar hann sagði að úrslitin í Hollandi og Frakklandi vektu upp áleitnar spurningar um framtíð Evrópu sem engin svör væru til við. Fyrirsjáan- legt er að í hönd fari mikil endur- skoðun á tilgangi og markmiðum ESB. Í svipinn virðast úrslit síðustu daga helst boða slæm tíðindi fyrir þau ríki sem nú banka á dyr sam- bandsins. Fjölmargir Frakkar sem sögðu nei gerðu það vegna andstöðu við aðild Tyrkja að ESB og vitað er að Angela Merkel, sem gæti orðið kanslari í Þýskalandi í haust, leggst jafnframt gegn henni. Jafnvel gæti hurðinni verið skellt á Búlgara og Rúmena sem búið er að lofa aðild að ESB þar sem franska þingið á enn eftir að leggja blessun sína yfir inn- göngu þeirra. ■ 20 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR Evrópuhra›lestin farin út af sporinu Helstu dagblöð Evrópu velta nú fyrir sér niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðsln- anna í Hollandi og Frakklandi. Í Bretlandi spyr The Independent „Hvað nú fyrir Evrópu?“ á mörgum tungumál- um á forsíðunni. Bresku blöðin velta því auk þess fyrir sér hvaða þýðingu niður- stöðurnar hafi fyrir Tony Blair forsætis- ráðherra, en Bretar munu taka við for- sæti í Evrópusambandsinu um næstu mánaðamót. The Independent sér tæki- færi fyrir Blair til að móta nýjan sam- hljóm innan sambandsins í því óvissu- ástandi sem nú hefur skapast. Financial Times telur að hann muni nota sína sex mánuði til að knýja á um framgang þeirra efnahagsumbóta sem margir telja að Frakkar hafi einmitt hafnað. The Guardian hvetur hins vegar til varkárni og telur leiðarahöf- undur blaðsins að það væri óskynsamlegt af ríkisstjórn- inni að reyna að búa sér til tækifæri úr krísunni. Í Hollandi segir Trouw það óhjákvæmilega túlkun að ráðamenn hafi misskilið vilja borgaranna og De Telegraaf telur niðurstöð- una merki um aukna fjarlægð milli stjórn- mála- og embættis- manna og almennra borgara. Í Þýskalandi telur Berliner Zeitung að Hollendingar og Frakkar hafi hafnað stjórnar- skránni af ólíkum ástæð- um. Franska vinstrið telji ESB of hliðhollt markaðs- öflunum en Hollendingar telji það þvert á móti of andsnúið markaðsumbótum. Die Welt er mjög gagnrýn- ið á viðbrögð Frakk- landsforseta við niður- stöðunni þar og Frank- furter Allge- meine telur að Chirac hafi ekki enn tekist að skýra nýja framtíðarsýn fyrir Frökkum. Í Frakklandi sér Liberation aðeins fram- tíðina fyrir Evrópu sem fríverslunarsvæði með lágmarksmiðstýringu. Hið sviss- neska La Tribune De Geneve býst ekki við „hollri kreppu“ innan ESB, en í besta falli löngu stöðnunartímabili. Á Spáni segir El Pais að Hollendingar hafi fyrst og fremst hafnað efnahagsstefnu eigin ríkisstjórnar og El Periodico telur að höfnunin muni valda stífni í sam- skiptum milli fátækari og auðugri aðild- arríkja ESB. The Economist hittir síðan ef til vill naglann á höfuðið með fyrirsögn gær- dagsins: „Dauð, en ekki grafin.“ Dau› en ekki grafin FBL GREINING: VIÐBRÖGÐ FJÖLMIÐLA VIÐ ÚRSLITUM ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLNANNA SÁLFRÆÐINGUR MEÐ 150 KLÖGUMÁL Á BAKINU: Sveik 15 ára stúlku og sendi til móður sem lemur hana STÚLKAN VILL BÚA HJÁ PABBA SÍNUM EN FÆR EKKI ÞUNGIR Á BRÚN Josep Borrell, forseti Evrópuþingsins, Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Jean Claude Juncker, forsætisráðherra Lúx- emborgar og forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hafa um margt að hugsa þessa dagana. SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÖRLÖG STJÓRNAR- SKRÁRSÁTTMÁLA ESB FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A PÚrslit þjóðaratkvæða- greiðslnanna í Frakklandi og Hollandi boða verulegt bakslag í samrunaferlið í Evrópu. Fram undan er nákvæm naflaskoðun og á meðan verður samband- ið sett í hlutlausan gír. JOSE MANUEL BARROSO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.