Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 03.06.2005, Qupperneq 50
Gamla kaupfélagshúsið við Strandgötuna í Hafnarfirði vakn- ar heldur betur til lífsins í kvöld þegar 27 myndlistarmenn opna þar sýningu. Lúðrasveit Hafnarfjarðar tek- ur á móti gestum og hljómsveit- irnar Glampar og Úlpa ætla að leika nokkur lög. Einnig ætla dansararnir Valgerður Rúnars- dóttir og Halla Ólafsdóttir að sýna spunadansverk. Sýningin er liður í lista- og menningarhátíðinni Björtum dögum í Hafnarfirði, en hópurinn sem sýnir verk sín kallar sig KFL Group að hætti stórfyrirtækja nútímans sem horfa langt út fyr- ir landsteinana. „Listamenn verða líka að fá að vera með sína útrás,“ segir Ólöf Björg Björnsdóttir, sem titlar sig kaupfélagsstýru. „Við köllum okkur Kaupfélag listamanna, það er einhvern veginn við hæfi á þessum stað.“ Ólöf hefur haft aðstöðu í gamla Kaupfélagshúsinu í vetur, bæði til að vinna að verkum sín- um og halda sýningar. Á næst- unni verður húsnæðinu breytt í íbúðir og fannst Ólöfu og félög- um hennar tilvalið að efna til veglegrar sýningar og skemmti- legrar uppákomu, svona í kveðju- skyni. Auk Ólafar eiga verk á sýning- unni þau Margrét M. Norðdahl, Jóhanna Helga Þorkelsdóttir, Kolbrá Bragadóttir, Kristín Helga Káradóttir, Helga Óskars- dóttir, Hlín Gylfadóttir, Guð- mundur Thoroddsen, Halla Dögg Sigurðardóttir, Þórunn Inga Gísladóttir, Karen Ósk Sigurðar- dóttir, Baldur Geir Bragason, Þuríður Sigurðardóttir, Elín Anna Þórisdóttir, Elísabet Ólka Guð- mundsdóttir, Guðbjörg Hákonar- dóttir, Röðull Reyr Kárason, Hulda Vilhjálmsdóttir, Hlaðgerð- ur Íris Björnsdóttir, Maria Elisa- beth Wechner, Rósa Sigrún Jóns- dóttir, Hafsteinn Michael, Móeið- ur Helgadóttir, Egill Ingibergs- son, Halldór Hrafn, Ásdís Spanó og Arndís Gísladóttir. „Þetta er svolítið eins og völ- undarhús með vídeó, skúlptúr- um, málverkum og innsetning- um. Við erum bara eins og kýrn- ar sem sleppa út, búin að skvetta rassinum upp um alla veggi og loft og gólf og meira að segja út í næsta nágrenni, því eitt af verk- unum fer út úr húsinu.“ ■ 34 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR EKKI MISSA AF… ... sýningu þýska leikstjórans og listamannsins Christoph Schling- ensief í Klink og Bank, Brautar- holti 1. Sýningin stendur fram á sunnudag og er opin milli klukk- an 13 og 18. ... franska sirkusnum Cirque á Hafnarbakkanum, sem verður með sýningar klukkan tuttugu á laugardags-, sunnudags- og mánudagskvöld. ... síðustu tónleikum Pacifica kvartettsins hér á landi, sem verða á Ísafirði á laugardaginn. Bergur Thorberg kaffimálari verður heldur betur á ferðinni núna um helgina. Klukkan sautján í dag opnar hann sýningu á myndum sínum í Eden í Hveragerði, en klukkutíma síð- ar verður hann mættur á menningarhátíðina í Grand Rokk sem verður sett klukkan 18. Á laugardag og sunnudag tekur hann þátt í hátíðinni Sjómaðurinn síkáti í Grindavík, þar sem hann málar myndir í gríð og erg frá há- degi og fram undir kvöldmatarleytið, en skýst svo á Grand Rokk á milli til að mála. Bergur málar gjarnan með kaffi í staðinn fyrir málningu og hefur jafnan myndirnar á hvolfi meðan hann málar. „Það er búið að vera þannig í sextán ár,“ seg- ir Bergur. „Svo sest ég gjarnan niður hvar sem er til að mála og spjalla, það er svo ríkur þáttur í minni list. Þetta eru augnabliksmyndir sem maður þarf að vera fljótur að vinna. Menn segja mér að ég sé að mála mína lífssögu.“ Kl. 20.00 Víóluhátíðin mikla, sem hófst í gær- kvöldi, heldur áfram með víóluleikum í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð. Þar leikur Garth Knox ásamt víóluleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. menning@frettabladid.is Málar út um allt ! STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður ÞUMALÍNA Frá Sólheimaleikhúsinu Í kvöld kl 20 - 1.000,- KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 4/6 kl 14 UPPS., Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS., Su 26/6 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20, Lau 4/6 kl 20, Su 5/6 kl 20, Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 - UPPS., kl 20, Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20 Aðeins 2 sýningarhelgar eftir Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.isMiðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Eins og kýr að vori KFL GROUP 27 listamenn hafa komið sér fyrir í Gamla kaupfélagshúsinu í Hafnarfirði og opna þar sýningu með látum í kvöld klukkan 20.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.