Fréttablaðið - 03.06.2005, Side 27
3FÖSTUDAGUR 3. júní 2005
S í m i : 5 6 8 6 4 4 0 | b u s a h o l d @ b u s a h o l d . i s
Stá lpottasett á góðu verði
Brúðhjónal istar og gjafakort
Fá›u
þúsund þakkir
frá óvæntum gestum ÍSLEN
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
N
A
T
28
59
9
0
5/
20
05
Sími 533 1020
NÝJAR VÖRUR
Skeifunni 11d
Bætir minnið
og örvar blóðstreymið
GINKGO BILOBA
Fæst í apótekum, heilsubúðum
og matvöruverslunum
H
Á
G
Æ
Ð
A
A
M
E
R
ÍS
K
F
Æ
Ð
U
B
Ó
T
A
R
E
F
N
I
Til hnífs og skeiðar
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR
FLJÓTLEGAN MAT Á FÖSTUDEGI
Bakaður kjúklingur og rótarávextir
með sveskjusósu
Þessi réttur er jafn góður og hann er fallegur. Grænmeti sem bakað
er í ofni er alltaf jafn gott og spennandi er að prófa að meðhöndla fjöl-
breytt úrval rótarávaxta á þennan hátt. Bakaðar sætar kartöflur,
rauðrófur og rófur verða sérstaklega ljúffengar og ekki síður hollar.
Skerið allt grænmetið í jafn stóra bita. Setjið bitana í skál og og hellið
2 msk. ólífuolíu yfir. Saltið og piprið og veltið öllu vel saman. Setjið 1
tsk. af grófu salti, slatta af pipar, kóríander, steinselju, og 2 msk.
ólífuolíu saman í morteli þar til úr verður fallegt grænt mauk. Veltið
kjúklingalærunum upp úr maukinu og nuddið því vel inn í haminn.
Setjið kjúklingalærin og grænmetið saman í eldfast mót og bakið í
200 gráðu ofni í um 40 mínútur. Takið út og dreifið söxuðum vorlauk
yfir. Útbúið sveskjusósuna með því að sjóða sveskjurnar í hvítvíninu
í um 3 mínútur. Setjið þá sveskjurnar og soðið ásamt kanil og
kjúklingasoði í matvinnsluvél og maukið vel. Bragðbætið með salti og
pipar. Borðið réttinn með sveskjusósunni og góðu salati.
4 kjúklingalæri
1/2 sæt kartafla
1/2 rauðrófa
1/2 rófa
3 kartöflur
2 msk. fersk steinselja
2 msk. ferskur kóríander
3 vorlaukar
gróft salt
nýmalaður pipar
ólífuolía
Sveskjusósa
10 steinlausar sveskjur
1 dl hvítvín
1 tsk. kanill
1 dl kjúklingasoð
(úr teningi)
Nýr hollur skyndibiti
Heavenly Veg eru fljótlegir grænmetisréttir sem fást
í betri verslunum.
Heavenly Veg er nýr grænmetis-
skyndibiti frá Florette. Maturinn
er samsettur svo að neytandinn
fái nauðsynleg vítamín, stein-
efni og andoxunarefni úr
grænmeti á fljótlegan hátt.
Grænmetinu fylgir enn
fremur sósa sem hitnar um
leið.
Fjórar tegundir eru til af
Heavenly Veg: með
spergilkáli, strengjabaunum,
rauðlauk, baunabeljum og
taílenskri karrísósu; með
spergilkáli, næpulaufi,
vorlauk, baunabelgjum og
engiferrótarsósu; með blaðlauk,
kúrbít, dvergtómötum, rauðlauk,
vorlauk og geitaostasósu og með
kúrbít, blaðlauk, belgbaunum og
tómatmauki.
Florette ábyrgist öfluga
gæðastjórnun við eftirlit og ein-
ungis bestu hlutar hvers salats
eða grænmetis ná á markað.
Heavenly Veg, tilbúin salöt, ann-
að grænmeti og salatsósur frá
Florette fást einungis í betri
verslunum. ■
Það kom að því að unnendur Canepa á Íslandi
gætu loks fengið uppáhaldsvínið sitt í kössum.
Jose Canepa var ítalskur innflytjandi sem hóf
vínrækt í Chile árið 1930 og varð fljótt einn virt-
asti framleiðandi landsins. Canepa-vínin eru
þekkt fyrir stöðugleika í gæðum og að endur-
spegla það sem bæði þrúgan og jarðvegurinn
hafa upp á að bjóða á þeim svæðum sem vínin
eru ræktuð. Í boði eru tvær tegundir, annars
vegar rauðvínin úr cabernet sauvignon-þrúg-
unni og hins vegar hvítvín sem er blanda af
semillon og chardonnay. Bæði vínin tilheyra
Varietals-línunni, en það er sú lína sem er hvað
vinsælust hérlendis.
Canepa Semillon Chardonnay
Ef fólk er að leita að fersku, ávaxtaríku og ljúfu hvítvíni þá er
þetta vínið. Ákaflega sjaldgæft er að jafn gott hvítvín sé í boði
í kössum. Vín sem gengur með öllum fiski, ljósu kjöti, salöt-
um eða eitt og sér.
Fæst í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar 3.390 kr.
Canepa Cabernet Sauvignon
Hefur bæði mýkt og bragð sem einkennir gott cabernet en er
samt kröftugt með vott af eik. Vínið býður upp á allt sem
okkur Íslendingum finnst gott við Chile-vínin, ljúft bragð en
góðan kraft. Vín sem smellur með grillkjötinu eða bara til að
njóta eitt og sér. Verð í Vínbúðum 3.190 kr.
CANEPA: Afar stöðug kassavín
Grænmetisskyndibitinn fæst í fjórum teg-
undum.
Grillað grænmeti
Nú er einmitt veðrið til að grilla og færist það í vöxt að fólk
grilli ekki bara kjöt heldur líka grænmeti.
Grænmetið fer afskaplega vel með grillmatnum.
Kartöflusalat og
köld sósa
ÞRÖSTUR BJÖRGVINSSON GEFUR
UPPSKRIFT AÐ GÓMSÆTU MEÐLÆTI
MEÐ GRILLMATNUM.
Kartöflusalat með prime-steikinni
400 g kartöflur
100 g majónes
1 dós af sýrðum rjóma
1 msk. relish
1 epli (skorið niður)
1 græn paprika (skorin)
1 rauð paprika (skorin)
einn stilkur sellerí (skorinn í smáa bita)
Öllu blandað varlega saman.
Köld sósa
Sýrður rjómi og majónes til helminga
Hvítlaukur, smátt saxaður
graslaukur, smátt saxaður
steinselja, söxuð
sítrónusafi
salt og pipar
Gulli Helga
Laugardagsmorgna 9-13
Í helstu matvöruverslunum
landsins er hægt að kaupa ál-
bakka þar sem raðað er saman
fimm tegundum af grænmeti
sem fer vel á grillinu. Á bakkan-
um eru sneiddar kartöflur og
sætar kartöflur, paprika, svepp-
ir og kúrbítur. Kartöflurnar og
sætu kartöflurnar eru forsoðn-
ar og þurfa því ekki lengri tíma
á grillinu en hitt grænmetið.
Nóg er að setja bakkann á
grillið og allt verður tilbúið
samtímis. Grillaða grænmetið
fer vel með öllu grilluðu kjöti
svo sem lambi, svíni, nauti og
kjúklingi. Gott er að strá yfir
það grófu salti, til dæmis
Maldon-salti, áður en það er tek-
ið af grillinu. ■