Fréttablaðið - 03.06.2005, Síða 12
ÞJÓÐHÁTÍÐ Á ÍTALÍU Hermenn þjóta fram-
hjá ítölskum ráðamönnum á hersýningu
sem var haldin í Róm í tilefni þjóðhátíðar-
dags Ítalíu. 59 ár voru liðin í gær síðan
ítalska lýðveldið var sett á fót.
12 3. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Fulltrúar ríkis og borgar undirrita samning:
Heilsuverndarstö›in ver›ur seld
SÉRSKÓLAR Reykjavíkurborg mun
yfirtaka eignarhald á Öskjuhlíð-
arskóla og Safamýrarskóla, þar
sem rekin er þjónusta við fötluð
grunnskólabörn. Þá munu ríkið og
Reykjavíkurborg selja húsnæði
Heilsuverndarstöðvarinnar í
Reykjavík við Barónsstíg á al-
mennum markaði.
Þetta eru atriði samnings um
húsnæðismál sérskóla og Heilsu-
verndarstöðvarinnar í Reykjavík
sem fulltrúar borgar og ríkis
undirrituðu í vikunni. Samkvæmt
honum yfirtekur borgin einnig
eignarhald á minni húseignum við
Vesturhlíðarskóla, þar sem rekin
er þjónusta við fötluð grunnskóla-
börn, svo og Brúarskóla, sem er
sérskóli fyrir börn á grunnskóla-
aldri með félagslegar og geðræn-
ar raskanir. Það húsnæði sérskóla
sem ekki er nauðsynlegt að nýta
verður selt og andvirðið notað til
að kosta uppbyggingu á nýrri sér-
deildarálmu fyrir fatlaða við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla. Húsnæð-
ið sem selt verður er aðalbygging
fyrrum Heyrnleysingjaskólans en
kennsla og þjónusta við heyrnar-
laus og heyrnarskert börn á
grunnskólaaldri hefur verið sam-
einuð á einn stað í nýrri viðbygg-
ingu við Hlíðaskóla.
Þá kaupir Reykjavíkurborg
eignarhluta ríksins í Vörðuskóla,
sem Iðnskólinn í Reykjavík nýtir
nú. Verður það húsnæði afhent
þegar Iðnskólinn í Reykjavík
getur flutt í nýtt húsnæði. - jss
Alfre› vill lei›a Framsókn
Útlit er fyrir a› framsóknarmenn velji á frambo›slista í flokksvali en raddir eru einnig uppi um prófkjör.
Ólíklegt a› fleir geri tilkall til borgarstjóraefnis R-listans. Vi›ræ›unefnd R-listaflokkanna fundar næst a›
viku li›inni.
REYKJAVÍKURLISTINN Búist er við því
að framsóknarmenn velji fulltrúa
sína á R-listann með flokksvali á
kjördæmisþingi flokksins eða í
prófkjöri, en fleiri munu hallast
að fyrrnefnda kostinum. Ekki er
annað vitað en að Anna Kristins-
dóttir borgarfulltrúi gefi kost á
sér til áframhaldandi starfa fyrir
flokkinn en Alfreð Þorsteinsson
sagði í samtali við Fréttablaðið að
hann gæfi kost á sér til forystu
fyrir flokkinn í Reykjavík. Hann
sigraði Önnu naumlega í
flokksvali fyrir síðustu borgar-
stjórnarkosningar og búist er við
að þau stefni bæði á efsta sætið
aftur.
Ef til flokksvals kemur hefur
verið haft á orði að hafa svipaðan
hátt á og hafður var þegar Fram-
sóknarflokkurinn valdi fulltrúa
sína fyrir síðustu alþingiskosn-
ingar í norðvesturkjördæmi. Þar
var haldið svokallað tvöfalt kjör-
dæmisþing. Þá eiga hverjir fimm
félagar sem skráðir eru í starf-
andi flokksfélögum í kjördæminu
einn fulltrúa á þinginu.
Má segja að um nokkurs konar út-
færslu á prófkjöri sé að ræða en
markmiðið með þessu er að reyna
að koma í veg fyrir að fólki verði
smalað í flokkinn og þeir einir
kjósi sem stjórnir viðkomandi fé-
laga hafa valið. Fulltrúar fram-
sóknarmanna hafa lagt fram til-
lögu um að hver hinna þriggja R-
listaflokka fái tvo fulltrúa í annað
til sjöunda sæti listans en hinir
veljist með öðrum hætti. Um slíkt
mun vera nokkuð góð sátt innan
raða framsóknarmanna og er ekki
talið að þeir muni gera tilkall til
borgarstjóraefnis listans.
Viðræðunefnd R-listaflokk-
anna hélt fund í vikunni og var að-
allega fjallað um málefnasamning
þeirra.
Næsti fundur viðræðunefndar-
innar verður haldinn á fimmtu-
daginn kemur.
hjalmar@frettabladid.is
AÐEINS FJÓRÐI HVER BLÓÐGJAFI ER KONA. HÉR ER EKKI
VANÞÖRF Á AÐ HEFJA BLÓÐI DRIFNA JAFNRÉTTISBARÁTTU
SEM ÞÓ BJARGAR MANNSLÍFUM. ERTU MEÐ ÞETTA Í BLÓÐINU?
OKKUR
BLÓÐLANGAR
Í JAFNRÉTTI
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
O
G
V
2
84
26
06
/2
00
5
VERÐUR SELD Húsnæði Heilsuverndarstöðvarinnar við Barónsstíg í Reykjavík verður selt
og skipta borgin og ríkið með sér söluandvirðinu í samræmi við eignarhlut.
VIÐRÆÐUNEFND R-LISTAFLOKKANNA Frá fundi á þriðjudaginn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Höskuldur hættir:
Mun sakna
starfsins
ÁTVR Höskuldur Jónsson, for-
stjóri Áfengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins, hefur óskað eftir
lausn frá embætti frá og með 1.
september
n æ s t k o m -
andi og hef-
ur fjár-
m á l a r á ð -
herra fall-
ist á það.
Höskuld-
ur hefur
verið for-
s t j ó r i
ÁTVR í
tæplega 20
ár, frá 1.
apríl 1986.
Þar áður var hann ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu
um ellefu ára skeið. Höskuldur
verður 68 ára gamall í haust og
lætur því af störfum sökum
aldurs.
„Vissulega kem ég til með að
sakna starfsins. Ég hef notið
þess að vinna með færu starfs-
fólki og fylgjast með umgjörð
fyrirtækisins breytast á þess-
um tæpu tuttugu árum,“ segir
Höskuldur.
- oá
HÖSKULDUR JÓNSSON
Höskuldur lætur af
störfum í haust eftir
tæp 20 ár í forstjóra-
stóli ÁTVR.
M
YN
D
/A
P